Nemendur um allan heim í verkfalli fyrir loftslagið Sylvía Hall skrifar 15. mars 2019 12:42 Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er fyrir loftslagið. Landssamtök íslenskra stúdenta, Íslandsdeild Amnesty International, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ungir umhverfissinnar og Stúdentaráð Háskóla Íslands standa fyrir verkfallinu. Verkfallið í dag var með öðrum hætti en síðustu föstudaga þar sem dagskrá hófst við Hallgrímskirkju og kröfuganga gengin niður að Austurvelli þar sem kröfufundur fer fram. Mótmælin fara samtímis fram víða um heim og er nú mótmælt meðal annars í Danmörku, Filippseyjum, Ítalíu og Sviss þar sem þúsundir hafa safnast saman til þess að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Talið er að verkfallið fari fram í yfir hundrað löndum í dag en verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. Að sögn skipuleggjenda er tilgangurinn að vekja athygli á loftslagsmálum og sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji róttækar aðgerðir. Bent er á að stjórnvöld hafi sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en núverandi aðgerðaráætlun er ekki í samræmi við markmið um að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Skipuleggjendur hafa gefið það út að verkföllin munu halda áfram alla föstudaga þar til gripið verður til aðgerða. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu en greinilegt er að ungir sem aldnir láti sig loftslagsmálin varða. Loftslagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Mótmæltu fyrir loftslagið þriðja föstudaginn í röð Stúdentar mótmæltu loftlagsvanda þriðja föstudaginn í röð. Um 300 manns mættu á Austurvöll í hádeginu. 8. mars 2019 14:44 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu við Hallgrímskirkju í hádeginu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er fyrir loftslagið. Landssamtök íslenskra stúdenta, Íslandsdeild Amnesty International, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ungir umhverfissinnar og Stúdentaráð Háskóla Íslands standa fyrir verkfallinu. Verkfallið í dag var með öðrum hætti en síðustu föstudaga þar sem dagskrá hófst við Hallgrímskirkju og kröfuganga gengin niður að Austurvelli þar sem kröfufundur fer fram. Mótmælin fara samtímis fram víða um heim og er nú mótmælt meðal annars í Danmörku, Filippseyjum, Ítalíu og Sviss þar sem þúsundir hafa safnast saman til þess að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Talið er að verkfallið fari fram í yfir hundrað löndum í dag en verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. Að sögn skipuleggjenda er tilgangurinn að vekja athygli á loftslagsmálum og sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji róttækar aðgerðir. Bent er á að stjórnvöld hafi sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en núverandi aðgerðaráætlun er ekki í samræmi við markmið um að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Skipuleggjendur hafa gefið það út að verkföllin munu halda áfram alla föstudaga þar til gripið verður til aðgerða. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu en greinilegt er að ungir sem aldnir láti sig loftslagsmálin varða.
Loftslagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Mótmæltu fyrir loftslagið þriðja föstudaginn í röð Stúdentar mótmæltu loftlagsvanda þriðja föstudaginn í röð. Um 300 manns mættu á Austurvöll í hádeginu. 8. mars 2019 14:44 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00
Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00
Mótmæltu fyrir loftslagið þriðja föstudaginn í röð Stúdentar mótmæltu loftlagsvanda þriðja föstudaginn í röð. Um 300 manns mættu á Austurvöll í hádeginu. 8. mars 2019 14:44