
Allt strand á loftslagsráðstefnu í Madríd
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna á Spáni, sem kallast COP25, hefur einkennst af deilum og aðgerðarleysi þar sem stærri ríki standa í vegi þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda.