Þetta kemur fram í tilkynningu frá Endurvinnslunni. Segir að skilagjald hafi frá stofnun skilakerfisins árið 1989 fylgt vísitölu og sé verið að fylgja þeirri reglu með þessari hækkun.
„Landsmenn hafa verið afar duglegir að skila flöskum og dósum og eru skil í skilakerfi nú með þeim allra bestu í heiminum eða um 92%. Frábær árangur.
Umhverfisávinningur af þessari endurvinnslu er ígildi kolefnislosunar sem nemur um 61 milljón km akstri meðalbifreiðar á ári,“ segir í tilkynningunni þar sem vísað er í tölum frá EFLU verkfræðistofu.