Haftakrónan Engum þarf að koma á óvart að Alþingi hafi enn og aftur þurft að herða á gjaldeyrishöftunum á skyndifundi í fyrrakvöld. Það var fyrirsjáanlegt að þegar einu sinni hefðu verið sett gjaldeyrishöft leitaði markaðurinn sér að leiðum framhjá þeim og þess vegna þyrfti sífellt að stoppa í götin, ættu höftin á annað borð að halda. Þetta er dapurleg staðreynd, en því miður lítt umflýjanleg. Fastir pennar 14. mars 2012 06:00
Umbótaáætlun fellur í skuggann Athygli almennings beinist þessa dagana að Þjóðmenningarhúsinu, þar sem vissulega fara fram söguleg réttarhöld fyrir Landsdómi. Segja má að vitnaleiðslurnar séu gagnleg upprifjun á ýmsu sem áður var komið fram, ekki sízt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar hafa hins vegar ekki komið fram neinar upplýsingar sem varpa nýju ljósi á einhverja þætti bankahrunsins. Fastir pennar 13. mars 2012 06:00
Höggvið á hnút? Umræðan um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins er einkennileg og ber þess merki að flestir flokkar eru klofnir í afstöðu sinni til ESB. Ólík afstaða til aðildarviðræðnanna veldur augljóslega vaxandi núningi innan ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um aðildarumsóknina í stjórnarsáttmálanum. Fastir pennar 12. mars 2012 06:00
Landið þar sem aldrei skortir kjöt Norðmenn reka sem kunnugt er næstvitlausustu landbúnaðarpólitík í heimi, með háum ríkisstyrkjum, samkeppnishömlum og ofurtollum. Norsk stjórnvöld komast þó ekki með tærnar þar sem þau íslenzku hafa hælana þegar kemur að því að takmarka innflutning búvara og hindra erlenda samkeppni við framleiðendur. Fastir pennar 9. mars 2012 06:00
Vannýttur mannauður Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, sagði í gær frá því að 211 konur vantaði í stjórnir fyrirtækja og lífeyrissjóða svo uppfylla mætti skilyrði laga sem taka gildi haustið 2013. Þá á að vera tryggt að í stjórnum hlutafélaga með fleiri en fimmtíu starfsmenn og lífeyrissjóða sé hlutfall hvors kyns í stjórn ekki lægra en 40 prósent. Fastir pennar 8. mars 2012 06:00
Skilningsríka fólkið Í fyrradag var reynt að myrða mann í Reykjavík. Það var hrottaleg og tilefnislaus árás. Þegar í ljós kom að árásarmaðurinn er vanskilamaður og að fórnarlambið er framkvæmdastjóri lögfræðistofu sem sér um innheimtur, varð það furðumörgum tilefni til að lýsa yfir skilningi á verknaðinum, eða að hann hefði að minnsta kosti ekki komið þeim á óvart. Fastir pennar 7. mars 2012 06:00
Óvissuþátturinn Ólafur Ragnar Forseta Íslands má gagnrýna fyrir margt, en ekki er hægt að segja að hann geti ekki verið skemmtilegur. Það er að minnsta kosti alveg drepfyndið að Ólafur Ragnar Grímsson segist tilneyddur að sitja í nokkur ár enn vegna óvissu um stjórnskipunina og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það blasir nefnilega við hverjum sem er að Ólafur Ragnar er sjálfur óvissuþáttur í stjórnskipuninni og samskiptum Íslands við umheiminn. Enginn veit hverju hann kann að taka upp á - og það hefur ekki breytzt eftir síðustu yfirlýsingar. Fastir pennar 6. mars 2012 06:00
Gleymd orð um gengisfellingar Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, sagði í Fréttablaðinu í gær að ummæli Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, um íslenzku krónuna hefðu staðið í vegi fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi. „Forsenda erlendrar fjárfestingar og tiltrúar á íslenska krónu er að menn telji að stjórnvöld muni forðast gengisfellingar í lengstu lög. Ef menn skilgreina kosti íslenskrar krónu einvörðungu þá að hægt sé að fella hana, felast í því skilaboð til útlendinga um að hún sé mjög óviss eign og best sé að eiga ekkert undir henni," sagði Árni Páll. Fastir pennar 3. mars 2012 06:00
Nýja eða gamla Ísland? Mörg stór orð hafa fallið um deilur Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og stjórnar stofnunarinnar undanfarnar vikur. Óhætt er að segja að stjórnin hafi staðið höllum fæti í umræðunni, enda verið tregari til að tjá sig en forstjórinn. Fastir pennar 2. mars 2012 04:00
Debet og kredit Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra á þingi fyrir stuttu um kostnað við Evrópusambandsaðild, þar á meðal við þátttöku í ýmsum sjóðum ESB og Seðlabanka Evrópu. Fastir pennar 1. mars 2012 06:00
Assad kemst upp með fjöldamorð Þegar vel heppnuð hernaðaraðgerð Atlantshafsbandalagsins í Líbíu stuðlaði að falli harðstjórans Muammars Gaddafí töldu margir að orðið hefði til mikilvægt víti til varnaðar; aðrir harðstjórar í Arabaheiminum, sem murkuðu lífið úr eigin þegnum, yrðu ekki látnir komast upp með það. Fastir pennar 27. febrúar 2012 07:00
Sorann úr hillunum! Ein af mikilvægustu ríkisstofnununum er Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Hún hefur ekki bara einkarétt á að selja okkur áfengar veigar, heldur passar hún líka að fólk fái ekki ranghugmyndir um leið og það neytir þeirra eða taki upp á einhverri vitleysu annarri en þeirri sem sjálfur vínandinn kemur inn hjá því. Fastir pennar 25. febrúar 2012 06:00
Bullhagfræði lýðskrumaranna Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, skrifaði rökfasta grein hér í blaðið í gær þar sem hann útskýrði í einföldu og auðskildu máli hvernig allar hugmyndir um almenna niðurfærslu skulda leiða til sömu eða svipaðrar niðurstöðu; að reikningurinn verði sendur skattgreiðendum og/eða lífeyrisþegum. Fastir pennar 24. febrúar 2012 06:00
Ótal tækifæri Sjö fyrirtæki sem eru beint eða óbeint, að hluta eða í heild í eigu Landsbankans verða skráð í Kauphöll Íslands á næstu misserum, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þá hefur Steinþór Pálsson, forstjóri bankans, sagt að hugsanlegt sé að bankinn sjálfur verði skráður á markað á þessu ári og þá væntanlega minnihluti í honum seldur. Fastir pennar 23. febrúar 2012 06:00
Forseti í feluleik Feluleikur Ólafs Ragnars Grímssonar forseta gagnvart fjölmiðlum, sem biðja um skýr svör um það hvort forsetinn hyggist bjóða sig fram á ný eða ekki, er gagnrýni verður og embætti forsetans sízt til sóma. Fastir pennar 21. febrúar 2012 09:39
Meiri fækkun ríkisstarfsmanna Seðlabankinn sendi ríkisstjórninni og Alþingi kurteislega ábendingu í riti sínu Peningamálum, sem út kom í síðustu viku. Þar segir að fjárlög þessa árs séu breytt frá upphaflegu frumvarpi, sem lá til grundvallar hagspá Seðlabankans í nóvember. Hallinn á fjárlögunum sé þannig þremur milljörðum meiri en gert var ráð fyrir. "Mest munar um að ekki var gengið jafn langt í aðhaldi launakostnaðar eins og gert hafði verið ráð fyrir í frumvarpinu eða sem nemur um 2,1 ma.kr. Gert er ráð fyrir að launakostnaður í ár verði 2,5% meiri en í fyrra. Í ljósi umsaminna launahækkana opinberra starfsmanna er ljóst að enn þarf að skera niður vinnumagn eigi þessi forsenda að halda,“ segir Seðlabankinn. Fastir pennar 16. febrúar 2012 06:00
Ramminn í ruslið? Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma átti að vera búið að afgreiða sem ályktun frá Alþingi fyrir janúarlok. Enn er málið þó ekki komið á dagskrá þingsins. Ýmis ákvæði draganna sem lögð voru fram til umsagnar á síðasta ári standa einkum í þingmönnum Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyrir að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem margir í þingflokki VG geta ekki hugsað sér. Fleiri svæði, sem samkvæmt drögunum eru í nýtingarflokki, eru umdeild. Fastir pennar 14. febrúar 2012 06:00
Panikk í pólitík Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um fylgi flokkanna, sem birtust í gær, sýna að mikil hreyfing er á kjósendum. Hátt hlutfall óákveðinna – sem þó hefur lækkað frá síðustu könnun – sýnir að margir hafa litla trú á pólitíkinni almennt og geta ekki gert upp hug sinn. Fastir pennar 11. febrúar 2012 06:00
Fleiri kostir í samgöngum Fáar þjóðir eiga fleiri eða aflmeiri bíla miðað við fólksfjölda en Íslendingar. Það á sér að mörgu leyti eðlilegar skýringar í stóru, strjálbýlu landi þar sem veðrið er oft vont og almenn hagsæld ríkir; flestir hafa haft efni á að kaupa sér dýra yfirhöfn úr stáli, jafnvel þótt þeir fari aðallega styttri ferðir. Fastir pennar 10. febrúar 2012 06:00
Samstaða um gamlar hugmyndir Nýja stjórnmálaaflið Samstaða, undir forystu Lilju Mósesdóttur alþingismanns, gefur sig út fyrir að vera "ekki vinstri, ekki hægri og ekki miðjumoð heldur ný hugsun í stjórnmálum“. Þetta virðist strax pínulítið vafasöm fullyrðing af því að leiðtogi flokksins stimplaði sig út úr Vinstri grænum meðal annars af því að þeir voru ekki nógu vinstrisinnaðir; vildu til dæmis ekki reka ríkissjóð með eins ríflegum halla og þingmaðurinn hefði kosið. Fastir pennar 9. febrúar 2012 06:00
Sameiginleg skylda Algjör breyting hefur orðið í forsjármálum barna á 20 árum. Árið 1992 varð fyrst möguleiki samkvæmt lögum að foreldrar færu sameiginlega með forsjá barns eftir skilnað eða sambúðarslit. Fjórtán árum síðar varð sameiginleg forsjá meginregla. Nú er svo komið að í 85% tilvika fara foreldrar sameiginlega með forsjá barna eftir skilnað. Fastir pennar 8. febrúar 2012 06:00
Hinar orkulindirnar Þriðjungur þingheims, þingmenn úr öllum flokkum undir forystu Skúla Helgasonar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að iðnaðarráðherra verði falið að hefja vinnu við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands. Þingmennirnir vilja fela ráðherra að stuðla að framgangi tækniþróunar á þessu sviði, byggja upp gagnagrunn og kanna með hvaða hætti Ísland geti tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um nýtingu sjávarorku. Fastir pennar 7. febrúar 2012 06:00
Peningar annarra Skýrsla sjálfstæðrar úttektarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna inniheldur harða gagnrýni á ótal þætti starfsemi sjóðanna fyrir hrun. Tap þeirra á fjárfestingum í íslenzku viðskiptalífi varð gríðarlegt og tjón sjóðfélaganna, almennings í landinu, að sama skapi mikið. Fastir pennar 4. febrúar 2012 06:00
Viðbúin nýjum hættum Sprengjan sem sprakk fyrir framan skrifstofur ríkissaksóknara, í næsta nágrenni við Stjórnarráðshúsið, hefur náð að koma inn ónotatilfinningu hjá mörgum þótt hún hafi hvorki valdið meiðslum né eignatjóni. Ísland er friðsamt samfélag, þar sem enginn gerir ráð fyrir að sprengjur springi við opinberar byggingar. Við höfum heldur ekki átt því að venjast að fólk grípi til ofbeldisverka til að undirstrika pólitískar skoðanir sínar. Það hefur þó breytzt á allra síðustu árum. Fastir pennar 3. febrúar 2012 06:00
Tómir kofar Stutt en áhugaverð umræða fór fram um EES-samninginn á Alþingi fyrr í vikunni. Tilefnið var skýrsla norskra stjórnvalda um samninga Noregs við Evrópusambandið. Þar er meðal meginniðurstaðna að EES-samningurinn hafi verið norskum hagsmunum mjög til framdráttar en hins vegar felist í honum verulegt fullveldisafsal, á mun víðtækara sviði en menn sáu fyrir í upphafi, enda taki reglur ESB nánast sjálfkrafa gildi í Noregi án þess að norsk stjórnvöld geti haft á þær áhrif. Í þessu felist sömuleiðis mikill lýðræðisvandi. Fastir pennar 2. febrúar 2012 06:00
Óklárað uppgjör Þingmenn úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, munu í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um rannsókn á einkavæðingu ríkisbankanna, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar vilja þingmennirnir, undir forystu Skúla Helgasonar í Samfylkingu, að skoðað verði ferlið við sölu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Búnaðarbankans og Landsbankans. Fastir pennar 31. janúar 2012 06:00
Samkeppnin er allra hagur Samkeppniseftirlitið kynnti í gær mikla úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar eru helztu nýmælin þau sem Fréttablaðið sagði frá í gær, að stofnunin beinir sjónum að birgjum og staðfestir það sem lengi hefur verið staðhæft, að þeir mismuna mjög verzlunum eftir stærð og umfangi. Fastir pennar 27. janúar 2012 06:00
Tímabært að taka sönsum Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað skýrslu að beiðni ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um ýmsar lífseigar tillögur og tilgátur um lánamál heimilanna. Tveimur hagfræðidoktorum var meðal annars falið að meta hvort það svigrúm sem bankarnir fengu til niðurfellingar lána vegna afsláttar af lánasöfnum væri fullnýtt, hver væri líklegur kostnaður vegna tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna (og raunar margra fleiri) um flata niðurfærslu skulda og á hverjum kostnaðurinn af slíkri niðurfellingu myndi lenda. Svörin koma ekki á óvart, enda hefur spurningunum öllum verið svarað áður. Tilgangur skýrslugerðarinnar var hins vegar að „eyða óvissu". Nú liggur málið býsna ljóst fyrir, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar. Fastir pennar 26. janúar 2012 06:00
Pólitísk réttarhöld Atburðir undanfarinna daga hafa afhjúpað það endanlega, hafi verið vafi í huga nokkurs manns, að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er pólitísk réttarhöld. Fastir pennar 24. janúar 2012 06:00
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun