Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Nokkrir for­eldrar sóttu börn á lög­reglu­stöð

Þrír gistu í fangaklefa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Einn þeirra hafði verið til vandræða í hverfi 105 en hinir tveir í miðbæ. Annar sló mann í andlitið með glasi og hinn var til vandræða fyrir utan skemmtistað.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á starfs­fólk hótels

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður hafa ráðist á starfsfólk hótels í póstnúmerinu 105.

Innlent
Fréttamynd

Páll skip­stjóri hvergi nærri hættur

Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 

Innlent
Fréttamynd

Meintur nethrellir fær bætur vegna hús­leitar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manni sem grunaður var um að ofsækja konu miskabætur vegna húsleitar, handtöku og haldlagningu tækjabúnaðar í fleiri ár. Þær bætur sem hann fékk voru þó umtalsvert lægri en þær sem hann krafðist.

Innlent
Fréttamynd

Hnífstunguárás í gistiskýlinu

Hnífstunguárásin sem greint var frá í morgun var framin í gistiskýli fyrir heimilislausa karlmenn á Lindargötu í Reykjavík. Það er önnur hnífstunguárásin sem framin er í gistiskýlum borgarinnar á örfáum mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Líkams­á­rás með hníf og ölvaðir ung­lingar

Einn var handtekinn í gærkvöldi eða nótt í kjölfar líkamsárásar þar sem hníf var beitt. Áverkar árásarþola eru sagðir hafa verið minniháttar en engar frekari upplýsingar um málið er að finna í yfirliti lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Dag­björt eyddi færslu eftir hörð við­brögð

Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag færslu á Facebook þar sem hún tjáði sig um mál Yazan Tamimi og að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við málið. Hún eyddi færslunni nokkrum klukkutímum eftir birtingu þegar hún vakti hörð viðbrögð í athugasemdakerfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Engin um­merki um ís­birni

Leit að ísbjörnum, sem tilkynnt var um að væru mögulega á ferð í nágrenni Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær, hefur verið hætt. 

Innlent
Fréttamynd

Lokaleit að ísbjörnum með dróna

Þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki tiltæk í leit að ísbjörnum, sem erlendir ferðamenn tilkynntu að væru á slóðum Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær. Lokaleit verður því gerð með dróna í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Slysið í Stykkis­hólmi al­var­legt

Lögreglan á Vesturlandi hefur alvarlegt slys sem varð í gær til rannsóknar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang í gær en afturkölluð áður en hún komst á leiðarenda.

Innlent
Fréttamynd

Miður að mis­brestur hafi orðið í þjónustu neyðar­mót­tökunnar

Anne María Steinþórsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir ljóst að misbrestur hafi orðið á þjónustu neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í júní síðasta sumar þegar kona leitaði þangað vegna kynferðislegs ofbeldis. Hún segir það miður.

Innlent
Fréttamynd

Tveir slasaðir í al­var­legu um­ferðar­slysi

Tveir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Norðausturvegi skammt frá bænum Hóli í Kelduhverfi stuttu fyrir klukkan 16. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðausturlandi kemur fram að vörubíll og fólksbíll hafi skollið saman.

Innlent