NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Staðan í NBA deildinni – San Antonio og Oklahoma eru hnífjöfn

Tímabilið í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum fer vel af stað og hafa mörg lið komið á óvart. Gengi New York Knicks í Austurdeildinni hefur vakið athygli en liðið er í efsta sæti með 75% vinningshlutfall en meistaralið Miami Heat fylgir þar fast á eftir. Í Vesturdeildinni hefur slakt gengi LA Lakers komið á óvart en liðið er í 12. sæti af alls 15 liðum í Vesturdeildinni. Hið þaulreynda lið San Antonio Spurs er í efsta sæti ásamt Oklahoma City Thunder í Vesturdeildinni en bæði lið eru með 81% vinningshlutfall.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Taphrina Lakers heldur áfram - New York ósigrandi

Taphrina Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta heldur áfram en í nótt tapaði liðið gegn Utah 110 – 117 þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 34 stig fyrir heimamenn. Sigurganga New York Knicks heldur áfram á heimavelli en liðið hefur enn ekki tapað leik í vetur á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Bulls stöðvaði sigurgöngu Knicks

Liðsheildin var gríðarlega sterk hjá Chicago Bulls í nótt er liðið lagði NY Knicks af velli. Marco Belinelli og Luol Deng skoruðu báðir 22 stig og þrír aðrir leikmenn skoruðu yfir tíu stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Oklahoma í stuði gegn Lakers

Oklahoma City Thunder vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er þess utan búið að vinna fimmtán af síðustu sautján leikjum sínum. LA Lakers var engin fyrirstaða í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: New York gjörsigraði meistaralið Miami Heat

New York Knicks er á góðri siglingu í NBA deildinni í körfuknattleik. Liðið gjörsigraði meistaralið Miami Heat í nótt, 112-92, á heimavelli Miami. New York landaði sigrinum þrátt fyrir að vera án stigahæsta leikmanns liðsins, Carmelo Anthony sem er meiddur á fingri. New York hefur unnið 14 leiki og tapað 4 á þessari leiktíð og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant í metabækurnar

Kobe Bryant náði merkum áfanga í NBA-deildinni í fyrrakvöld þegar hann skoraði sitt 30.000 stig í deildinni frá upphafi. Bryant, sem er 34 ára gamall, er sá yngsti sem kemst yfir 30.000 stig í sterkustu körfuboltadeild heims.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant er sá yngsti sem nær 30.000 stigum í NBA deildinni

Kobe Bryant náði sögulegum áfanga í nótt þegar hann skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í NBA deildinni. Bryant hefur ávallt leikið fyrir LA Lakers frá því hann kom inn í deildina árið 1996. Bryant er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær því að skora fleiri en 30.000 stig á ferlinum en hinn 34 ára gamli bakvörður er sá yngsti af þeim fjórum sem hafa komist yfir 30.000 stigin.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Kobe Bryant náði sögulegum áfanga

Kobe Bryant skoraði 29 stig í 103-87 sigri LA Lakers gegn New Orleans á útivelli í NBA deildinni í körfubolta. Bryant skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í leiknum en aðeins fimm leikmenn í sögu NBA hafa náð þeim árangri. Með sigrinum lauk tveggja leikja taphrinu Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Býflugurnar í New Orleans að breytast í Pelíkana

NBA-körfuboltaliðið New Orleans Hornets ætlar að breyta gælunafni félagsins fyrir næsta tímabil ef marka heimildir Yahoo. Býflugurnar heyra því væntanlega sögunni til á næsta tímabili nema að þær flytji sig aftur norður til Charlotte-borgar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Miami tapaði gegn slakasta liðinu - Lakers tapaði á ný

Washington Wizards, er slakasta liðið í NBA deildinni í körfuknattleik en þrátt fyrir þá staðreynd náði liðið að leggja meistaralið Miami Heat að velli í nótt, 105-101. Þetta var aðeins annar sigurleikur Washington í vetur. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði 107-105 gegn Houston á útivelli þar sem að Kobe Bryan skoraði 39 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Þessi ljósmynd gæti komið Parker og Duncan í vandræði

Tony Parker og Tim Duncan, leikmenn NBA liðsins San Antonio Spurs, gætu þurft að svara fyrir mynd sem birt var af þeim á mánudaginn. Á myndinni miða þeir Parker og Duncan leikfangabyssum að manni sem er klæddur eins og hinn vel þekkti NBA dómari, Joey Crawford.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Chris Paul sá um Utah

Tveir leikir í NBA-deildinni í nótt voru mjög spennandi. Clippers marði eins stigs sigur á Utah og Portland hafði betur gegn Charlotte eftir framlengingu.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe skorar á Pau Gasol

Það gengur ekki vel hjá Pau Gasol, leikmanni Lakers, þessa dagana. Í nótt mátti hann sætta sig við að horfa á lok leiksins gegn Orlando á bekknum. Var það í annað sinn í fimm leikjum sem það gerist.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James er kóngurinn í NBA

LeBron James, leikmaður meistaraliðs Miami Heat, er vinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar ef marka má sölutölur á keppnistreyjum frá því í apríl á þessu ári fram til dagsins í dag. James var í fjórða sæti á þessum lista í apríl en vinsældir hans hafa aukist eftir að Miami Heat tryggði sér meistaratitilinn sl. vor og James var lykilmaður í bandaríska landsliðinu sem tryggði sér gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í London í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Derek Fisher gæti endaði í Dallas

Allar líkur eru á því að Derek Fisher muni leika með Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hinn þaulreyndi leikstjórnandi hefur ekki leikið með neinu liði frá því hann var með Oklahoma Thunders á síðustu leiktíð. Dallas er í vandræðum með leikstjórnanda stöðuna og Rick Carlisle þjálfari Dallas hefur óskað eftir því að fá hinn 38 ára gamla Fisher til að leysa tímabundin vandamál liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Boston tapaði í slagsmálaleik gegn Brooklyn

Það gekk mikið á í leik Boston Celtics gegn Brooklyn Nets í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði 95-83 en þrír leikmenn voru reknir af leikvelli vegna slagsmála. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston, lenti í útistöðum við Kris Humphries leikmann Nets – og voru þeir reknir út úr húsi. Gerald Wallace hjá Nets fékk sína aðra tæknivillu þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin og lauk hann þar með keppni.

Körfubolti
Fréttamynd

Styttist í endurkomu Spánverjans Ricky Rubio

Gengi Minnesota Timberwolves í NBA deildinni hefur ekki verið gott að undanförnu en liðið hefur tapað 5 leikjum í röð. Meiðsli lykilmanna hafa sett svip sinn á gengi Minnesota en það gæti farið að birta til hjá stuðningsmönnum Minnesota á næstu vikum. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio er væntanlegur í liðið á ný en hann sleit krossband í hné í byrjun mars á þessu ári.

Körfubolti
Fréttamynd

Dóttir Kevin McHale lést eftir erfið veikindi

Alexandra "Sasha“ McHale, dóttir Kevin McHale, þjálfari NBA liðsins Houston Rockets, lést á laugardaginn en hún var aðeins 23 ára gömul. Alexandra var með sjálfsofnæmissjúkdóm sem varð þess valdandi að hún lést. Það er óvíst hvenær Kevin McHale snýr aftur á hliðarlínuna til þess að stýra liði Houston.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers vann loksins á útivelli en Clippers tapaði þriðja leiknum í röð

Los Angeles liðin voru bæði í eldlínunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Los Angeles Lakers vann loksins útisigur á meðan Los Angeles Clippers varð að sætta sig við þriðja tapið í röð. Miami Heat vann gömlu félaga LeBron James í Cleveland Cavaliers með góðum endaspretti, Oklahoma City Thunder vann eftir framlengingu í Philadelphia og Charlotte Bobcats er þegar búið að jafna fjölda sigurleikja sína frá því á síðustu leiktíð.

Körfubolti