Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lukka Sjálf­stæðis­flokksins

„Mér fannst hann alltaf vera í röngum flokki. En það þarf að vera gott fólk í öllum flokkum. Líka í Sjálfstæðisflokknum. Og þá rann það upp fyrir mér að hann væri akkúrat í réttum flokki.“Þetta sagði borgarfulltrúi Pírata við mig í erfidrykkju Egils Þórs, eiginmanns míns heitins, fyrr á þessu ári. Mér þótti afar vænt um þessi orð og þau voru áhrifarík, þar sem oft hefur verið hvað lengst á milli þessara tveggja flokka hvað málefni varðar, og átök á milli þessara flokka hafa ætíð verið mikil.

Skoðun
Fréttamynd

Má skera börn?

Í gær birtist dómur héraðsdóms þar sem fram kemur að ,,umskurður drengja er ekki bannaður á Íslandi, andstætt líkamsárás gagnvart kynfærum stúlkna og kvenna.” Læknisfræðilega óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eru því löglegar samkvæmt dómnum.

Skoðun
Fréttamynd

Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjöl­skyldunnar

Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Sósíalista­flokkurinn styður Úkraínu

Ef utanríkisstefna flokksins er skoðuð kemur þar fram í öðrum punkti að Ísland skuli standa með öllum þjóðum sem ráðist er inn í. Þó að Úkraína sé kannski ekki skilgreind sem smáþjóð er hún sjálfstætt lýðræðisríki sem flokkurinn styður að sjálfsögðu til að verja sig fyrir ofbeldisinnrás Rússa.

Skoðun
Fréttamynd

Kom ekki ná­lægt innanhússtillögu sátta­semjara

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Kjarkur og kraftur til að breyta

Það er ákall eftir breytingum á Sjálfstæðisflokknum þar sem byggt er á traustum grunni um frelsi einstaklingsins. Við þurfum að fylgja eftir hugsjónum okkar um frjáls viðskipti, lægri skatta, einstaklingsfrelsi og minna ríkisvald – en allt eru þetta þættir sem núverandi og fyrrverandi stuðningsmenn flokksins kalla eftir.

Skoðun
Fréttamynd

VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfs­lokin

Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember.

Innlent
Fréttamynd

Fram­bjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill efla málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og setja fram skýra áætlun um hvernig bæta megi hag einyrkja og þeirra sem reka smærri fyrirtæki, verði hún formaður flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir segist vel geta aukið stuðnings ungs fólks við flokkinn, þrátt fyrir að vera sjálf 20 árum eldri en Áslaug. 

Innlent
Fréttamynd

Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ís­land styrkir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Stækkum Sjálf­stæðis­flokkinn

Það eru margar ástæður fyrir því að ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst og fremst vegna þess að ég tel mig geta eflt flokkinn, aukið fylgi hans og tryggt að hann verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Það er frumskylda formanns að tryggja að flokknum vegni vel, því sterkari Sjálfstæðisflokkur þýðir sterkari málsvari frelsis, atvinnulífs og framfara.

Skoðun
Fréttamynd

Krist­rún í Kænu­garði: „Mjög tilfinningaþrungið á­stand hérna“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir tilfinningaþrungið ástand ríkja í Úkraínu en hún var meðal þeirra leiðtoga sem heimsóttu Kænugarð í dag. Forseti Úkraínu vonar að stríðinu ljúki áður en árið er á enda, en í dag eru þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld hafa boðað aukinn varnarstuðning til Úkraínu sem verður um 3,6 milljarðar á þessu ári og mun meðal annars nýtast til vopnakaupa.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“

Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún nýtur meiri stuðnings hjá al­menningi

Fleiri landsmenn vilja að Guðrún Hafsteinsdóttir verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir samkvæmt könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Mikill munur er á fylgi þeirra milli aldursflokka.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis- og Fram­sóknar­menn haldi skóla­kerfinu í gíslingu

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi lýst yfir fullum stuðningi við þá afstöðu formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 20. febrúar síðastliðinn. Þeir segja fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda skólakerfinu í gíslingu með pólitískum leikjum.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­skráin

Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmuna­hópa innan Alþing­is.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er at­riðið þar sem þið takið til fótanna…”

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” sagði Shrek og nú langar manni að segja það sama við kennara. Já, það virðist að samtöl Kennarasambandsins og Sambands sveitarfélaga séu nú á stigi leikrits og brandara. En kennurum finnst þetta alls ekki fyndið lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur birt drög að frumvarpi um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla í samráðsgátt. Frumvarpið er til eins árs og mælir fyrir um óbreytt fyrirkomulag, fyrir utan lækkun á þaki styrkja til þeirra sem mest fá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast af­leiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera.

Innlent
Fréttamynd

Kynnti tveggja milljarða viðbótar­stuðning við Úkraínu í Kænu­garði

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári.

Innlent