

Meistaradeildin
Keppni hinna bestu í Evrópu.
Leikirnir

Gnabry elskar að spila í London
Serge Gnabry, leikmaður Bayern München skoraði tvö mörk í kvöld er Bæjarar unnu Chelsea örugglega á Brúnni í Lundúnum. Þýðir það að Gnabry hefur nú skorað jafn mörg mörk í London á tímabilinu og Alexandre Lacazette, framherji Arsenal.

Griezmann bjargaði Börsungum gegn Napoli
Leikur tveggja hálfleikja á vel við um leik kvöldsins en heimamenn í Napoli voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en Antoine Griezmann bjargaði jafntefli fyrir gestina með laglegu marki í síðari hálfleik.

Bayern pakkaði Chelsea saman á Brúnni | Gnabry óstöðvandi í London
Chelsea eru svo gott sem dottnir út úr Meistaradeild Evrópu eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Bayern München. Þýska liðið var einfaldlega mun sterkari aðilinn á Brúnni í kvöld.

Meistaradeild Evrópu: Byrjunarlið kvöldsins
Tveir leikir eru í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. í fréttinni má finna byrjunarlið kvöldsins hjá Chelsea, Bayern München, Barcelona og Napoli.

Gerard Pique: Ég myndi velja Messi frekar en Maradona
Diego Maradona hefur verið mikið í umræðunni fyrir leik Napoli og Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Lionel Messi spilar þá í fyrsta sinn á gamla heimavelli Maradona í Napoli.

Í beinni í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu
Tvö af þeim fimm liðum sem oftast hafa unnið Meistaradeild Evrópu, eða forvera hennar, verða á ferðinni í kvöld þegar tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum keppninnar.

Guardiola segir Real konunga Meistaradeildarinnar
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hrósar Real Madrid í hástert fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.

„Venjulega hugsa ég um Real Madrid, Barcelona og Man. City þegar talað er um besta lið heims“
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki viss hvort að Liverpool sé besta lið í heimi en viðurkennir að liðið sé í kringum toppinn.

Liverpool bakvörðurinn sér eftir að hafa hrint Messi
Lionel Messi er ekki vanur að lenda í leiðindum inn á fótboltavellinum eða kannski þar til í undanúrslitaleik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra þegar honum lenti upp á kant við Liverpool bakvörðinn Andy Robertson

Börsungar þurfa í læknisskoðun við komuna til Ítalíu vegna kórónaveirunnar
Leikmenn og starfslið Barcelona mun gangast undir ítarlega skoðun er liðið mætir til Ítalíu í dag. Kannað verður hvort að einhver innan hópsins beri einkenni kórónaveirunnar.

Frábær undirbúningur fyrir leikinn við Real
Riyad Mahrez segir að sigurinn gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld muni hjálpa Manchester City fyrir stórleikinn við Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Ummæli Klopp fóru í taugarnar á stjörnum Atletico
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikmenn Atletico Madrid eftir leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni og það virðist ekki hafa farið vel í leikmenn Atletico.

Haaland nýtur sín betur í boltanum en rappinu
Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube.

Sportpakkinn: Öskubuskuævintýri Atalanta heldur áfram
Atalanta er í mjög góðum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 4-1 sigur á Valencia í fyrri leik liðanna í gær. Arnar Björnsson skoðaði þetta ævintýratímabil hjá Atalanta liðinu.

Messi: Loksins fæ ég að spila í Napoli
Argentínumaðurinn Lionel Messi mun feta í fótspor landa síns, Diego Maradona, í næstu viku er hann spilar í fyrsta skipti í Napoli.

40 þúsund manns ferðuðust 55 km til að styðja við bakið á Atalanta
Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins.

Fóru yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni: Gjaldþrotastefna hjá Mourinho
Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport um Meistaradeildina var ekki hrifinn af því sem Jose Mourinho og lærisveinar hans buðu upp á í leiknum á móti RB Leipzig á heimavelli sínum í gær. Freyr Alexandersson fór yfir sóknarleik Tottenham í teiknitölvunni.

Forseti Barcelona þakkar UEFA fyrir
Allir tengdir Manchester City hafa fordæmt harðan dóm UEFA yfir félaginu og lofað því að sannleikurinn eigi eftir að komi í ljós. Sumir hafa aftur á móti fagnað þessum dómi sem mikilvægt skref í ósanngjarnri baráttu minni fótboltafélaga við ofurríku fótboltafélög heims.

„Eins og að fara í bardaga með byssu en engum kúlum“
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, lét allt flakka eftir að lærisveinar hans töpuðu 1-0 fyrir Leipzig á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn
Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband
Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Sjáðu mörkin sex úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins
Sex mörk voru skoruð í þeim tveimur leikjum sem fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Atalanta með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar
Atalanta gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Valencia, 4-1, er liðið spilaði sinn fyrsta leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Leipzig með verðskuldaða forystu gegn Tottenham
RasenBallsport Leipzig leiðir 1-0 í viðureigninni gegn Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikur liðanna fór fram í Lundúnum í kvöld.

Sportpakkinn: Mourinho skáldlegur í lýsingum sínum á krefjandi stöðu Tottenham
Tottenham liðið er í lífsháska, hangandi á svölunum á fjórðu hæð, samkvæmt skáldlegri lýsingu knattspyrnustjórans Jose Mourinho og nú er annaðhvort að gefast upp og detta eða halda áfram að klifra. Arnar Björnsson skoðaði það sem portúgalski stjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Segir tap Liverpool í gær sýna og sanna að spænska deildin sé betri en sú enska
Liverpool hefur verið yfirburðarlið á Englandi í vetur en tapaði fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Allir þrír í framlínu Dortmund eru fæddir í Englandi
Englendingar telja sig eiga eitthvað í framherjum þýska liðsins Borussia Dortmund.

Fór í fjallgöngu með Håland og fannst hann bara ágætis leikmaður
Íslenski unglingalandsliðsmarkvörðurinn Patrik Gunnarsson hafði sögu að segja af sér og verðandi súperstjörnu fótboltans, Norðmanninum, Erling Braut Håland, eftir frammistöðuna gegn PSG í gær.

Håland 30 sekúndubrotum frá heimsmetinu í 60 metra hlaupi | Myndband
Ævintýralegur sprettur Norðmannsins Erling Braut Håland í leik Dortmund og PSG í gær hefur vakið heimsathygli. Það er góð ástæða fyrir því.

Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans
Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt.