Miami Heat NBA-meistari í fyrsta sinn 21. júní 2006 05:30 Dwyane Wade, Pat Riley þjálfari og Shaquille O´Neal fagna hér meistaratitlinum í nótt. Riley vann sinn fimmta á ferlinum sem þjálfari, O´Neal sinn fjórða sem leikmaður - en Wade sinn fyrsta NordicPhotos/GettyImages Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi. Útlitið var ekki bjart fyrir Miami eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í Dallas, en liðið vann eftir það næstu fjóra og landaði titlinum í Dallas í nótt. Wade var stigahæsti maður vallarins sem fyrr og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 9 stig, en það skipti engu máli í gær frekar en fyrr - því Miami er sannarlega liðið hans Dwyane Wade. Þessi frábæri leikmaður er nú heldur betur búinn að stimpla sig inn sem einn allra besti leikmaður heimsins og hefur unnið sinn fyrsta titil eftir þrjú ár í deildinni. Dallas hafði yfir í byrjun leiks í nótt, en náði aldrei að hrista af sér ákveðna gestina. Leikurinn var mjög fjörlegur í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tók taugastríðið við og bæði lið voru fjarri sínu besta. Rétt eins og áður í einvíginu var það þó snillingurinn Dwyane Wade sem gerði gæfumuninn, en ekki má þó gleyma framlagi þeirra Udonis Haslem og Alonzo Mourning. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, en var þó í raun nokkuð frá sínum besta leik eins og í síðustu leikjum. "Það eina sem ég er búinn að vera að reyna að gera í þessu einvígi er að sanna fyrir fólki að það hafi haft rangt fyrir sér," sagði Dwyane Wade eftir leikinn. "Fólk var að segja að ég gæti ekki skotið utan af velli - svo ég sýndi að ég gæti skotið utan af velli. Svo var sagt að ég gæti ekki spilað - og ég sýndi þeim að ég gæti spilað. Þetta er samt ekki spurning um að ég hafi sett strákana á bakið á mér og borið þá að þessum titli. Við fimmtán manna lið og gerðum þetta saman," sagði Wade og þakkaði öðrum fremur Guði almáttugum fyrir sigurinn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi. Útlitið var ekki bjart fyrir Miami eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í Dallas, en liðið vann eftir það næstu fjóra og landaði titlinum í Dallas í nótt. Wade var stigahæsti maður vallarins sem fyrr og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 9 stig, en það skipti engu máli í gær frekar en fyrr - því Miami er sannarlega liðið hans Dwyane Wade. Þessi frábæri leikmaður er nú heldur betur búinn að stimpla sig inn sem einn allra besti leikmaður heimsins og hefur unnið sinn fyrsta titil eftir þrjú ár í deildinni. Dallas hafði yfir í byrjun leiks í nótt, en náði aldrei að hrista af sér ákveðna gestina. Leikurinn var mjög fjörlegur í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tók taugastríðið við og bæði lið voru fjarri sínu besta. Rétt eins og áður í einvíginu var það þó snillingurinn Dwyane Wade sem gerði gæfumuninn, en ekki má þó gleyma framlagi þeirra Udonis Haslem og Alonzo Mourning. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, en var þó í raun nokkuð frá sínum besta leik eins og í síðustu leikjum. "Það eina sem ég er búinn að vera að reyna að gera í þessu einvígi er að sanna fyrir fólki að það hafi haft rangt fyrir sér," sagði Dwyane Wade eftir leikinn. "Fólk var að segja að ég gæti ekki skotið utan af velli - svo ég sýndi að ég gæti skotið utan af velli. Svo var sagt að ég gæti ekki spilað - og ég sýndi þeim að ég gæti spilað. Þetta er samt ekki spurning um að ég hafi sett strákana á bakið á mér og borið þá að þessum titli. Við fimmtán manna lið og gerðum þetta saman," sagði Wade og þakkaði öðrum fremur Guði almáttugum fyrir sigurinn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira