

Mjólkurbikar kvenna
Umfjöllun um Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu.

Heiða Ragney: Erum mjög spenntar að ná í bikar í sumar
Heiða Ragney Viðarsdóttir lagði upp mark Stjörnunnar í 1-0 sigri á Keflavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Markið skoraði Jasmín Erla Ingadóttir á 27. mínútu leiksins

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 0-1 | Stjarnan á leið í undanúrslit
Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun.

Sigdís Eva: Korteri frá því að gráta
Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings og var allt í öllu í sóknarleik liðsins.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Selfoss 2-1 | 1. deildarlið Víkings sló úrvalsdeildarlið Selfoss úr leik
Víkingur og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Víkingur trónir á toppi Lengjudeildar á meðan Selfoss skrapar botninn í Bestu deildinni.

Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað
Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun.

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins
Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli.

FH með öruggan sigur í Eyjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins
FH sóttu góðan 1-3 sigur til Vestmannaeyja í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarins. Þær enduðu leikinn manni færri en það kom ekki að sök þar sem þær komust í 1-3 strax á 53. mínútu. Markaskorarinn Shaina Faiena Ashouri fékk svo að líta rauða spjaldið á þeirri 80.

Meistarabanarnir taka á móti Blikum í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur“
Það dregur til tíðinda í kvöld þegar að átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefjast og í Laugardalnum er á dagskrá stórleikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks.

Stórleikur í Laugardalnum í Mjólkurbikarnum
Þróttur tekur á móti Breiðabliki í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í fótbolta.

FH áfram í bikarnum: Dregið í átta liða úrslit á morgun
FH er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 2-0 sigur á FHL fyrir austan í dag.

„Var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót“
Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Vals úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld með mögnuðum endurkomusigri.

Boðið upp á markaveislur í Mjólkurbikarnum
Fimm leikjum er lokið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Stjarnan bauð upp á markaveislu gegn Gróttu á Seltjarnarnesi og þá vann Keflavík góðan sigur á Þór/KA á heimavelli.

Leik lokið: Þróttur 2-1 Valur | Bikarmeistararnir úr leik
Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló út ríkjandi bikarmeistara Vals er liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld. Lokatölur í Laugardalnum 2-1 sigur Þróttara.

Toppliðið fær meistarana í heimsókn og Lengjudeildarlið fer áfram
Að minnsta kosti eitt lið úr næstefstu deild verður með í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta en það varð ljóst þegar dregið var í 16-liða úrslit í dag. Einn stórleikur er á dagskrá.

Sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins
Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í dag. Grótta, FHL, KR, Grindavík, Fram og Víkingur eru öll komin áfram í 16-liða úrslit eftir sigra í dag.

Sögulegur leikur í Njarðvík
Kvennalið Njarðvíkur mætir Grindavík í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu á gervigrasinu fyrir utan Nettóhöllina í dag, laugardag. Um er að ræða sögulegan leik þar sem þetta er fyrsti meistaraflokksleikur Njarðvíkurliðsins.

Fjögurra mínútna þrenna er Haukar völtuðu yfir KH
Fimm leikir fóru fram í Mjölkurbikar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Haukar unnu öruggan 5-1 sigur gegn KH og þær Birgitta Hallgrímsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoruðu þrennur fyrir sín lið er Grótta vann góðan sigur gegn ÍA og Fylkir lagði ÍH.

Aðeins ein uppalin í byrjunarliðunum í úrslitaleiknum
Turnarnir tveir í knattspyrnu kvenna á Íslandi, Valur og Breiðablik, mættust í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardag. Af þeim 22 leikmönnum sem hófu leikinn var aðeins einn að spila úrslitaleik fyrir sitt uppeldisfélag.

„Erum hungraðar í að bæta Íslandsmeistaratitlinum við“
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, var himinlifandi með sigur í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki.

„Mörk Vals komu eftir okkar mistök“
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var afar svekktur með tap í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Val.

„Stórkostlegt fyrir félagið að verða bikarmeistari eftir ellefu ára bið“
Valur vann Breiðablik 1-2 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta er fjórtándi bikarmeistaratitill Vals og var Pétur Pétursson, þjálfari Vals, afar ánægður með sigurinn.

„Ræddum það í hálfleik að við ætluðum að girða okkur í brók“
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir 1-2 sigur á Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Horfum bara á þetta sem venjulegan leik“
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn í dag þar sem liðið mætir Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Pétur segir að þarna séu tvö góð fótboltalið að mætast og býst við að leikurinn verði hin mesta skemmtun.

„Eini munurinn er að það er bikar undir“
Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn.

„Held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum“
„Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag.

„Nú er komið að okkur“
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár.

Agla María frá út tímabilið?
Agla María Albertsdóttir varð fyrir meiðslum í 3-0 sigri liðsins á tékkneska liðinu Slovacko í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á sunnudag. Vel má vera að tímabili hennar sé lokið.

Var ranglega úrskurðuð í bann fyrir úrslitaleikinn
Lára Kristín Pedersen, leikmaður Íslandsmeistara Vals, má spila með liðinu í komandi úrslitaleik í Mjólkubikar kvenna. Hún var ranglega úrskurðuð í bann í vikunni og þeirri ákvörðun hefur verið snúið við.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum
Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli.

„Héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna“
Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega kátur í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkubikars kvenna með 0-2 útisigri gegn Selfyssingum á Jáverk-velinum á Selfossi í dag.