Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja

Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum.

Innlent
Fréttamynd

Kauphegðunin breytist hratt

Formaður Neytendasamtakanna segir vanta rannsóknir á netverslun Íslendinga og vill stórefla neytendarannsóknir. Mikill fjöldi mála kemur á borð samtakanna vegna þjónustukaupa á netinu. Ný Evrópureglugerð mikil búbót fyrir þann sífellt stækkandi hóp sem kýs að versla á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Neytendasamtökin skera upp herör gegn smálánastarfsemi

Neytendasamtökin hafa sent inn umsögn um fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðuneytisins um til breytingar á lögum til að taka á ólöglegri smálánastarfsemi. Formaður samtakanna segir þau hafa skorið upp herör gegn smálánastarfsemi undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Neytendur fylgist með verðbreytingum

Algengasti munur á hæsta og lægsta verði á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla er á bilinu 20 til 30 prósent samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnunina síðastliðinn fimmtudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir ástæðulaust að örvænta

Framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar segir að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaði kunni að verða til þess að þeir hafi erindi sem erfiði mest. Frá ársbyrjun 2018 hafa 29 nýir staðir verið opnaðir í miðbænum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gamall talsmaður auðmanna?

Í grein sinni "Nýi talsmaður kjötinnflytjenda”á Vísir.is þann 9. ágúst sl. segist Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, hafa hlustað á "kostulegt“ viðtal við undirritaðan á Bylgjunni.

Skoðun
Fréttamynd

Lágmörkum kolefnissporin

Í sumar hef ég notið þess að hann Kristmundur garðyrkjubóndi, sem er með sína framleiðslu nánast á móti mínu húsi, setti upp verslun á sínum afurðum úti á götu.

Skoðun
Fréttamynd

Lambakjötsöryggi

Nýverið stefndi hér á landi í æði yfirgripsmikla og djúpa krísu þegar upplýst var að lambahryggir væru mögulega að klárast í búðum og landið yrði þar með lambahryggjalaust.

Skoðun
Fréttamynd

Nýi talsmaður kjötinnflytjenda

Sigmar Vilhjálmsson, nýráðinn talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, var í dálítið kostulegu viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið gekk út á það hvað innflutningur á svína- og alifuglakjöti væri varasamur.

Skoðun
Fréttamynd

Sumartengdar vörur rokseljast í blíðunni

Sala árstíðabundinna vara hefur margfaldast í sumar miðað við sumarið í fyrra, sala þeirra hefur aldrei verið meiri. Vörur sem nýtast til vökvunar hafa selst upp og veðurfarið virðist hafa jákvæð áhrif á framkvæmdagleði fólks.

Innlent