Hvaðan kom þessi Axel Tuanzebe inn í byrjunarlið Man Utd í gær? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 12:01 Axel Tuanzebe hélt aftur af hinum frábæra Kylian Mbappeí leiknum á Pars de Princes í gær. Getty/Aurelien Meunier Manchester United sótti þrjú stig til Parísar í gær og byrjaði Meistaradeildartímabilið með glæsilegum sigri á stórliði Paris Saint Germain. Einn af hetjum liðsins var leikmaður sem fáir kannast örugglega við. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að gera breytingar á miðri vörn United liðsins þar sem fyrirliðinn Harry Maguire meiddist á móti Newcastle og Eric Bailly var heldur ekki leikfær. Manchester United var hins vegar ekki að fara mæta hvaða liði sem er heldur silfurliðinu í síðustu Meistaradeild og það á útivelli. Axel Tuanzebe played his first game for Manchester United since December last year.He had Kylian Mbappe on lock pic.twitter.com/mVn4H2Q0IP— B/R Football (@brfootball) October 20, 2020 Solskjær ákvað að henda Axel Tuanzebe út í djúpu laugina og láta hann fá það rosalega verkefni að reyna að koma í veg fyrir að þeir Neymar eða Kylian Mbappe myndu skora í leiknum. Það tókst hjá stráknum því Axel Tuanzebe átti mjög góðan leik í flottum sigri og hvorki Neymar eða Kylian Mbappe komust á blað. Eina markið hjá PSG liðinu var sjálfsmark Anthony Martial en sóknarmaðurinn ruglaðist eitthvað í ríminu í einni hornspyrnu Parísarliðsins. Stóra spurningin var aftur á móti hvaða kom þessi Axel Tuanzebe? Það vissu kannski ekki alltof margir af því að Axel Tuanzebe væri leikmaður Manchester United. Hann hafði nefnilega ekki spilað með aðalliði United í næstum því heilt ár eða síðan í desember 2019. Axel Tuanzebe No senior appearance since December 2019 Last game was against Colchester in the Carabao Cup Asked to handle Mbappe, Neymar & Di Maria Absolutely no sweat#MUFC #Tuanzebe pic.twitter.com/ce8oXZeAhC— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 21, 2020 Axel Tuanzebe er 22 ára gamall og hefur spilað fyrir ensku unglingalandsliðin en hann er fæddur Kongó í nóvember árið 1997. Tuanzebe er uppalinn hjá Manchester United en hann kom fyrst til félagsins átta ára gamall. Hann hefur tvisvar farið á lán og í bæði skiptin til Aston Villa. Tuanzebe hafði hins vegar ekkert spilað með aðalliði Manchester United í tíu mánuði eða síðan að hann hjálpaði liðnu að vinna 3-0 sigur á Colchester Utd. í enska deildabikarnum 18. desember 2019. Liðið hélt líka hreinu í síðasta Meistaradeildarleik hans fyrir leikinn í gærkvöldi en hann var 4-0 sigur liðsins á AZ Alkmaar á Old Trafford 12. desember 2019. Tuanzebe tognaði aftan í læri í kjölfarið og missti af næstu leikjum. Fyrir leikinn í gær voru eflaust margir stuðningsmenn Manchester United búnir að gleyma honum en hann minnti á sig í gær. Keeping the likes of Neymar, Kylian Mbappe and Angel Di Maria quiet in your first game since late 2019. Axel Tuanzebe is a real talent. What a performance! https://t.co/VH5nTSASNl— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United, lofaði frammistöðu stráksins á BT Sport eftir leik. „Þarna hefur Man United verið í vandræðum undanfarna sex til tólf mánuði. Einmitt á þessum stöðum, að hlaupa menn uppi á kantinum. Þeir hafa ekki getað haldið í við sóknarmenn mótherjann sem hefur margoft opnað vörnin upp á gátt,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann las hættuna. Ole var að tala um að hann hafi verið að mæta tveimur af hættulegustu framherjum heims og hvað eftir annað þefaði hann upp hættuna. Það er ekki hægt annað en að verðlauna slíka frammistöðu,“ sagði Ferdinand og vill sjá strákinn spila fleiri leiki. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en í sínum fyrsta leik í tíu mánuði, að koma inn og spila svona vel. Hann á skilið að fá að spila meira á næstunni en auðvitað er það Ole sem tekur þá ákvörðun,“ sagði Ferdinand. Axel Tuanzebe kom með hraða inn í vörn Manchester United og leit líka vel út við að koma boltanum fram völlinn. Hann átti afbragðsleik og stjórinn hrósaði honum líka. „Við þekkjum allir hæfileika Axels. Hann er góður varnarmaður. Þetta var hans fyrsti leikur í tíu mánuði og þessi frammistaða er því vitnisburður um hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Manchester United sótti þrjú stig til Parísar í gær og byrjaði Meistaradeildartímabilið með glæsilegum sigri á stórliði Paris Saint Germain. Einn af hetjum liðsins var leikmaður sem fáir kannast örugglega við. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að gera breytingar á miðri vörn United liðsins þar sem fyrirliðinn Harry Maguire meiddist á móti Newcastle og Eric Bailly var heldur ekki leikfær. Manchester United var hins vegar ekki að fara mæta hvaða liði sem er heldur silfurliðinu í síðustu Meistaradeild og það á útivelli. Axel Tuanzebe played his first game for Manchester United since December last year.He had Kylian Mbappe on lock pic.twitter.com/mVn4H2Q0IP— B/R Football (@brfootball) October 20, 2020 Solskjær ákvað að henda Axel Tuanzebe út í djúpu laugina og láta hann fá það rosalega verkefni að reyna að koma í veg fyrir að þeir Neymar eða Kylian Mbappe myndu skora í leiknum. Það tókst hjá stráknum því Axel Tuanzebe átti mjög góðan leik í flottum sigri og hvorki Neymar eða Kylian Mbappe komust á blað. Eina markið hjá PSG liðinu var sjálfsmark Anthony Martial en sóknarmaðurinn ruglaðist eitthvað í ríminu í einni hornspyrnu Parísarliðsins. Stóra spurningin var aftur á móti hvaða kom þessi Axel Tuanzebe? Það vissu kannski ekki alltof margir af því að Axel Tuanzebe væri leikmaður Manchester United. Hann hafði nefnilega ekki spilað með aðalliði United í næstum því heilt ár eða síðan í desember 2019. Axel Tuanzebe No senior appearance since December 2019 Last game was against Colchester in the Carabao Cup Asked to handle Mbappe, Neymar & Di Maria Absolutely no sweat#MUFC #Tuanzebe pic.twitter.com/ce8oXZeAhC— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 21, 2020 Axel Tuanzebe er 22 ára gamall og hefur spilað fyrir ensku unglingalandsliðin en hann er fæddur Kongó í nóvember árið 1997. Tuanzebe er uppalinn hjá Manchester United en hann kom fyrst til félagsins átta ára gamall. Hann hefur tvisvar farið á lán og í bæði skiptin til Aston Villa. Tuanzebe hafði hins vegar ekkert spilað með aðalliði Manchester United í tíu mánuði eða síðan að hann hjálpaði liðnu að vinna 3-0 sigur á Colchester Utd. í enska deildabikarnum 18. desember 2019. Liðið hélt líka hreinu í síðasta Meistaradeildarleik hans fyrir leikinn í gærkvöldi en hann var 4-0 sigur liðsins á AZ Alkmaar á Old Trafford 12. desember 2019. Tuanzebe tognaði aftan í læri í kjölfarið og missti af næstu leikjum. Fyrir leikinn í gær voru eflaust margir stuðningsmenn Manchester United búnir að gleyma honum en hann minnti á sig í gær. Keeping the likes of Neymar, Kylian Mbappe and Angel Di Maria quiet in your first game since late 2019. Axel Tuanzebe is a real talent. What a performance! https://t.co/VH5nTSASNl— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United, lofaði frammistöðu stráksins á BT Sport eftir leik. „Þarna hefur Man United verið í vandræðum undanfarna sex til tólf mánuði. Einmitt á þessum stöðum, að hlaupa menn uppi á kantinum. Þeir hafa ekki getað haldið í við sóknarmenn mótherjann sem hefur margoft opnað vörnin upp á gátt,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann las hættuna. Ole var að tala um að hann hafi verið að mæta tveimur af hættulegustu framherjum heims og hvað eftir annað þefaði hann upp hættuna. Það er ekki hægt annað en að verðlauna slíka frammistöðu,“ sagði Ferdinand og vill sjá strákinn spila fleiri leiki. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en í sínum fyrsta leik í tíu mánuði, að koma inn og spila svona vel. Hann á skilið að fá að spila meira á næstunni en auðvitað er það Ole sem tekur þá ákvörðun,“ sagði Ferdinand. Axel Tuanzebe kom með hraða inn í vörn Manchester United og leit líka vel út við að koma boltanum fram völlinn. Hann átti afbragðsleik og stjórinn hrósaði honum líka. „Við þekkjum allir hæfileika Axels. Hann er góður varnarmaður. Þetta var hans fyrsti leikur í tíu mánuði og þessi frammistaða er því vitnisburður um hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira