
Rooney lagði upp tvö mörk fyrir Van Persie í sigri á Cluj
Robin van Persie og Wayne Rooney voru í fyrsta sinn saman í byrjunarliði Manchester United í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á CFR Cluj í Rúmeníu. Rúmenarnir komust yfir í leiknum en van Persie skoraði tvisvar eftir sendingar frá Rooney og tryggði United góðan útisigur.