
Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar
Einn markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handbolta í vetur, Jón Ómar Gíslason, er genginn í raðir Hauka frá Gróttu.
Einn markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handbolta í vetur, Jón Ómar Gíslason, er genginn í raðir Hauka frá Gróttu.
„Þetta er það sem maður lifir fyrir“ sagði Viktor Sigurðsson eftir sigur í oddaleik gegn Aftureldingu. Valsmenn komust því í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar, þar sem Viktor mun mæta bróður sínum.
Valur vann Aftureldingu 33-29 í oddaleik í undanúrslitum Olís deildar karla. Valsmenn voru við völd allan leikinn og fengu mikla hjálp frá markmanninum Björgvini Pál Gústavssyni. Afturelding átti nokkur ágætis áhlaup en tókst aldrei að minnka muninn í minna en tvö mörk. Rautt spjald á lokamínútum gerði svo algjörlega út af við leikinn.
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er vongóður fyrir oddaleik liðs hans við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Búast má við spennuleik.
Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst.
„Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram.
Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til.
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki alveg búinn að ná sér niður á jörðina eftir ótrúlegan sigur á FH í tvíframlengdum leik þegar hann var gripinn í viðtal eftir leik.
Framarar tryggðu sér farseðilinn í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta með sigri á FH í tvíframlengdum leik í Lambhaga-höllinni í kvöld. Biðin hefur verið löng hjá Fram en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið kemst í úrslitin.
Selfoss tryggði sér sæti í Olís-deild karla í handbolta með 27-26 sigri gegn Gróttu í fjórða leik liðanna í umspili um laust sæti í efstu deild í kvöld.
Handknattleiksfólkið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason eru á leiðinni heim úr atvinnumennsku og hafa bæði samið um að spila með ÍBV í Olís deildunum.
Valur lagði Aftureldingu með minnsta mun í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 30-29 og Valur nú aðeins einum sigri frá því að leika um Íslandsmeistaratitilinn.
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði leikmenn sína hafa náð að framkvæma sóknarleik sinn, sem hafi verið góður til þessa í baráttunni við Fram í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, enn betur þegar Hafnarfjarðarliðið rótburstaði gestina úr Úlfarsárdal í þriðja leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Sigursteinn varaði FH-inga þó við að fylgja ekki fordæmi Íkarosar í framhaldinu.
Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap.
FH er enn á lífi í rimmu sinni við Fram eftir sannfærandi sigur Hafnarfjarðarliðsins í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 36-20 FH í vil og staðan er þar með 2-1 í viðureign liðanna.
Fram er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Miklar breytingar hafa orðið frá síðustu leiktíð þar sem reynsluboltinn Rúnar Kárason fer fyrir ungu liði.
Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1.
Afturelding sigraði Val örugglega í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn endaði 31-23, Mosfellingum í vil, og náðu þeir þar með að hefna fyrir tapið í fyrsta leik einvígisins.
Eftir níu marka tap á Seltjarnarnesi þurftu Selfyssingar að svara fyrir sig í umspilinu um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Selfoss vann Gróttu með tveggja marka mun í kvöld og allt orðið jafnt í einvíginu.
Fram er komið 2-0 yfir gegn FH í rimmu liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta.
Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik.
Fram hafði betur, 24-27, þegar liðið mætti FH í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplarika í kvöld.
Afturelding sendi ÍBV í sumarfrí með því að vinna annan leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur í Vestmannaeyjum 25-27 og Afturelding komið í undanúrslit. Sömu sögu er að segja úr Garðabæ þar sem Valur vann Stjörnuna í framlengdum leik og sópaði Garðbæingum þar með í sumarfrí.
Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, lítur framtíð Handboltapassans björtum augum. Kostnaður við passann var vanáætlaður um rúmar 30 milljónir á síðasta ári en áætlanir gera ráð fyrir því að tekjur í tengslum við hann næsta aukist næsta árið um þrjátíu og fjórar milljónir
Einar Jónsson, þjálfari Fram, eygir möguleika að ná tvennunni á tímabilinu eftir að Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.
Íslandsmeistarar FH eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur á HK í kvöld. Lokatölur 21-25 í Kópavogi.
Fram marði Hauka með þremur mörkum á Ásvöllum í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Leikurinn endaði 28-25 og er þetta annar sigur Fram í einvígi liðanna og þar af leiðandi er liðið komið í undanúrslit.
Valsmenn eru komnir í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Valur getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í öðrum leik liðanna á þriðjudag.
Fyrirliði Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, var ánægður með sigurinn á móti ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar sigruðu ÍBV, 32-30, í spennandi og jöfnum leik í Mosfellsbæ í dag.
Afturelding lagði ÍBV í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta, en leikurinn fór fram í Mosfellsbæ í dag. Viðureignin var í járnum frá fyrstu mínútu, en að lokum höfðu heimamenn betur, 32-30.