Kobe Bryant er nýkominn af hækjum eftir að hafa slitið hásin í lok deildarkeppni síðasta NBA-tímabilsins en það er engin uppgjöf hjá einum þekktasta körfuboltamanni heims. Bryant telur sig eiga eftir að minnsta kosti þrjú ár í deild bestu körfuboltamanna heims.
Bryant er að fara inn í sitt síðasta tímabil á samningi sínum við Los Angeles Lakers en hann fær yfir 30 milljónir dollara fyrir tímabilið 2013-14 eða rúmlega 3,7 milljarða íslenskra króna.
„Ég er fullur sjálfstraust um að getað spilað á stærsta sviðinu í minnsta kosti þrjú ár í viðbót," sagði Kobe Bryant sem er orðinn 35 ára gamall.
Kobe Bryant var með 27,3 stig, 6,0 stoðsendingar og 5,6 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð sem voru allt hærri tölur en meðaltöl hans á ferlinum.
Kobe Bryant er fjórði stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og vantar 675 stig til að ná átrúnargoði sínu Michael Jordan. Hann fór fram úr Wilt Chamberlain, Julius Ervin og Moses Malone á nýloknu tímabili.
Kobe Bryant ætlar að spila í þrjú ár í viðbót
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn








Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn