Pistill: Rauða spjaldið ódýr afsökun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2013 07:30 United menn eftir að Ronaldo kom Real í 2-1. Nordicphotos/Getty Nú þegar mesta reiðin ætti að vera runnin af grjóthörðum stuðningsmönnum Manchester United eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er ekki úr vegi að átta sig á því hvers vegna liðið féll úr keppni. Ósanngjarnt rautt spjald á Nani sem breytti gangi leiksins og batt enda á Evrópudraum United segja einhverjir. Ég get ekki verið sammála því. Vissulega hafði United spilað frábæra knattspyrnu í rúmar fimmtíu mínútur þegar rauða spjaldið fór á loft. Umdeildur dómur en knattspyrnuáhugamenn ættu að vera orðnir vanir umdeildum dómum. Þegar Gonzalo Higuain kom boltanum í netið eftir hálftímaleik flautaði dómarinn. Sóknarbrot á Ramos. Umdeildur dómur. Aftur var Higuain á ferðinni þremur mínútum eftir að rauða spjaldið fór á loft en hönd Rafael kom í veg fyrir að boltinn færi í netið. Ekkert dæmt. Umdeildur dómur. United var á góðri siglingu þegar Nani fékk reisupassann og auðvitað var það áfall. En liðið hafði forystu. 1-0 í leiknum og 2-1 samanlagt. Hálftími til stefnu á nautsterkum heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sem höfðu fengið skýr skilaboð að láta í sér heyra. Tólfti maðurinn stóð fyrir sínu. Einhver lið hefðu þjappað sér enn betur saman við að finnast á sér brotið en það gerðu tíu leikmenn United ekki. Á fimm mínútum tapaðist leikurinn og þrátt fyrir fín færi virtust hvorki leikmenn né stuðningsmenn hafa trú á endurkomu þeirra rauðklæddu í þeirra eigin leikhúsi kenndu við drauma. Þar til meistaradeildarbikarinn fer á loft á Wembley þann 25. maí er bikarinn mesta prýði verðlaunaskápsins á Stamford Bridge. Chelsea fór nefnilega alla leið í fyrra þrátt fyrir að um tíma virtust öll sund lokuð. Tveimur mörkum undir, manni færri og fyrirliðalausir á útivelli gegn Barcelona skoruðu leikmenn Lundúnarliðsins tvívegis og fóru áfram í úrslitaleikinn í München sem segja má að farið hafi fram á útivelli. Liðið lék án fyrirliðans, fékk dæmda á sig vítaspyrnu, lenti undir örfáum mínútum fyrir leikslok og klúðraði fyrsta vítinu í keppninni. Mótlæti af ýmsum gerðum en liðið lyfti titlinum í leikslok. Hvort sem liðið var það besta eða ekki í Evrópu það árið átti það titilinn skilið. Í apríl 1999 lék Manchester United til undanúrslita í enska bikarnum gegn Arsenal. Leika þurfti tvívegis þar sem fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Reyndar skoraði United fullkomlega löglegt mark í þeim leik sem var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Rangur dómur en mannleg mistök dómara sem, ótrúlegt en satt, eiga sér stað í hverjum einasta leik þótt þau veki mismikla athygli. Þreyttir United menn, sem voru í eldlínunni í þremur stærstu keppnunum, misstu fyrirliða sinn af velli með rautt spjald í síðari hálfleik rétt eftir að hafa fengið á sig mark. Ellefu leikmenn Arsenal lágu í sókn en ekki einu sinni vítaspyrna Dennis Bergkamp gat komið boltanum framhjá Schmeichel í markinu. Leikmenn United voru bornir af velli á herðum stuðningsmanna sinna eftir magnaðan sigur þar sem Ryan Giggs skoraði sitt fallegasta mark í fallega rauða búningnum. Þetta var sigurlið. United liðið sem missti Nani af velli var það ekki. Örvænting greip um sig og virtist enginn leikmaður hafa trú á því að einvígið gæti unnist manni færri. Real gekk á lagið. Það er auðvelt að hóta tyrkneskum dómara lífláti á samskiptamiðlum þegar illa fer hjá uppáhaldsliðinu. Það var hins vegar United sem stóðst ekki prófið á Old Trafford. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Nú þegar mesta reiðin ætti að vera runnin af grjóthörðum stuðningsmönnum Manchester United eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er ekki úr vegi að átta sig á því hvers vegna liðið féll úr keppni. Ósanngjarnt rautt spjald á Nani sem breytti gangi leiksins og batt enda á Evrópudraum United segja einhverjir. Ég get ekki verið sammála því. Vissulega hafði United spilað frábæra knattspyrnu í rúmar fimmtíu mínútur þegar rauða spjaldið fór á loft. Umdeildur dómur en knattspyrnuáhugamenn ættu að vera orðnir vanir umdeildum dómum. Þegar Gonzalo Higuain kom boltanum í netið eftir hálftímaleik flautaði dómarinn. Sóknarbrot á Ramos. Umdeildur dómur. Aftur var Higuain á ferðinni þremur mínútum eftir að rauða spjaldið fór á loft en hönd Rafael kom í veg fyrir að boltinn færi í netið. Ekkert dæmt. Umdeildur dómur. United var á góðri siglingu þegar Nani fékk reisupassann og auðvitað var það áfall. En liðið hafði forystu. 1-0 í leiknum og 2-1 samanlagt. Hálftími til stefnu á nautsterkum heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sem höfðu fengið skýr skilaboð að láta í sér heyra. Tólfti maðurinn stóð fyrir sínu. Einhver lið hefðu þjappað sér enn betur saman við að finnast á sér brotið en það gerðu tíu leikmenn United ekki. Á fimm mínútum tapaðist leikurinn og þrátt fyrir fín færi virtust hvorki leikmenn né stuðningsmenn hafa trú á endurkomu þeirra rauðklæddu í þeirra eigin leikhúsi kenndu við drauma. Þar til meistaradeildarbikarinn fer á loft á Wembley þann 25. maí er bikarinn mesta prýði verðlaunaskápsins á Stamford Bridge. Chelsea fór nefnilega alla leið í fyrra þrátt fyrir að um tíma virtust öll sund lokuð. Tveimur mörkum undir, manni færri og fyrirliðalausir á útivelli gegn Barcelona skoruðu leikmenn Lundúnarliðsins tvívegis og fóru áfram í úrslitaleikinn í München sem segja má að farið hafi fram á útivelli. Liðið lék án fyrirliðans, fékk dæmda á sig vítaspyrnu, lenti undir örfáum mínútum fyrir leikslok og klúðraði fyrsta vítinu í keppninni. Mótlæti af ýmsum gerðum en liðið lyfti titlinum í leikslok. Hvort sem liðið var það besta eða ekki í Evrópu það árið átti það titilinn skilið. Í apríl 1999 lék Manchester United til undanúrslita í enska bikarnum gegn Arsenal. Leika þurfti tvívegis þar sem fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Reyndar skoraði United fullkomlega löglegt mark í þeim leik sem var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Rangur dómur en mannleg mistök dómara sem, ótrúlegt en satt, eiga sér stað í hverjum einasta leik þótt þau veki mismikla athygli. Þreyttir United menn, sem voru í eldlínunni í þremur stærstu keppnunum, misstu fyrirliða sinn af velli með rautt spjald í síðari hálfleik rétt eftir að hafa fengið á sig mark. Ellefu leikmenn Arsenal lágu í sókn en ekki einu sinni vítaspyrna Dennis Bergkamp gat komið boltanum framhjá Schmeichel í markinu. Leikmenn United voru bornir af velli á herðum stuðningsmanna sinna eftir magnaðan sigur þar sem Ryan Giggs skoraði sitt fallegasta mark í fallega rauða búningnum. Þetta var sigurlið. United liðið sem missti Nani af velli var það ekki. Örvænting greip um sig og virtist enginn leikmaður hafa trú á því að einvígið gæti unnist manni færri. Real gekk á lagið. Það er auðvelt að hóta tyrkneskum dómara lífláti á samskiptamiðlum þegar illa fer hjá uppáhaldsliðinu. Það var hins vegar United sem stóðst ekki prófið á Old Trafford.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34