NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Chicago vann Lakers og Miami búið að vinna sjö í röð

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls vann sigur á meisturum Los Angeles Lakers, Miami vann sinn sjöunda leik í röð og það gerði New York Knicks líka. San Antonio Spurs heldur áfram að vinna en það gengur ekkert hjá Orlando Magic þessa daganna. Maður næturinnar var þó George Karl sem stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Dallas og Boston héldu sigurgöngum sínum áfram

Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Átta sigrar í röð hjá Boston - sex sigrar í röð hjá Miami

Boston Celtics og Miami Heat héldu áfram sigurgöngum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Derek Fisher tryggði Los Angeles Lakers dramatískan eins stigs sigur á nágrönnunum í Clippers um leið og leiktíminn rann út. San Antonio Spurs vann 18. sigur sinn í 21 leik á tímabilinu og New York Knicks er búið að vinna sex leiki í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Dallas vann sinn tíunda leik í röð

Dallas Mavericks er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda leik í röð í nótt. Los Angeles Lakers vann Washington Wizards, Portland Trail Blazers skellti Phoenix Suns og þá blómstrar Atlanta Hawks án síns besta leikmanns.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýjasta gælunafn O´Neal: Shaq-a-Claus

Það eru fáir betri því að stela sviðsljósinu en NBA-körfuboltamaðurinn Shaquille O'Neal sem hefur byrjað frábærlega með Boston Celtics í vetur. Shaquille hefur brugðið sér í allra kvikinda líka á löngum og farsælum ferli og nú ætlar hann að gleðja unga Boston-búa fyrir jólin.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Fimmti sigur Miami-liðsins í röð

Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron segist enn vera vinur Gibson

Það var mikill hiti í mönnum þegar LeBron James heimsótti sinn gamla heimavöll síðasta fimmtudag. Nokkuð var látið með það hvernig James kom fram við sína gömlu félaga á bekknum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers aftur á sigurbraut

Fjögurra leikja taphrinu LA Lakers lauk í nótt þegar Lakers hreinlega pakkaði Sacramento saman. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð á Sactramento.

Körfubolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Cleveland létu LeBron James heyra það - myndband

LeBron James, leikmaður Miami Heat, var aðalfréttaefnið í NBA deildinni í gær þegar hann fór í fyrsta sinn á gamla heimavöllinn í Cleveland eftir umdeild félagaskipti hans s.l. sumar. Í myndbandinu fyrir er samantekt frá leiknum í gær þegar LeBron James kom inn á keppnisvöllinn og sjón er sögu ríkari.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron lét baulið ekki trufla sig og fór á kostum

Það var allt á suðupunkti í Cleveland í nótt þegar LeBron James snéri aftur til Cleveland í búningi Miami Heat. Áhorfendur létu öllum illum látum í garð leikmannsins en hann svaraði fyrir sig með stórleik á vellinum og gekk í burtu sem sigurvegari.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Miami aftur á sigurbraut

LeBron James og félagar í Miami Heat komust aftur á sigurbraut í nótt er þeir tóku á móti Washington Wizards. LeBron skoraði 30 stig, Dwyane Wade 26 og Chris Bosh var með 20.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers búið að tapa tveim leikjum í röð

Indiana Pacers er á fínni siglingu í NBA-deildinni þessa dagana en liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir hafa ekki verið auðveldir því Pacers skellti Miami um daginn og svo meisturum LA Lakers í nótt og það í Staples Center.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant þakkar Michael Jackson fyrir góð ráð

Kobe Bryant hefur nú viðurkennt að einn af mentorum hans, þegar hann var ungur leikmaður að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni, hafi verið enginn annar en Konungur popsins, Michael Jackson. Jackson sá sjálfan sig í Kobe Bryant og vildi veita honum góð ráð sem Kobe segir nú hafa reynst sér vel.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Enn tapar Miami

Miami Heat tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, í þetta sinn fyrir grönnum sínum í Orlando Magic, 104-95.

Körfubolti