Stórskyttan Ray Allen hefur nýtt sér ákvæði í samningi sínum og framlengt dvöl sína hjá Miami til lok næsta tímabils.
Allen gerði tveggja ára samning við Miami í fyrra en hefði getað rift honum eftir nýliðið tímabil. Miami tilkynnti svo í gær að Allen hefði kosið að vera áfram í herbúðum félagsins.
Miami varð meistari í vor og átti Allen stóran þátt í því. Hann setti niður þriggja stiga körfu sem tryggði Miami framlengingu í sjötta leik lokaúrslitanna gegn San Antonio Spurs.
Miami vann leikinn eftir framlengingu og tryggði sér svo titilinn í næsta leik á eftir. Allen skoraði að meðaltali 10,9 stig í vetur en alls tók hann þátt í 79 leikjum.
Allen hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni frá upphafi.

