Saunders þjálfar Austurliðið Í gær varð ljóst að Flip Saunders, þjálfari Detroit Pistons, muni þjálfa lið Austurdeildarinnar í stjörnuleiknum árlega sem fram fer í Houston þann 19. febrúar. Sá þjálfari sem náð hefur bestum árangri þann 5. febrúar í hvorri deild fyrir sig, stýrir viðkomandi liði, en eftir að Detroit vann og Cleveland tapaði í gærkvöld, varð ljóst að ekkert lið getur komist upp fyrir Detroit á þeim tíma. Sport 19. janúar 2006 22:30
Hljóp upp í áhorfendastæði til varnar eiginkonu sinni Furðulegt atvik átti sér stað í leik Chicago Bulls og New York Knicks í NBA deildinni í nótt, þegar Antonio Davis hjá New York spratt skyndilega upp í áhorfendastæðin í átt til konu sinnar af ótta við að maður væri að ógna henni. Sport 19. janúar 2006 16:25
Detroit valtaði yfir Atlanta Efsta lið NBA deildarinnar, Detroit Pistons var ekki í vandræðum með Atlanta Hawks á útivelli í nótt og sigraði 117-89. Chauncey Billups skoraði 23 stig í jöfnu liði Detroit, en Al Harrington skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Detroit hefur unnið 31 leik og tapað aðeins 5 í vetur. Sport 19. janúar 2006 14:29
Houston - Dallas í beinni Í kvöld verður á dagskrá Texasslagur á NBA TV á Digital Ísland, þegar Houston Rockets tekur á móti Dallas Mavericks. Það eina sem þessi lið eiga sameiginlegt í dag er að vera frá Texas, því gengi þeirra hefur verið gjörólíkt í vetur. Leikurinn hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti. Sport 18. janúar 2006 22:37
Stórleikur Kirilenko of mikið fyrir Toronto Utah Jazz vann sannfærandi sigur á Toronto Raptors í NBA deildinni í nótt 111-98, þar sem Andrei Kirilenko náði fyrstu þreföldu tvennu sinni á ferlinum þegar hann skoraði 18 stig, hirti 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann varði auk þess 4 skot og stal 3 boltum í leiknum. Sport 18. janúar 2006 13:47
Utah - Toronto í beinni Það verður áhugaverður leikur á dagskrá á NBA TV á Digital Ísland í nótt, en þar verða á ferðinni lið Utah Jazz og Toronto Raptors. Bæði þessi lið hafa komið mikið á óvart að undanförnu og verið á góðu skriði eftir dapra byrjun í haust. Leikurinn byrjar klukkan 2 í nótt. Sport 17. janúar 2006 22:51
Francis leystur úr banni Bakvörðurinn Steve Francis hefur nú fengið leyfi forráðamanna Orlando Magic til að byrja að æfa með liðinu á ný eftir að hafa verið í banni í þrjá daga fyrir agabrot. Francis neitaði að fara inná völlinn í lokin á löngu töpuðum leik í síðustu viku og var fyrir vikið settur í bann. Hann fór í ferðalag til að hreinsa til í höfðinu á sér og hefur nú lofað að bæta ráð sitt. Sport 17. janúar 2006 17:30
Fór að ráðum Russell og rétti út sáttarhönd Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár. Sport 17. janúar 2006 14:45
Lagði Boston næsta auðveldlega Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í gær þegar liðið mætti Boston Celtics í fyrrinótt. Lið Boston reyndist vera lítil fyrirstaða og unnu Pistons sanngjarnan sigur 94-84. Sport 17. janúar 2006 12:30
Kobe og Shaq mætast á ný Það verður enginn smá leikur á dagskrá á NBA TV í beinni útsendingu í nótt, en þar mætast LA Lakers og Miami Heat í síðari leik sínum á tímabilinu eftir að Miami vann uppgjör liðanna á jóladag. Þó mikið hafi verið gert úr einvígi hinna fornu fjenda og fyrrum félaga, Kobe Bryant og Shaquille O´Neal, er ekki víst að mesta andúðin í kvöld verði þeirra á milli. Leikurinn hefst klukkan 03:30 í nótt. Sport 16. janúar 2006 19:30
Toronto stöðvaði sigurgöngu New York Lið Toronto Raptors stöðvaði í nótt sex leikja sigurgöngu New York Knicks með 129-103 sigri á heimavelli sínum í Kanada. New York var fyrir leikinn eina taplausa liðið í NBA á árinu, en 31 stig frá Jalen Rose áttu stóran þátt í þessum sigri, sem jafnframt bauð upp á mesta stigaskor í sögu Toronto liðsins. Eddy Curry skoraði 20 stig fyrir New York og Stephon Marbury var með 18 stig og 13 stoðsendingar. Sport 16. janúar 2006 13:53
James með 46 stig í tapleik Cleveland Hinn tvítugi LeBron James skoraði 46 stig fyrir Cleveland Caveliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þrátt fyrir það tapaði Cleveland fyrir Phoenix, 115-106. Þá skoraði Kobe Bryant 38 stig fyrir Los Angeles Lakers sem unnu Golden State Warriors 110-104. Sport 15. janúar 2006 08:00
Indiana - Washington í beinni Leikur Indiana Pacers og Washington Wizards verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst klukkan tólf á miðnætti. Indiana hefur unnið 19 leiki og tapað 14, en Washington hefur unnið 14 og tapað 19. Bæði lið unnu stórsigra í síðasta leik sínum, Indiana valtaði yfir Milwaukee 112-88 og Washington sigraði Atlanta 103-72. Sport 13. janúar 2006 20:49
Hætt við að skipta á Artest og Maggette Orðrómurinn sem hefur verið á kreiki síðustu daga um að Indiana Pacers og LA Clippers hafi ætlað að skiptast á leikmönnum var staðfestur í nótt, þegar í ljós kom að Indiana bakkaði út úr því að fá hinn meidda Corey Maggette í skiptum fyrir vandræðagemlinginn Ron Artest. Sport 13. janúar 2006 15:15
Detroit vann auðveldan sigur á meisturunum Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu annan sannfærandi sigurinn í röð á meisturum San Antonio, nú á útivelli 83-68. Detroit hefur því unnið báða leiki liðanna í vetur og hélt San Antonio í lægsta stigaskori sínu til þessa á leiktíðinni. Sport 13. janúar 2006 13:35
Lakers - Cleveland í beinni Þrír stórleikir verða á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Viðureign LA Lakers og Cleveland Cavaliers verður í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland, en þar mætast tveir af stigahæstu leikmönnum deildarinnar, Kobe Bryant og LeBron James. Leikurinn hefst klukkan hálf fjögur í nótt. Sport 12. janúar 2006 21:44
Fer Ron Artest til Los Angeles? Al Harrington, leikmaður Atlanta Hawks og fyrrum leikmaður Indiana Pacers, sagði í samtali við Indanapolis Star að hann hefði heimildir fyrir því að Indiana og Los Angeles Clippers væru að komast að samkomulagi um að skipta á Artest og Corey Maggette á allra næstu dögum. Sport 12. janúar 2006 21:00
Dansarar Detroit þykja djarfir Dagatal sem gefið var út af klappstýrum Detroit Pistons um jólin hefur heldur betur farið fyrir brjóstið á ákveðnum hópi fólks, sem þótti dagatalið heldur ósiðlegt. Hópur kristinna manna hefur nú vakið athygli á því að dagatalið, sem gefur að líta myndir af klappstýrunum í efnislitlum sundfötum, særi blygðunarkennd fólks og sé ekki sæmandi körfuboltaliði sem nýtur stuðnings fjölskyldufólks. Sport 12. janúar 2006 17:53
Iverson skoraði 46 stig í tapi Allen Iverson skoraði 46 stig fyrir lið sitt Philadelphia í nótt, en það dugði ekki til sigurs gegn Utah Jazz sem hafði betur 110-102. Þetta var 8. sigur Utah í síðustu 9 leikjum. Varnarleikur Philadelphia var sem fyrr skelfilegur og kostaði liðið sigur, en Utah var með um 70% skotnýtingu í síðari hálfleiknum. Mehmet Okur skoraði 25 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Utah. Sport 12. janúar 2006 13:31
Aftur tapar Phoenix í þriðju framlengingu Denver Nuggets lagði Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt 139-137 eftir þrjár framlengingar. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Phoenix lendir í þremur framlengingum og tapar. Carmelo Anthony skoraði 43 stig fyrir Denver og þar á meðal sigurkörfuna í lokin. Raja Bell var stigahæstur hjá Phoenix með 30 stig. Sport 11. janúar 2006 13:45
McGrady meiddur Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets, mun missa af í það minnsta tveimur leikjum með liði sínu eftir að hann var fluttur á sjúkrahús með mikla bakverki eftir leik Houston og Denver á sunnudagskvöldið. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Houston sem er einnig án Yao Ming vegna meiðsla. Sport 10. janúar 2006 20:45
Nash og James leikmenn vikunnar Steve Nash, leikmaður Phoenix Suns og Mike James hjá Toronto Raptors voru hafa verið útnefndir leikmenn vikunnar í Vestur- og Austurdeildinni í NBA. James stýrði liði Toronto til þriggja sigra í fjórum leikjum og skoraði 25 að meðaltali í leik og gaf sjö stoðsendingar. Nash skoraði 21 stig að meðaltali í leik og gaf 14,3 stoðsendingar í þremur sigrum Phoenix í fjórum leikjum. Sport 10. janúar 2006 19:00
Bryant jafnaði 40 ára gamalt met Chamberlain Kobe Bryant skoraði í nótt 45 stig í sigri LA Lakers á Indiana 96-90, en þetta var í fyrsta sinn síðan árið 1964 sem leikmaður skorar 45 stig eða meira, fjóra leiki í röð. Wilt Chamberlain var síðasti maðurinn til að ná því afreki, en Michael Jordan skoraði 45 stig eða meira þrjá leiki í röð árið 1990. Sport 10. janúar 2006 07:23
Carter tryggði Nets 10. sigurinn í röð Vince Carter fór illa með sína gömlu félaga í Toronto Raptors í nótt þegar hann skoraði sigurkörfu New Jersey Nets með ævintýralegu þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall. New Jersey sigraði 105-104 og var þetta 10. sigurleikur liðsins í röð. Carter skoraði 42 stig og hirti 10 fráköst í leiknum og Jason Kidd skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar. Sport 9. janúar 2006 14:22
Bryant skoraði 50 stig Kobe Bryant er heldur betur í stuði þessa dagana og í nótt skoraði hann 50 stig fyrir LA Lakers í sigri liðsins á grönnum sínum í LA Clippers 112-109. Bryant hefur því skorað að meðaltali 49 stig í síðustu tveimur leikjum liðsins og í nótt hirti hann auk þess 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Sport 8. janúar 2006 14:36
Phoenix burstaði Miami Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA. Sport 7. janúar 2006 14:09
Hornets spila þrjá leiki í New Orleans Forráðamenn New Orleans/Oklahoma City Hornets-liðsins í NBA deildinni hafa nú tilkynnt að liðið muni spila þrjá heimaleiki í New Orleans í vor sökum þess hve vel uppbygging í borginni gengur eftir að fellibylurinn Katrín reið þar yfir á sínum tíma. Sport 6. janúar 2006 19:00
McGrady vann einvígið við James Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady og LeBron James háðu mikið einvígi þegar Houston vann góðan útisigur á Cleveland 90-81 og svo virðist sem Cleveland sakni Larry Hughes mikið, en hann verður frá í allt að tvo mánuði vegna fingurbrots. Cleveland hafði verið á mikilli sigurgöngu fyrir leikinn, en náði ekki að leggja meiðslum hrjáð lið Houston. Sport 6. janúar 2006 13:45
LeBron James með stórleik LeBron James átti stjörnuleik þegar lið hans Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Milwaukee Bucks í NBA deildinni í nótt 91-84. James skoraði 32 stig, þar af 17 í fjórða leikhluta, hirti 11 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Liðið varð þó fyrir áfalli í leiknum, því Larry Hughes fingurbrotnaði og verður frá í 6-8 vikur. Michael Redd var atkvæðamestur hjá Milwaukee með 28 stig. Sport 5. janúar 2006 07:45
Fimmta tap Lakers í röð LA Lakers tapaði fimmta leik sínum í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Utah Jazz, en þetta var síðari leikurinn sem Kobe Bryant þurfti að taka út leikbann fyrir olnbogaskot í leik á dögunum. Utah sigraði 90-80. Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, gaf 9 stoðsendingar, hirti 8 fráköst, varði 7 skot og stal 6 boltum. Lamar Odom skoraði 25 stig fyrir Lakers. Sport 4. janúar 2006 14:28
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti