

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi
Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins.

„Æstir og ölvaðir“ menn til vandræða í miðborginni
Í dagbók lögreglu segir maðurinn hafi verið handtekinn eftir að hafa gengið á milli staða í miðborg Reykjavík og áreitt gesti og starfsfólk

Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu.

Rannsókn á rútuslysi við Hof miðar vel
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að rannsókn á rútuslysinu sem varð við Hof fyrr í mánuðinum sé í fullum gangi og að henni miði vel.

Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi
Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir.

Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma
Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr.

Bubbi hefur reynt að leita réttar síns vegna auðkennisþjófnaðar í tvö ár
Bubbi Morthens hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga vegna auðkennisþjófnaðar en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög.

Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir
Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi.

Ógnaði manni með eggvopni og rændi veski
Gerandinn var í annarlegu ástandi.

Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum
Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði.

Misstu stjórn á fjórhjóli og voru fluttar á spítala
Um erlenda ferðamenn var að ræða.

Ók á 149 kílómetra hraða
Hátt í þrjátíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum á undanförnum dögum.

Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi
Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast.

Ökumenn virtu ekki lokanir eftir að ekið hafði verið á barn
Lögreglan segir það vera með öllu óskiljanlegt þegar ökumenn virða ekki lokanir.

Skilaðu Lucky-jakkanum vinur
Óljóst hvað þjófurinn ætlar að gera við hið einstaka þýfi.

Íslendingur í haldi þýsku lögreglunnar
Íslenskur maður er í haldi lögreglu í Þýskalandi vegna meintrar aðildar að fíkniefnasmygli.

Tugmilljóna tjón á Kleppsbakka eftir að flutningaskip sigldi á bryggjuna
Talið er líklegt að tugmilljóna tjón hafi orðið á bryggjunni við Kleppsbakka þegar danska flutningaskipip Naja Arctica sigldi inn í bryggjuna.

Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“
Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið.

Reyndi að bíta lögreglumann í fótinn
Ungur maður í annarlegu ástandi var handtekinn fyrir að valda ónæði í Vesturbænum í nótt.

Ráðist á húsráðanda sem vísaði mönnum úr gleðskap
Mennirnir veittu húsráðandanum meðal annars áverka í andliti, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tvö umferðarslys á Vesturlandsvegi síðdegis
Rúmlega fimmtíu verkefni komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag.

18 ára á tæplega 180 km hraða
Lögreglan hafði afskipti af fjölda ökumanna í nótt sem með einum eða öðrum hætti eru taldir hafa komist í kast við lögin

Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun
Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat.

Fjórir Íslendingar í varðhaldi vegna umfangsmikils kókaínsmygls
Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld.

Hér verður malbikað í höfuðborginni í dag
Malbikun á höfuðborgarsvæðinu er farin á fullt í góða veðrinu og verður áfram unnið við að fræsa og malbika í dag. Viðbúið er að því fylgi einhver óþægindi fyrir vegfarendur, sem eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitsemi.

Missti símann sinn við áfengisþjófnað
Lögreglan segist hafa haft afskipti af karlmanni á hóteli í Hlíðahverfi Reykjavíkur á öðrum tímanum í nótt.

Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því
26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa.

Stálu brúnkuklútum, kjötfjalli og sælgæti
Lögreglan hafði í nógu að snúast við að elta uppi þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Lögreglumenn dæmdir fyrir mannrán og barsmíðar
Málið er hið stærsta sinnar tegundar í Portúgal.

Sextán ára á 120 með mömmu í framsætinu
Ungt barn sat aftur í en mæðginin voru stöðvuð aftur síðar af lögreglu.