Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Staða Sjálf­stæðis­flokksins versnar eftir þing­lok

Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þétting byggðar er ekki vanda­málið

Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­sagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálf­krafa við að ganga inn í Evrópu­sam­bandið“

Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í at­vinnu­vega­nefnd

Njáll Trausti Friðbertsson hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna viljayfirlýsingar milli Íslands og Evrópusambandsins um „aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs.“ Óskað er eftir því að fundað verði sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Ertu bitur?

Í nýlegum pistli spyr nýr þingmaður: “Hver ertu?” Þetta er grundvallarspurning fyrir okkur öll og margir listamenn og hugsuðir hafa reynt að svara þessari spurningu. Descartes á líklega eitt frægasta svarið en Jackie Chan á líklega innilegustu spurninguna, úr samnefndri bíómynd “Who am I?”

Skoðun
Fréttamynd

Vill vita hvaða samningar eru í undir­búningi gagn­vart ESB

Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi.

Innlent
Fréttamynd

Við á­kærum – hver sveik strandveiðisjómenn?

Þannig fór um sjóferð þá. 48 dögunum sem okkur voru lofaðir gufuðu upp um miðjan júlí, fjórða árið í röð. Þá hófst leitin að sökudólgnum: hver var það sem tók 48 dagana af trillukörlum og konum? Var það ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan? Eða kannski einhver allt annar? Þögn í salnum – ákæruvaldið hefur orðið.

Skoðun
Fréttamynd

Geta greint frá svörum Þor­gerðar ef hún gefur leyfi

Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju varð heim­sókn fram­kvæmda­stjóra ESB að NATO-fundi?

Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál.

Skoðun
Fréttamynd

„Lífið er miklu meira en peningar“

Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli, annaðhvort fyrir vasklegan framgang í þágu hagsmuna almennings eða þá hagsmuna kvótakónga og stórútgerðarinnar. Það fer eftir því hvernig litið er á umtalaða hækkun veiðigjalda. Hann kemur úr auðugri fjölskyldu, hefur verið virkur á hlutabréfamarkaði og meðal annars fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir ástríðuna alltaf þá sömu, að hjálpa börnum og unglingum. Lífið sé svo miklu meira en peningar.

Innlent
Fréttamynd

Vísar gagn­rýni stjórnar­and­stöðunnar á bug

Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. 

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um brostin lof­orð ríkis­stjórnarinnar

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Í dag verður tekist á um veiðigjöldin og meðal annars rætt um heimsókn Ursulu von der Leyen, þinglok, fjármaámarkaði og fleira.

Innlent
Fréttamynd

Þor­gerður til í fund og það strax

Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega.

Innlent
Fréttamynd

Krefst fundar með utan­ríkis­ráð­herra án tafar

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Minni­hlutinn verði bara að treysta þjóðinni

Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Af­leiðingarnar velti á Flokki fólksins

Prófessor emeritus í stjórnamálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn.

Innlent