Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

RA­VEN steig á stokk á Stofu­­tón­­leikum á Granda

Nágrannarnir Ólafsson gin og Alda Music standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. 

Tónlist
Fréttamynd

Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir

Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins.

Innlent
Fréttamynd

Ósýnilegum konum fagnað á Hverfisgötu

Á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Invisible Women. Sæunn Gísladóttir þýddi bókina Ósýnilegar konur en hún hefur brennandi áhuga á efni bókarinnar. Útgáfunni var fagnað í bókabúð útgáfunnar Sölku á Hverfisgötu.

Lífið
Fréttamynd

Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par

Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 

Lífið
Fréttamynd

„Þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans“

Dansverkið Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur verður frumsýnt í Tjarnarbíó þann 28. október næstkomandi. Þrjár sviðslistakonur og einn trommari leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika.

Lífið
Fréttamynd

Hafði áður verið rekinn úr töku­liði vegna byssu­­skots á setti

Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti.

Erlent
Fréttamynd

Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue

Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. 

Lífið
Fréttamynd

Langar að leika meira erlendis

Kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er komin í bíó og fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Sindri Sindrason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 

Lífið
Fréttamynd

Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu

Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 

Lífið
Fréttamynd

Verk sem voru falin í geymslum á uppboð

Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­­­lenskar forn­­­bók­­­menntir eru dá­­­sam­­­leg og van­­metin lista­­­verk

Sænski forn­sagna­fræðingurinn Lars Lönnroth er tví­mæla­laust ein­hver reyndasti og jafn­framt virtasti fræði­maður á sviði ís­lenskra mið­alda­bók­mennta sem er uppi í dag. Hann fagnar því að fræðin séu laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld og segir bókmenntirnar dásamleg listaverk sem eigi erindi við heiminn allan, ekki bara Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Stóra sviðið: Sjáðu stutt­myndir Audda og Steinda

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hófu göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Birkir Blær áfram í sænska Idolinu

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, komst áfram í tíu manna úrslit sænsku söngvakeppninnar Idol í kvöld. Hann flutti lagið Yellow með Coldplay. 

Tónlist
Fréttamynd

Öll í faginu taka slysaskotið til sín

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn.

Innlent