Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir að fundahöld gærkvöldsins um framhald þingstarfa hafi skilað árangri. Hún vonast til þess að hægt verði að ná formlegu samkomulagi innan tíðar, vonandi strax í dag. Innlent 4.7.2025 08:36
Lýðræðið í skötulíki! Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt. Skoðun 4.7.2025 08:31
Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Formenn þingflokkanna á Alþingi sátu við samningaborðið fram á nótt til þess að reyna að komast að samkomulagi um lok þingstarfa fyrir sumarfrí. Innlent 4.7.2025 06:59
Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Afkomendur hins alræmda stiftamtmanns Jørgen Ditlev Trampe greifa eru í heimsókn á Íslandi og kíktu þeir meðal annars inn í Alþingishúsið þar sem þeir skoðuðu málverk af forföður sínum, sem mætti sem fulltrúi Danakonungs á þjóðfundinum 1851 og var mótmælt rækilega eins og frægt er. Innlent 3. júlí 2025 17:13
Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Fjórtán fengu úthlutun fræðimannsíbúðar Jónshúss í Kaupmannahöfn frá ágústlokum í ár til sama tíma 2026. Alls bárust 58 gildar umsóknar og meðal þeirra sem fengu úthlutað eru Eiríkur Bergmann, Salvör Nordal, Sigrún Eldjárn og Brynja Þorgeirsdóttir. Innlent 3. júlí 2025 15:00
Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Alexandra Briem borgarfulltrúi segir málflutning Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns varðandi Palestínu alveg úti á túni. Þá bendir hún á að hugtakanotkun hans sé gamaldags en hann kallar hana „kynskipting“ í færslu á Facebook. Innlent 3. júlí 2025 14:49
„Mjög óeðlileg nálgun“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að borgaryfirvöld vilji ekki viðurkenna að túnið við Sóleyjarima í Grafarvogi sé notað sem útivistarsvæði, annars hefði túnið verið slegið fyrr í sumar. Hún segir málið til marks um skilningsleysi borgarinnar gagnvart lífinu í Grafarvogi. Íbúar hafa sett sig í samband við lögfræðinga og undirbúa málsókn gegn borginni vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á túninu. Innlent 3. júlí 2025 13:57
Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. Innlent 3. júlí 2025 13:35
Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins og lykilforsenda virkrar samfélagsumræðu. Þessa dagana velta mörg fyrir sér, að gefnu tilefni, hvenær réttlætanlegt sé að takmarka málsfrelsi innan sjálfra stofnana lýðræðisins. Skoðun 3. júlí 2025 13:02
Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Borgarráð hefur samþykkt að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur, til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni að því er kemur fram í tilkynningu borgarinnar. Þá var forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar. Innlent 3. júlí 2025 12:10
Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sent refsiréttarnefnd bréf þar sem hún fer þess á leit við nefndina að athuga hvort tilefni sé til að endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga sem varða líkamsárásir. Innlent 3. júlí 2025 10:53
Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var gagnrýnd á samfélagsmiðlum í gær fyrir að vera með bókaðan tíma í golf um miðjan dag á þingtíma. Hún segist ekki hafa getað nýtt sér tímann í gær en ætli níu holur klukkan 9:30 í dag. Innlent 3. júlí 2025 10:32
Hægri sósíalismi „Þið eruð nú meiri andsk… kommarnir þið þarna í Viðreisn! Hækkið skatta um 100% á útvalda aðila, þetta er bara eignaupptaka og bara Sovét gerræði!! “ Skoðun 3. júlí 2025 07:32
Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Umræðan um veiðigjaldafrumvarpið er nú orðin sú næstlengsta frá árinu 1991 eftir að hafa tekið fram úr umræðunni um Icesave-ábyrgðina frá 2010. Veiðigjöldin hafa nú verið rædd í ríflega 136 klukkustundir og narta í hælana á þriðja orkupakkanum. Innlent 2. júlí 2025 23:02
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars. Skoðun 2. júlí 2025 21:32
Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Náttúruverndarsamtökin Landvernd gagnrýna fyrirhugaðar skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk. Þau telja útivistargildið verðmætasta þátt svæðisins og segja langan veg frá því að lokanir eins og Veitur stefni að geti talist nauðsynlegar. Innlent 2. júlí 2025 21:00
Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. Innlent 2. júlí 2025 20:14
Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Össur Skarphéðinsson segir að framámenn í sögu Sjálfstæðisflokksins á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið. Innlent 2. júlí 2025 18:41
„Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal. Innlent 2. júlí 2025 16:55
Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera. Innlent 2. júlí 2025 16:48
Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Samfylkingin mælist nú með mest fylgi allra flokka í öllum kjördæmum, öllum aldursflokkum, öllum menntunarhópum og öllum tekjuhópum. Athygli vekur að flokkurinn bætir mestu fylgi við sig á landsbyggðinni, sér í lagi í Norðausturkjördæmi þar sem hann bætir við sig 5,6 prósentum. Innlent 2. júlí 2025 14:49
„Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún kveðst hafa fengið ábendingar að undanförnu sem snúi meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra. Innlent 2. júlí 2025 14:05
Þinglok 2026 verði 12. júní Þó að þinglok virðast ekki í sjónmáli vegna umræðna um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur samkomulag náðst innan forsætisnefndar þingsins um starfsáætlun næsta löggjafarþings, þess 157. í röðinni. Samkvæmt áætluninni, sem samþykkt var í gær, verður þing sett þriðjudaginn 9. september næstkomandi og þingi frestað föstudaginn 12. júní 2026. Innlent 2. júlí 2025 14:00
Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Í byrjun dags var sá þingmaður sem flutti flestar ræður á yfirstandandi þingi búinn að flytja 556 ræður. Það hafði tekið hana 22 klukkustundir, tvær mínútur og 17 sekúndur. Sá þingmaður er Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Skoðun 2. júlí 2025 14:00