Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Við þurfum að tala um Bál­stofuna

Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín.

Skoðun
Fréttamynd

Helgi biðst lausnar og fer í ráðu­neytið

Helga Grímsson, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur síðustu ár, hefur beðst lausnar frá starfi og mun tímabundið færa sig yfir í mennta- og barnamálaráðuneytið. 

Innlent
Fréttamynd

Það þarf meiri töffara í okkur

Við kennarar þurfum að fá okkur góðan slurk af hroka. Að tala um hvað við erum miklir naglar. Kennarastarfið er gífurlega töff starfsvettvangur. Þú þarft að vera með bein í nefinu til að endast. Við þurfum að koma því á dagskrá í almennri umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

„Kennarasambandi Ís­lands blöskrar af­staða við­semj­enda sinna“

Baráttufundur Kennarasambands Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við gerða samninga og tryggi að laun félagsfólks Kennarasambandsins standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði. Þetta kemur fram í ályktun frá Kennarasambandinu í kjölfar baráttufundar sambandsins í Háskólabíó í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Það styðja allir sitt fólk 100 pró­sent“

Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Segja um­boð samninga­nefndar af­dráttar­laust

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Billy bóka­hilla og börnin mín

Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun.

Skoðun
Fréttamynd

Eigum við ekki bara að klára þetta

Við sem foreldrar eigum það til að leita leiða til þess að gera fleiri ábyrga fyrir börnunum okkar. Sem er eðlilegt, því það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn. Foreldrar þurfa að nýta sér alls konar þjónustu í uppeldi barna og sem foreldri vil ég að þessi þjónusta sé hnökralaus.

Skoðun
Fréttamynd

Um­mæli borgar­stjóra og ó­bragð í munni

Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Grát­biðja deilu­aðila að finna lausn

Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni.

Innlent
Fréttamynd

Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgar­stjóri

Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum.

Innlent
Fréttamynd

Af­kasta­drifin menntun og verð­gildi nem­enda

Heimspekingurinn Paulo Freire á sjöunda áratugnum, líkti nútímaskólum við afkastadrifinn iðnað sem hefur að markmiði að þjálfa einstaklinga fyrir hlutverk sitt í markaðshagkerfinu frekar en að vera stofnanir hannaðar til að frelsa hugann.

Skoðun
Fréttamynd

Ég er deildar­stjóri í leik­skóla

Ég er deildarstjóri í leikskóla. Ég er með leyfisbréf kennara, en auk þess er ég með gráður í bókmenntafræði og þýðingafræði. Til samans var ég 9 ár í háskóla.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum ó­geðs­lega sár fyrir hönd barnanna okkar“

Foreldrar leikskólabarna sem þurfa að vera heima vegna kennaraverkfalla fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur hófst klukkan tólf í dag. Nokkur hópur foreldra auk barna, einkum af leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, var saman kominn í Ráðhúsinu fyrir fundinn og létu í sér heyra og börnin sungu fyrir borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skólinn Mána­garður opinn á ný

Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Draumastarfið

Ég ákvað þegar ég var 10 ára að verða kennari. Þetta væri starfið mitt og minn draumur. Ég elskaði að hjálpa öðrum að læra, fannst áhugavert að hægt væri að nálgast námið og námsefnið á mismunandi máta.

Skoðun
Fréttamynd

Erum við til­búin til að bæta mennta­kerfið okkar?

Það er mikið í húfi með verkfalli kennara, það er allt menntakerfið landsins sem er undir. Við kennarar erum að fara í aðgerðir einmitt til að bæta menntakerfið sem margir telja að sé bara alls ekki nógu gott. Gott og vel – ræðum það aðeins, en hvert viljum við stefna með menntakerfið?

Skoðun
Fréttamynd

Um­boðs­maður barna segir verk­föll kennara mis­muna börnum

Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara.

Innlent
Fréttamynd

Búum til „vanda­mál“ – leysum það með sam­ræmdum prófum

Umræða um skólastarf hefur verið hávær frá því í vor. Viðskiptaráð var leiðandi í þeirri umræðu en framkvæmdarstjóri þess talaði um „neyðarástand“ í grunnskólum landsins. Nú sjáum við að tilgangurinn helgar meðalið. Sjálfstæðisflokkurinn boðar „umbreytingu á menntakerfinu.“

Skoðun
Fréttamynd

Skipti máli fyrir rekstur iðn­fyrir­tækja að lækka vexti og verð­bólgu

Um 92 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja það skipta miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn skapi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu á næsta kjörtímabili. Um 79 prósent þeirra segja það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að draga úr sköttum og gjöldum á fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins.

Viðskipti innlent