Skóli fyrir atvinnulífið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. apríl 2012 06:00 Samtök atvinnulífsins birtu í gær athyglisverðar tillögur undir yfirskriftinni „Uppfærum Ísland". Þar er horft til þess hvernig hægt sé að skapa atvinnulífinu sem ákjósanlegust framtíðarskilyrði og rík áherzla lögð á samspil menntakerfisins og fyrirtækjareksturs í landinu. Ein megintillagan er að stytta grunn- og framhaldsskólann þannig að nemendur útskrifist tveimur árum fyrr en nú er. Því miður hefur ekki tekizt að breyta því að íslenzk ungmenni ljúka framhaldsskóla einu til tveimur árum síðar en gerist í nágrannalöndunum og koma fyrir vikið síðar út á vinnumarkaðinn. Síðasta tilraun til kerfisbreytingar var vanhugsuð og skilaði ekki tilætluðum árangri. SA benda á að í nýjum framhaldsskólalögum séu tækifæri til breytinga. Þau eru hins vegar vannýtt; möguleikar til sveigjanlegra skila grunn- og framhaldsskóla, til dæmis með því að grunnskólanemar taki framhaldsskólaáfanga í fjarnámi, hafa ekki verið nýttir sem skyldi vegna fjárskorts og þróunin í raun verið í ranga átt síðustu ár. Eigi að ná markmiðinu um að fólk útskrifist úr framhaldsskóla átján ára, verður að horfa bæði á framhalds- og grunnskólann. Því miður er það svo að tíminn er verr nýttur í grunnskólum en framhaldsskólum. Á undanförnum áratugum hefur heilt ár bætzt við grunnskólann og skólaárið þar að auki verið lengt umtalsvert án þess að það hafi skilað sér í því að fólk kunni meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Það þarf því að hrista rækilega upp í skólakerfinu til að ná þessu markmiði. Önnur megináherzla SA er á að kennsla í raun- og tæknigreinum verði efld. Allar rannsóknir og samanburður sýna að þar stöndum við nágrannalöndunum langt að baki. Í einum helzta vaxtarsprota atvinnulífsins, hátækniiðnaði, er „æpandi eftirspurn eftir starfsfólki sem hefur aflað sér raungreina- og tæknimenntunar á háskólastigi" eins og segir í tillögum SA. Menntakerfið annar ekki þessari eftirspurn og það hefur þá hættu í för með sér að fyrirtækin sem orðin eru til og eiga eftir að verða til í þessum geira byggist upp erlendis, fremur en á Íslandi. Á þessu verða yfirvöld menntamála að átta sig og grípa til ráða sem duga. Þessu tengjast tillögur SA um að stórefla tengsl skóla og atvinnulífs, meðal annars með því að fyrirtækin sýni meira frumkvæði og verði öflugri í því að kynna sig fyrir nemendum á öllum skólastigum. Það mun áreiðanlega skila árangri að fyrirtæki og samtök þeirra kynni mun fyrr en tíðkazt hefur spennandi framtíðarstörf, sem ungt fólk getur tekið stefnuna á og valið sér nám samkvæmt því. Þá þurfa skólarnir líka að standa klárir á því hvers konar nám hentar þörfum atvinnulífsins. Þeir þurfa að líta svo á að þeir hafi tvo hópa viðskiptavina; annars vegar fyrirtækin í landinu, hins vegar nemendur og eftir atvikum foreldra þeirra. Ef skólakerfið svarar ekki þörfum atvinnulífsins kemur það niður á framtíðarlífskjörum Íslendinga. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Samtök atvinnulífsins birtu í gær athyglisverðar tillögur undir yfirskriftinni „Uppfærum Ísland". Þar er horft til þess hvernig hægt sé að skapa atvinnulífinu sem ákjósanlegust framtíðarskilyrði og rík áherzla lögð á samspil menntakerfisins og fyrirtækjareksturs í landinu. Ein megintillagan er að stytta grunn- og framhaldsskólann þannig að nemendur útskrifist tveimur árum fyrr en nú er. Því miður hefur ekki tekizt að breyta því að íslenzk ungmenni ljúka framhaldsskóla einu til tveimur árum síðar en gerist í nágrannalöndunum og koma fyrir vikið síðar út á vinnumarkaðinn. Síðasta tilraun til kerfisbreytingar var vanhugsuð og skilaði ekki tilætluðum árangri. SA benda á að í nýjum framhaldsskólalögum séu tækifæri til breytinga. Þau eru hins vegar vannýtt; möguleikar til sveigjanlegra skila grunn- og framhaldsskóla, til dæmis með því að grunnskólanemar taki framhaldsskólaáfanga í fjarnámi, hafa ekki verið nýttir sem skyldi vegna fjárskorts og þróunin í raun verið í ranga átt síðustu ár. Eigi að ná markmiðinu um að fólk útskrifist úr framhaldsskóla átján ára, verður að horfa bæði á framhalds- og grunnskólann. Því miður er það svo að tíminn er verr nýttur í grunnskólum en framhaldsskólum. Á undanförnum áratugum hefur heilt ár bætzt við grunnskólann og skólaárið þar að auki verið lengt umtalsvert án þess að það hafi skilað sér í því að fólk kunni meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Það þarf því að hrista rækilega upp í skólakerfinu til að ná þessu markmiði. Önnur megináherzla SA er á að kennsla í raun- og tæknigreinum verði efld. Allar rannsóknir og samanburður sýna að þar stöndum við nágrannalöndunum langt að baki. Í einum helzta vaxtarsprota atvinnulífsins, hátækniiðnaði, er „æpandi eftirspurn eftir starfsfólki sem hefur aflað sér raungreina- og tæknimenntunar á háskólastigi" eins og segir í tillögum SA. Menntakerfið annar ekki þessari eftirspurn og það hefur þá hættu í för með sér að fyrirtækin sem orðin eru til og eiga eftir að verða til í þessum geira byggist upp erlendis, fremur en á Íslandi. Á þessu verða yfirvöld menntamála að átta sig og grípa til ráða sem duga. Þessu tengjast tillögur SA um að stórefla tengsl skóla og atvinnulífs, meðal annars með því að fyrirtækin sýni meira frumkvæði og verði öflugri í því að kynna sig fyrir nemendum á öllum skólastigum. Það mun áreiðanlega skila árangri að fyrirtæki og samtök þeirra kynni mun fyrr en tíðkazt hefur spennandi framtíðarstörf, sem ungt fólk getur tekið stefnuna á og valið sér nám samkvæmt því. Þá þurfa skólarnir líka að standa klárir á því hvers konar nám hentar þörfum atvinnulífsins. Þeir þurfa að líta svo á að þeir hafi tvo hópa viðskiptavina; annars vegar fyrirtækin í landinu, hins vegar nemendur og eftir atvikum foreldra þeirra. Ef skólakerfið svarar ekki þörfum atvinnulífsins kemur það niður á framtíðarlífskjörum Íslendinga. Svo einfalt er það.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun