Möguleikarnir á að forðast hættulega hlýnun hverfandi Niðurstöður nýrra rannsókna benda til þess að líkurnar á að mönnum takist að halda hlýnun jarðar innan hættumarka séu afar litlar. Ekki er þó öll nótt úti enn grípi þjóðir heims til markvissra aðgerða. Erlent 31. júlí 2017 22:27
Leitar að náttúrulegum rannsóknarstöðvum við strendur Íslands Uppsprettur koltvísýrings á hafsbotninum geta nýst sem náttúrulegar tilraunastöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á vistkerfi. Hrönn Egilsdóttir, sjávarlíffræðingur, segir mikilvægt að rannsaka búsvæði og umhverfisþætti sem hafa áhrif á samfélög lífvera við Ísland. Innlent 26. júlí 2017 11:04
Bretar ætla að banna nýja bensín- og dísilbíla fyrir 2040 Til að draga úr loftmengun ætla bresk stjórnvöld að banna nýja bensín- og dísilbíla árið 2040. Sérfræðingur telur aðgerðirnar þó skila litlu til skemmri tíma litið. Bílar 26. júlí 2017 09:48
Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls Hlýnandi loftslag gæti aukið þörungagróður á Grænlandsjökli og hraðað þannig bráðnun íssins og hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamenn reyna nú að átta sig á áhrifum þörunganna á bráðnun jökulsins. Erlent 25. júlí 2017 13:54
Macron vonar að Trump vendi kvæði sínu í kross í loftslagsmálum Donald Trump og Emmanuel Macron ræddu ítarlega hvað gæti fengið Bandaríkjastjórn til að ganga ekki út úr Parísarsamkomulaginu. Erlent 16. júlí 2017 09:16
Fjórir umhverfisverndarsinnar myrtir í hverri viku: „Fyrirtæki og ríkisstjórnir vinna nú saman að því að drepa fólk“ Flestir þeirra umhverfisverndarsinna sem myrtir eru láta lífið í afskekktum skógum eða þorpum þar sem námavinnsla, stíflur, ólöglegt skógarhögg og/eða landbúnaður hafa áhrif á líf fólks. Erlent 13. júlí 2017 23:30
Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. Erlent 13. júlí 2017 22:49
Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. Fastir pennar 13. júlí 2017 07:00
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ Erlent 7. júlí 2017 14:49
Hitabylgjan í Evrópu tífalt líklegri vegna loftslagsbreytinga Hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur í Portúgal þar sem tugir létust í skógareldum í síðasta mánuði tífalt líklegri en ella. Vísindamenn segja að hitabylgjan í vestanverðri Evrópu hafi borið sterk merki loftslagsbreytinga. Erlent 5. júlí 2017 21:20
Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Gervihnattamælingar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri eftir að vísindamenn leiðréttu fyrir skekkjum í þeim. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi bent á mun á gervihnattamælingum og yfirborðsmælingum til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu 19 árin. Erlent 4. júlí 2017 21:15
Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kolefniskvótinn sem menn þurfa að halda sig innan til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga gæti svo gott sem klárast á næstu þremur árum. Sérfræðingar vara við að lönd heims þurfi að byrja að minnka losunina strax. Erlent 29. júní 2017 16:00
Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum. Erlent 29. júní 2017 12:06
Boaty McBoatface nær nýjum lægðum í jómfrúarferðinni Fjarstýrði kafbáturinn sem fékk nafnið Boaty McBoatface eftir nafnasamkeppni sem vakti heimsathygli í fyrra er kominn heim úr jómfrúarferð sinni í Suður-Íshafi. Þar rannsakaði hann djúpsjávarstrauma og áhrif þeirra á loftslag jarðar. Erlent 28. júní 2017 15:45
Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. Erlent 27. júní 2017 11:44
Bandarískir veðurfræðingar setja ofan í við ráðherra vegna loftslagsbreytinga Eftir að orkumálaráðherra Bandaríkjanna fór með fleipur um orsakir loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali sendi Félags bandarískra veðurfræðinga honum bréf þar sem það fræðir ráðherrann um hlutverk koltvísýrings í hnattrænni hlýnun og raunverulga efahyggju í vísindum. Erlent 22. júní 2017 12:57
Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. Erlent 21. júní 2017 16:43
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. Erlent 21. júní 2017 11:36
Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. Innlent 21. júní 2017 10:00
Flugferðum aflýst í Phoenix vegna hita Spáð er 49°C hita í Phoenix í dag sem er einfaldalega of heitt fyrir sumar minni flugvélar. Yfir fjörutíu flugferðum hefur verið aflýst yfir heitasta tíma dagsins. Erlent 20. júní 2017 10:58
Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. Erlent 15. júní 2017 13:50
Kolaframleiðsla hefur aldrei dregist meira saman Eftirspurn eftir kolum dróst saman í heiminum á síðasta ári eftir vaxtartímabil undanfarinn áratug. Mengandi kol hafa orðið undir í samkeppni við hreinni orkugjafa. Viðskipti erlent 15. júní 2017 11:46
Loftslagslögsókn barna gegn Trump lifir enn Hópar barna hefur höfðað mál gegn ríkisstjórn Donalds Trump. Þau telja alríkisstjórnina brjóta gegn rétti sínum með því að stuðla að framleiðslu jarðefnaeldsneytis og losunar gróðurhúsalofttegunda sem skaða loftslag jarðar. Erlent 13. júní 2017 14:56
Nýr umhverfisráðherra reyndi að fjarlægja loftslagsbreytingar úr námsskrá Michael Gove, sem hefur verið skipaður nýr umhverfisráðherra Bretlands, reyndi að fjarlægja umfjöllun um loftslagsbreytingar úr námsskrá breskra skóla fyrir fjórum árum. Nýr samstarfsflokkur Íhaldsflokksins í ríkisstjórn er einnig sagður uppfullur af afneiturum loftslagsvísinda. Erlent 12. júní 2017 09:49
Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn "Make our planet great again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið. Erlent 9. júní 2017 11:45
Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Erlent 7. júní 2017 17:27
Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Erlent 6. júní 2017 22:02
Segir Donald Trump trúa á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 3. júní 2017 20:45
Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. Erlent 3. júní 2017 17:58
Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. Erlent 3. júní 2017 17:22