Innlent

Reyndi að stinga af undir áhrifum fíkniefna

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan fer um borð í strætó og svo ekki meir
Lögreglan fer um borð í strætó og svo ekki meir Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær fjölmarga ökumenn sem reyndust undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis og án þess að vera með ökuréttindi. Einn slíkur, sem reynt var að stöðva í Hafnarfirði í nótt, neitaði í fyrstu að sinna stöðvunarmerkjum lögregluþjóna. Bíllinn var þó stöðvaður skömmu síðar og ökumaðurinn handtekinn. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án réttina.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Klukkan þrjú barst svo tilkynning um ölvanað ökumann sem reyndist vera eldri kona. Hún var handtekin grunuð um umferðaróhappa og ölvun við akstur. Fjarlægja þurfti bíl hennar með dráttarbíl.

Þá var einn ökumaður mældur á 141 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 80.

Skömmu eftir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um umferðarslys við Hverfisgötu. Þar hafði maður fallið að rafskútu og mun hann hafa slegið höfðinu í gangstétt og misst meðvitund. Hann var illa áttaður þegar lögregluþjóna bar að garði og er hann grunaður um ölvun við akstur rafskútunnar.

Maðurinn var fluttur á Bráðadeild en þegar lögregluþjónar skoðuðu rafskútuna, sem var leiguhjól, kom í ljós að bremsurnar á hjólinu voru nánast engar. Það var því haldlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×