Jason Terry fór á kostum í sigri Dallas 9. júní 2006 05:21 Jason Terry er skemmtikraftur af bestu sort og fór á kostum í nótt. Hann skoraði 32 stig, þar af fjóra þrista. AFP Dallas Mavericks hefur náð 1-0 gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA eftir 90-80 sigur á heimavelli sínum í nótt. Hinn frábæri Jason Terry varpaði skugga á stórstjörnurnar í gær þegar hann skoraði 32 stig og var maðurinn á bak við sigur Dallas. Miami byrjaði mun betur í leiknum og hafði yfir allt þar til á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins þegar Dirk Nowitzki kom Dallas yfir með skoti um leið og flautan gall. Nowitzki náði sér ekki á strik í sóknarleiknum frekar en Josh Howard, en þeir félagar hittu aðeins úr 7 af 28 skotum sínum. Jason Terry hitti hinsvegar úr 13 af 18 skotum sínum. Dwayne Wade er enn ekki búinn að ná sér af vírus sem hann fékk á dögunum, en hann var engu að síður stigahæstur í liði Miami með 28 stig og tvö þeirra komu eftir tilþrif leiksins þar sem hann tróð boltanum með tilþrifum yfir Erick Dampier. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hitti mjög vel utan af velli - en var aftur skelfilegur á vítalínunni þar sem hann hitti 1 af 9 skotum. "Þetta var bara einn leikur og engin sería vinnst á einum leik," sagði Jason Terry brattur eftir leikinn og Avery Johnson þjálfari Dallas var sömuleiðis með báða fætur á jörðinni. "Þetta var bara einn leikur og þó við séum vissulega ánægðir að klára hann, vitum við að bæði liðin eiga mikið inni. Það á mikið eftir að gerast áður en þetta einvígi klárast." Stig Dallas: Jason Terry 32, Dirk Nowitzki 16 (10 frák), Jerry Stackhouse 13, Josh Howard 10 (12 frák). Stig Miami: Dwayne Wade 28, Shaquille O´Neal 17, Antoine Walker 17, Jason Williams 12. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
Dallas Mavericks hefur náð 1-0 gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA eftir 90-80 sigur á heimavelli sínum í nótt. Hinn frábæri Jason Terry varpaði skugga á stórstjörnurnar í gær þegar hann skoraði 32 stig og var maðurinn á bak við sigur Dallas. Miami byrjaði mun betur í leiknum og hafði yfir allt þar til á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins þegar Dirk Nowitzki kom Dallas yfir með skoti um leið og flautan gall. Nowitzki náði sér ekki á strik í sóknarleiknum frekar en Josh Howard, en þeir félagar hittu aðeins úr 7 af 28 skotum sínum. Jason Terry hitti hinsvegar úr 13 af 18 skotum sínum. Dwayne Wade er enn ekki búinn að ná sér af vírus sem hann fékk á dögunum, en hann var engu að síður stigahæstur í liði Miami með 28 stig og tvö þeirra komu eftir tilþrif leiksins þar sem hann tróð boltanum með tilþrifum yfir Erick Dampier. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hitti mjög vel utan af velli - en var aftur skelfilegur á vítalínunni þar sem hann hitti 1 af 9 skotum. "Þetta var bara einn leikur og engin sería vinnst á einum leik," sagði Jason Terry brattur eftir leikinn og Avery Johnson þjálfari Dallas var sömuleiðis með báða fætur á jörðinni. "Þetta var bara einn leikur og þó við séum vissulega ánægðir að klára hann, vitum við að bæði liðin eiga mikið inni. Það á mikið eftir að gerast áður en þetta einvígi klárast." Stig Dallas: Jason Terry 32, Dirk Nowitzki 16 (10 frák), Jerry Stackhouse 13, Josh Howard 10 (12 frák). Stig Miami: Dwayne Wade 28, Shaquille O´Neal 17, Antoine Walker 17, Jason Williams 12.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira