Hvaðan kom þessi Axel Tuanzebe inn í byrjunarlið Man Utd í gær? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 12:01 Axel Tuanzebe hélt aftur af hinum frábæra Kylian Mbappeí leiknum á Pars de Princes í gær. Getty/Aurelien Meunier Manchester United sótti þrjú stig til Parísar í gær og byrjaði Meistaradeildartímabilið með glæsilegum sigri á stórliði Paris Saint Germain. Einn af hetjum liðsins var leikmaður sem fáir kannast örugglega við. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að gera breytingar á miðri vörn United liðsins þar sem fyrirliðinn Harry Maguire meiddist á móti Newcastle og Eric Bailly var heldur ekki leikfær. Manchester United var hins vegar ekki að fara mæta hvaða liði sem er heldur silfurliðinu í síðustu Meistaradeild og það á útivelli. Axel Tuanzebe played his first game for Manchester United since December last year.He had Kylian Mbappe on lock pic.twitter.com/mVn4H2Q0IP— B/R Football (@brfootball) October 20, 2020 Solskjær ákvað að henda Axel Tuanzebe út í djúpu laugina og láta hann fá það rosalega verkefni að reyna að koma í veg fyrir að þeir Neymar eða Kylian Mbappe myndu skora í leiknum. Það tókst hjá stráknum því Axel Tuanzebe átti mjög góðan leik í flottum sigri og hvorki Neymar eða Kylian Mbappe komust á blað. Eina markið hjá PSG liðinu var sjálfsmark Anthony Martial en sóknarmaðurinn ruglaðist eitthvað í ríminu í einni hornspyrnu Parísarliðsins. Stóra spurningin var aftur á móti hvaða kom þessi Axel Tuanzebe? Það vissu kannski ekki alltof margir af því að Axel Tuanzebe væri leikmaður Manchester United. Hann hafði nefnilega ekki spilað með aðalliði United í næstum því heilt ár eða síðan í desember 2019. Axel Tuanzebe No senior appearance since December 2019 Last game was against Colchester in the Carabao Cup Asked to handle Mbappe, Neymar & Di Maria Absolutely no sweat#MUFC #Tuanzebe pic.twitter.com/ce8oXZeAhC— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 21, 2020 Axel Tuanzebe er 22 ára gamall og hefur spilað fyrir ensku unglingalandsliðin en hann er fæddur Kongó í nóvember árið 1997. Tuanzebe er uppalinn hjá Manchester United en hann kom fyrst til félagsins átta ára gamall. Hann hefur tvisvar farið á lán og í bæði skiptin til Aston Villa. Tuanzebe hafði hins vegar ekkert spilað með aðalliði Manchester United í tíu mánuði eða síðan að hann hjálpaði liðnu að vinna 3-0 sigur á Colchester Utd. í enska deildabikarnum 18. desember 2019. Liðið hélt líka hreinu í síðasta Meistaradeildarleik hans fyrir leikinn í gærkvöldi en hann var 4-0 sigur liðsins á AZ Alkmaar á Old Trafford 12. desember 2019. Tuanzebe tognaði aftan í læri í kjölfarið og missti af næstu leikjum. Fyrir leikinn í gær voru eflaust margir stuðningsmenn Manchester United búnir að gleyma honum en hann minnti á sig í gær. Keeping the likes of Neymar, Kylian Mbappe and Angel Di Maria quiet in your first game since late 2019. Axel Tuanzebe is a real talent. What a performance! https://t.co/VH5nTSASNl— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United, lofaði frammistöðu stráksins á BT Sport eftir leik. „Þarna hefur Man United verið í vandræðum undanfarna sex til tólf mánuði. Einmitt á þessum stöðum, að hlaupa menn uppi á kantinum. Þeir hafa ekki getað haldið í við sóknarmenn mótherjann sem hefur margoft opnað vörnin upp á gátt,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann las hættuna. Ole var að tala um að hann hafi verið að mæta tveimur af hættulegustu framherjum heims og hvað eftir annað þefaði hann upp hættuna. Það er ekki hægt annað en að verðlauna slíka frammistöðu,“ sagði Ferdinand og vill sjá strákinn spila fleiri leiki. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en í sínum fyrsta leik í tíu mánuði, að koma inn og spila svona vel. Hann á skilið að fá að spila meira á næstunni en auðvitað er það Ole sem tekur þá ákvörðun,“ sagði Ferdinand. Axel Tuanzebe kom með hraða inn í vörn Manchester United og leit líka vel út við að koma boltanum fram völlinn. Hann átti afbragðsleik og stjórinn hrósaði honum líka. „Við þekkjum allir hæfileika Axels. Hann er góður varnarmaður. Þetta var hans fyrsti leikur í tíu mánuði og þessi frammistaða er því vitnisburður um hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Manchester United sótti þrjú stig til Parísar í gær og byrjaði Meistaradeildartímabilið með glæsilegum sigri á stórliði Paris Saint Germain. Einn af hetjum liðsins var leikmaður sem fáir kannast örugglega við. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að gera breytingar á miðri vörn United liðsins þar sem fyrirliðinn Harry Maguire meiddist á móti Newcastle og Eric Bailly var heldur ekki leikfær. Manchester United var hins vegar ekki að fara mæta hvaða liði sem er heldur silfurliðinu í síðustu Meistaradeild og það á útivelli. Axel Tuanzebe played his first game for Manchester United since December last year.He had Kylian Mbappe on lock pic.twitter.com/mVn4H2Q0IP— B/R Football (@brfootball) October 20, 2020 Solskjær ákvað að henda Axel Tuanzebe út í djúpu laugina og láta hann fá það rosalega verkefni að reyna að koma í veg fyrir að þeir Neymar eða Kylian Mbappe myndu skora í leiknum. Það tókst hjá stráknum því Axel Tuanzebe átti mjög góðan leik í flottum sigri og hvorki Neymar eða Kylian Mbappe komust á blað. Eina markið hjá PSG liðinu var sjálfsmark Anthony Martial en sóknarmaðurinn ruglaðist eitthvað í ríminu í einni hornspyrnu Parísarliðsins. Stóra spurningin var aftur á móti hvaða kom þessi Axel Tuanzebe? Það vissu kannski ekki alltof margir af því að Axel Tuanzebe væri leikmaður Manchester United. Hann hafði nefnilega ekki spilað með aðalliði United í næstum því heilt ár eða síðan í desember 2019. Axel Tuanzebe No senior appearance since December 2019 Last game was against Colchester in the Carabao Cup Asked to handle Mbappe, Neymar & Di Maria Absolutely no sweat#MUFC #Tuanzebe pic.twitter.com/ce8oXZeAhC— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 21, 2020 Axel Tuanzebe er 22 ára gamall og hefur spilað fyrir ensku unglingalandsliðin en hann er fæddur Kongó í nóvember árið 1997. Tuanzebe er uppalinn hjá Manchester United en hann kom fyrst til félagsins átta ára gamall. Hann hefur tvisvar farið á lán og í bæði skiptin til Aston Villa. Tuanzebe hafði hins vegar ekkert spilað með aðalliði Manchester United í tíu mánuði eða síðan að hann hjálpaði liðnu að vinna 3-0 sigur á Colchester Utd. í enska deildabikarnum 18. desember 2019. Liðið hélt líka hreinu í síðasta Meistaradeildarleik hans fyrir leikinn í gærkvöldi en hann var 4-0 sigur liðsins á AZ Alkmaar á Old Trafford 12. desember 2019. Tuanzebe tognaði aftan í læri í kjölfarið og missti af næstu leikjum. Fyrir leikinn í gær voru eflaust margir stuðningsmenn Manchester United búnir að gleyma honum en hann minnti á sig í gær. Keeping the likes of Neymar, Kylian Mbappe and Angel Di Maria quiet in your first game since late 2019. Axel Tuanzebe is a real talent. What a performance! https://t.co/VH5nTSASNl— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United, lofaði frammistöðu stráksins á BT Sport eftir leik. „Þarna hefur Man United verið í vandræðum undanfarna sex til tólf mánuði. Einmitt á þessum stöðum, að hlaupa menn uppi á kantinum. Þeir hafa ekki getað haldið í við sóknarmenn mótherjann sem hefur margoft opnað vörnin upp á gátt,“ sagði Rio Ferdinand. „Hann las hættuna. Ole var að tala um að hann hafi verið að mæta tveimur af hættulegustu framherjum heims og hvað eftir annað þefaði hann upp hættuna. Það er ekki hægt annað en að verðlauna slíka frammistöðu,“ sagði Ferdinand og vill sjá strákinn spila fleiri leiki. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en í sínum fyrsta leik í tíu mánuði, að koma inn og spila svona vel. Hann á skilið að fá að spila meira á næstunni en auðvitað er það Ole sem tekur þá ákvörðun,“ sagði Ferdinand. Axel Tuanzebe kom með hraða inn í vörn Manchester United og leit líka vel út við að koma boltanum fram völlinn. Hann átti afbragðsleik og stjórinn hrósaði honum líka. „Við þekkjum allir hæfileika Axels. Hann er góður varnarmaður. Þetta var hans fyrsti leikur í tíu mánuði og þessi frammistaða er því vitnisburður um hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira