NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Á­horf­andi sló leik­mann og missti af ó­trú­legri endur­komu

Aðdáandi Buffalo Bills lenti í áflogum við DeAndre Hopkins og Lamar Jackson, leikmenn Baltimore Ravens, og var vísað úr stúkunni undir lok fjórða leikhluta í gærkvöldi. Þar með missti hann af hreint ótrúlegri endurkomu Buffalo Bills í fjórða leikhluta, eða varð mögulega valdur að henni.

Sport

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tom Brady steyptur í brons

Tom Brady, sem talinn er vera besti leikmaður fyrr og síðar í amerískum fótbolta, var sýndur mikill heiður áður áður en æfingaleikur New England Patriots og Washington Commanders var spilaður í gærkvöldi. Patriots sýndu þá brons styttu af kappanum sem þakklætisvott fyrir afrek hans á vellinum.

Sport
Fréttamynd

„Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“

Einn litríkasti leikmaðurinn og þjálfarinn í sögu ameríska fótboltans hefur komið fram og sagt frá harðri baráttu sinni við krabbamein. Hann fagnaði sigri í þeirri baráttu og ætlar líka að eyða skömminni.

Sport
Fréttamynd

Borgar­stjórinn forðast að ræða hótanir Trumps

Bygging nýs og glæsilegs íþróttaleikvangs í hjarta Washington D.C. er í uppnámi þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað að koma í veg fyrir framkvæmdina ef NFL-lið borgarinnar skiptir ekki aftur um nafn.

Sport
Fréttamynd

Settur í bann fyrir að hjálpa fá­tækum krökkum

Teddy Bridgewater er fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni sem kom sér í vandræði í þjálfarstarfinu í hans gamla gagnfræðisskóla. Það finnst hins vegar mörgum dapurt að honum sé refsað fyrir að hjálpa krökkum í neyð.

Sport
Fréttamynd

Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ung­menni

Khalen Saunders, sem leikur með New Orleans Saints í NFL deildinni, stóð um helgina fyrir fótboltabúðum fyrir hinsegin ungmenni en þetta var í fyrsta sinn sem spilandi leikmaður í deildinni stendur fyrir slíkum búðum.

Sport