Dallas valtaði yfir Miami 12. júní 2006 05:41 Avery Johnson stýrir liði Dallas eins og herforingi AFP Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. Jafnræði var með liðnunum fram undir lok annars leikhluta, en Jerry Stackhouse breytti stöðunni úr 40-34 í 50-34 fyrir Dallas með ótrúlegri skotrispu. Hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á þessum kafla og heimamenn því skyndilega komnir í þægilega stöðu. Forysta Dallas jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og fór hátt í 30 stigin á kafla. Miami náði að bjarga andlitinu í lokin þegar úrslitin voru löngu ráðin, en liðið er komið í vond mál og er undir 2-0 í einvíginu. Shaquille O´Neal átti sinn lélegasta leik í úrslitakeppni á ferlinum og skoraði aðeins 5 stig. Dwayne Wade skoraði 23 stig fyrir Miami, en náði sér heldur aldrei á strik. Antoine Walker skoraði 20 stig. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst í liði Dallas, Jerry Stackhouse skoraði 19 stig af bekknum og hitti 4 af 5 þristum sínum, Jason Terry skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Josh Howard skoraði 15 stig. Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Dallas, en næstu þrír verða nú spilaðir í Miami. Ef með þarf fara svo síðustu tveir leikirnir fram í Dallas. Það verður að öllum líkindum allt annað Miami-lið sem stígur inn á völlinn á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið og er einvígið fjarri því að vera búið. Það verður þó að segjast eins og er, að Dallas-liðið er komið í ágæta stöðu og varði heimavöll sinn vel í fyrstu tveimur leikjunum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. Jafnræði var með liðnunum fram undir lok annars leikhluta, en Jerry Stackhouse breytti stöðunni úr 40-34 í 50-34 fyrir Dallas með ótrúlegri skotrispu. Hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á þessum kafla og heimamenn því skyndilega komnir í þægilega stöðu. Forysta Dallas jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og fór hátt í 30 stigin á kafla. Miami náði að bjarga andlitinu í lokin þegar úrslitin voru löngu ráðin, en liðið er komið í vond mál og er undir 2-0 í einvíginu. Shaquille O´Neal átti sinn lélegasta leik í úrslitakeppni á ferlinum og skoraði aðeins 5 stig. Dwayne Wade skoraði 23 stig fyrir Miami, en náði sér heldur aldrei á strik. Antoine Walker skoraði 20 stig. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst í liði Dallas, Jerry Stackhouse skoraði 19 stig af bekknum og hitti 4 af 5 þristum sínum, Jason Terry skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Josh Howard skoraði 15 stig. Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Dallas, en næstu þrír verða nú spilaðir í Miami. Ef með þarf fara svo síðustu tveir leikirnir fram í Dallas. Það verður að öllum líkindum allt annað Miami-lið sem stígur inn á völlinn á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið og er einvígið fjarri því að vera búið. Það verður þó að segjast eins og er, að Dallas-liðið er komið í ágæta stöðu og varði heimavöll sinn vel í fyrstu tveimur leikjunum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira