Andstyggðarvandi Davíð Egilsson skrifar 7. ágúst 2020 10:00 Það fara fáir ef nokkrir í gegnum lífið án þess að standa frammi fyrir margs konar vanda. Sumum smávægilegum en öðrum sem kann að vera ákaflega afdrifaríkt hvernig leyst er úr, bæði fyrir einstaklinginn en einnig nánasta umhverfi hans. Þegar sátt er um hvert vandamálið er og hvernig er unnt að finna lausn við því er víða talað um „skorðað vandamál“(e. Tamed problem). Dæmi um slíkt er þegar verkmiðja er að losa mengandi eða heilsuskaðlegt efni út í umhverfið og almenn sátt er um að við slíkt verði ekki unað. Þegar þannig háttar er það almennur skilningur að lausnin felist í að draga úr menguninni. Tiltækir valkostir geta verið að stöðva starfsemina eða koma á hreinsibúnaði. Það gildir almennt um skorðuð vandamál að: Það er nokkuð ljóst hvert vandamálið er. Það er á hreinu hvenær vandamálið hefur verið leyst. Unnt er að meta með hlutlægum hætti hvort lausnin var rétt eða ekki.·Vandamálið er í hópi sambærilegra viðfangsefna sem hafa verið leyst með svipuðum hætti. Unnt er með auðveldum hætti að prófa tiltekna lausnaraðferð og hafna án afleiðinga ef hún gengur ekki. Það eru til afmarkaðar leiðir til að leysa vandamálið. Aftur á móti aukast vandræðin þegar kemur að vandamálum þar sem slík sátt er ekki fyrir hendi. Það geta verið hagsmunir fyrir suma að halda starfseminni áfram. Til dæmis kann fyrirtækið að vera undirstaða byggðar eða sumir líta á mengunina sem „peningalykt“ og vísbendingu um aukna hagsæld. Verði starfsemin stöðvuð skapast atvinnuleysi, eða að hreinsibúnaður sé það dýr að fyrirtækið beri ekki þann kostnað og atvinna leggist af. Í skipulagi er oft tekist á um mismunandi sjónarmið eins og landnýtingu, hlut mengandi atvinnurekstrar, náttúruverndargildi landsvæða, legu stofnbrauta o.s.frv.. Sama á við um áhrif mannsins á umhverfi sitt, svo sem loftslagsvandann, eyðingu gróðurlendis, tilkomu ágengra tegunda og annað sambærilegt. Í slíkum tilvikum er ekki óalgengt að ekki sé einu sinni sátt um hvort vandinn sé fyrir hendi eða ekki, hvað þá hvernig eigi að leysa hann. Hugtakið „Wicked problem“ sem kalla mætti „andstyggðarvandi“ kom fyrst fram árið 1973 í grein Horst Rittel og Melvin Webber þar sem þeir voru að lýsa flækjustigi og áskorunum sem fylgja skipulagsvinnu og lausnum á samfélagslegum vandamálum. Síðar hefur þetta hugtak verið notað mikið í tengslum við margháttuð slík vandamál. Andstyggðarvandi er mjög ólíkur þeim vandamálum sem eru skorðuð. Hugtakið nær til vandamála sem er afar erfitt, eða ill- og jafnvel ómögulegt að leysa vegna takmarkaðra upplýsinga, og andstæðra og breytilegra krafna sem oft er afar erfitt að sjá fyrir. Auk þess gerist það ósjaldan þar sem aðgerðir hafa flókin gagnverkandi áhrif, að aðgerðir gegn andstyggðarvanda skapa önnur og oft erfiðari vandamál. „ Aðgerðin gekk vel, en sjúklingurinn dó“ Andstyggðarvanda er almennt sammerkt að: Mismunandi hagsmunaaðilar og hópar hafa ólíkt gildismat á vandamálinu og eðli þess. Kvikar aðstæður og mikið flækjustig valda því að skilningur og upplifun aðila á viðfangefninu getur gjörbreyst á skammri stundu. Óviss þekking. Gögn sem lýsa vandamálinu eru takmörkuð, og þau má túlka á ýmsan veg. Því er ekki ljóst, eða ekki sátt um, hvort nægileg þekking er á viðfangefninu og hvernig ber að túlka tiltæk gögn. Allt þetta gerir það að verkum að mjög erfitt er að ná sátt um skilgreiningu á viðfangsefninu, túlkun gagna, nálgun og markmiðssetningu. Rittel og Webber tiltóku í grein sinni (1973) tíu þætti sem einkenna andstyggðarvanda þegar tekist er á við skipulagsvinnu. Reyndar er líka vísað í flokkun og skýringar úr eldri fyrirlestri Rittel í stað þeirrar sem er í upprunalegu greininni þar sem sumir telja hana meira lýsandi, (Skaburskis, 2008). Upptalningu á þessum þáttum má t.d. sjá á hlekknum. Þegar horft er til þeirra þátta sem Rittel og Weber settu fram virðast eftirtalin meginatriði einkenna andstyggðarvanda: Skilningur á viðfangsefninu er oft ekki fenginn fyrr en lausnin á vandanum er fundin. Sérhver tilraun til að leysa andstyggðarvanda er „eins-skiptis“ tilraun , vegna þess að það er ekki tækifæri til að læra af happa og glappa aðferðum. Sérhver tilraun til inngrips hefur merkjanleg áhrif á vandann sem getur breytt forsendum og gert hann verri. Það er ekki unnt að taka rangar ákvarðanir til baka. Það er ekkert tiltækt eða endanlegt próf til að meta hvort vandamálið sé leyst heldur er aðeins unnt að meta hvort tilteknar aðgerðir hafi haft áhrif. Sérhver andstyggðarvandi er mikið til einstakur og forskriftir til að leysa hann eru ekki tiltækar. Lausnir á andstyggðarvanda eru ekki réttar eða rangar, þær eru annað hvort góðar eða slæmar. Það er almennt ekki ásættanlegt (fyrir almenning) að þeir sem eru að leysa vandann hafi rangt fyrir sér, þar sem afleiðingarnar geta haft víðtæk áhrif á líf og lífsgæði almennings. Þau vandamál sem teljast til andstyggðarvanda eru t.d. ákvarðanir varðandi landnotkun og skipulag, en geta verið samfélagsleg mál eins og kynja og kynþáttamismunun. Nefna má tvö athyglisverð dæmi hér heima um útkomu úr skipulagsvinnu sem voru ekki í samræmi við væntingar – enda við andstyggðarvanda að fást. Á síðasta fjórðungi liðinnar aldar leitaði bæjarstjórn Seltjarnarness eftir áliti íbúa á því hvernig nýr miðbær Seltjarnarness ætti að vera. Bæjaryfirvöld reistu síðan yfirbyggðan miðbæ í samræmi við óskir íbúa. (Mbl. 19. maí 1983). Þeir eru fáir sem telja að sú framkvæmd hafi heppnast vel, enda er húsnæðið ekki nýtt sem slíkt . Á sjötta áratug síðustu aldar komu fram hugmyndir að unnt væri að leysa umferðarteppur vegna þrengsla hjá Slippnum við höfnina með loftbrú. (Vísir 27. júlí 1967). Tollsstöðvahúsið var byggt með það í huga og var hluti af þaki þess hugsað sem brúargólf. Hraðbraut á þakinu án upphafs og endis er árið 2020 hálf hjárænuleg og úr samhengi við umhverfi sitt. Kórónufaraldurinn er augljóslega andstyggðarvandi eins og víða er fjallað um í riti og ræðu erlendis, sjá t.d. Coronavirus Crisis Communication: a Wicked Problem The “Wicked Problem” of the Covid-19 Pandemic How to tame 'wicked problems' like COVID-19 After COVID-19: What Can We Learn About Wicked Problem Governance? Líkt og sóttvarnarlæknir hefur bent á stendur hann og embætti hans fyrir aðgerðum sem miða að því að draga úr áhættu varðandi smit. Það er ákaflega mikilvægur þáttur og sóttvarnarlæknir og raunar þríeykið allt hafa staðið sig gífurlega vel í því hlutverki að mati þorra landsmanna. Viðfangsefnið er hins vegar flóknara en það. Meðan líkur eru á að faraldurinn gangi hratt yfir er nærtækast að ganga hratt fram og loka flestu því sem líkur eru á að geti stuðlað að smiti og standa af sér storminn. Standi álagið hins vegar yfir í lengri tíma koma upp aðrar forsendur. Það kemur þreyta í almenning og líkur eru á að samhugurinn dvíni. Þá þarf að finna ásættanlegt jafnvægi milli þess að draga úr hættu á smiti og að unnt sé að halda öðrum þáttum samfélagsins gangandi. Slík umræða þarf að vera opin og með almennri þátttöku. Almenningur og raunar samfélagið allt þarf að upplifa sig sem þátttakendur og hluta af lausninni. Í þeim efnum má segja að Þríeykinu hafi tekist sérlega vel upp fram til þessa. Það sjónarmið hefur hins vegar komið fram hjá sóttvarnalækni að verði endurtekin áhlaup sem berast út í samfélagið og kalla á áframhaldandi og jafnvel langvarandi aðhaldsaðgerðir mætti huga að því að opna umræðuna og fá fleiri að. Við lausn á andstyggðarvanda er ósjaldan byrjað að leiða saman aðila með mismunandi reynslu og sjónarhorn. Viðfangsefnið er að reyna að byggja upp sameiginlega sýn innan samfélagsins, sem innifelur þau gildi sem aðilar vilja búa við og lifa í samræmi við. Vinnan felst í að sannmælast um þau gildi sem samfélagið telur skipta máli, skilgreina getu samfélagsins til að ráða við vandamálið ásamt að benda á leiðir til úrlausna og hvers megi vænta af þeim. Yrði þessi leið farin varðandi kórónufaraldurinn, og ef vel tekst til, gæti vinna sem þessi orðið ákveðinn samfélagssáttmáli, enda skiptir málið að þetta samráð sé víðtækt og nái til sem flestra þátta innan samfélagsins. Undir lokin er mikilvæg að átta sig á að flækjustigið eykst enn til muna þegar andstyggðarvandinn er kominn á það stig að: Tími til aðgerða er orðinn hættulega naumur. Ekkert miðlægt stjórnvald er virkt. Þeir sem eru að reyna að leysa vandann eru einnig hluti af honum. Aðilar taka tilviljunarkenndar ákvarðanir milli skammtíma og langtímalausna. Undir þennan þátt falla alvarlegustu áskoranir sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir, svo sem loftslagsvandinn, hlýnun og mengun sjávar, fátæktargildrur og það sem er kallað harmleikur sameignarinnar (e. Tragedy of the Commons). Þau vandamál kallast á ensku „Super Wicket problems“ og mætti þýða sem „risa-andstyggðavandi“. Slík vandamál eru verulega yfirgripsmeiri en Covid kreppan og mun lengra í að unnt sé að fá persónur og leikendur að því borði. Höfundur hefur starfað að umhverfismálum um árabil Grunnheimildir: Rittel, H. and Webber, M. (1973). "Dilemmas in a General Theory of Planning," pp. 155–169, Policy Sciences, Vol. 4, Elsevier Scientific Publishing Company, Inc., Amsterdam. Andrejs Skaburskis (2008)The Origin of “Wicked Problems”,Planning Theory & Practice,9:2,277-280,D OI:10.1080/14649350802041654 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Skipulag Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það fara fáir ef nokkrir í gegnum lífið án þess að standa frammi fyrir margs konar vanda. Sumum smávægilegum en öðrum sem kann að vera ákaflega afdrifaríkt hvernig leyst er úr, bæði fyrir einstaklinginn en einnig nánasta umhverfi hans. Þegar sátt er um hvert vandamálið er og hvernig er unnt að finna lausn við því er víða talað um „skorðað vandamál“(e. Tamed problem). Dæmi um slíkt er þegar verkmiðja er að losa mengandi eða heilsuskaðlegt efni út í umhverfið og almenn sátt er um að við slíkt verði ekki unað. Þegar þannig háttar er það almennur skilningur að lausnin felist í að draga úr menguninni. Tiltækir valkostir geta verið að stöðva starfsemina eða koma á hreinsibúnaði. Það gildir almennt um skorðuð vandamál að: Það er nokkuð ljóst hvert vandamálið er. Það er á hreinu hvenær vandamálið hefur verið leyst. Unnt er að meta með hlutlægum hætti hvort lausnin var rétt eða ekki.·Vandamálið er í hópi sambærilegra viðfangsefna sem hafa verið leyst með svipuðum hætti. Unnt er með auðveldum hætti að prófa tiltekna lausnaraðferð og hafna án afleiðinga ef hún gengur ekki. Það eru til afmarkaðar leiðir til að leysa vandamálið. Aftur á móti aukast vandræðin þegar kemur að vandamálum þar sem slík sátt er ekki fyrir hendi. Það geta verið hagsmunir fyrir suma að halda starfseminni áfram. Til dæmis kann fyrirtækið að vera undirstaða byggðar eða sumir líta á mengunina sem „peningalykt“ og vísbendingu um aukna hagsæld. Verði starfsemin stöðvuð skapast atvinnuleysi, eða að hreinsibúnaður sé það dýr að fyrirtækið beri ekki þann kostnað og atvinna leggist af. Í skipulagi er oft tekist á um mismunandi sjónarmið eins og landnýtingu, hlut mengandi atvinnurekstrar, náttúruverndargildi landsvæða, legu stofnbrauta o.s.frv.. Sama á við um áhrif mannsins á umhverfi sitt, svo sem loftslagsvandann, eyðingu gróðurlendis, tilkomu ágengra tegunda og annað sambærilegt. Í slíkum tilvikum er ekki óalgengt að ekki sé einu sinni sátt um hvort vandinn sé fyrir hendi eða ekki, hvað þá hvernig eigi að leysa hann. Hugtakið „Wicked problem“ sem kalla mætti „andstyggðarvandi“ kom fyrst fram árið 1973 í grein Horst Rittel og Melvin Webber þar sem þeir voru að lýsa flækjustigi og áskorunum sem fylgja skipulagsvinnu og lausnum á samfélagslegum vandamálum. Síðar hefur þetta hugtak verið notað mikið í tengslum við margháttuð slík vandamál. Andstyggðarvandi er mjög ólíkur þeim vandamálum sem eru skorðuð. Hugtakið nær til vandamála sem er afar erfitt, eða ill- og jafnvel ómögulegt að leysa vegna takmarkaðra upplýsinga, og andstæðra og breytilegra krafna sem oft er afar erfitt að sjá fyrir. Auk þess gerist það ósjaldan þar sem aðgerðir hafa flókin gagnverkandi áhrif, að aðgerðir gegn andstyggðarvanda skapa önnur og oft erfiðari vandamál. „ Aðgerðin gekk vel, en sjúklingurinn dó“ Andstyggðarvanda er almennt sammerkt að: Mismunandi hagsmunaaðilar og hópar hafa ólíkt gildismat á vandamálinu og eðli þess. Kvikar aðstæður og mikið flækjustig valda því að skilningur og upplifun aðila á viðfangefninu getur gjörbreyst á skammri stundu. Óviss þekking. Gögn sem lýsa vandamálinu eru takmörkuð, og þau má túlka á ýmsan veg. Því er ekki ljóst, eða ekki sátt um, hvort nægileg þekking er á viðfangefninu og hvernig ber að túlka tiltæk gögn. Allt þetta gerir það að verkum að mjög erfitt er að ná sátt um skilgreiningu á viðfangsefninu, túlkun gagna, nálgun og markmiðssetningu. Rittel og Webber tiltóku í grein sinni (1973) tíu þætti sem einkenna andstyggðarvanda þegar tekist er á við skipulagsvinnu. Reyndar er líka vísað í flokkun og skýringar úr eldri fyrirlestri Rittel í stað þeirrar sem er í upprunalegu greininni þar sem sumir telja hana meira lýsandi, (Skaburskis, 2008). Upptalningu á þessum þáttum má t.d. sjá á hlekknum. Þegar horft er til þeirra þátta sem Rittel og Weber settu fram virðast eftirtalin meginatriði einkenna andstyggðarvanda: Skilningur á viðfangsefninu er oft ekki fenginn fyrr en lausnin á vandanum er fundin. Sérhver tilraun til að leysa andstyggðarvanda er „eins-skiptis“ tilraun , vegna þess að það er ekki tækifæri til að læra af happa og glappa aðferðum. Sérhver tilraun til inngrips hefur merkjanleg áhrif á vandann sem getur breytt forsendum og gert hann verri. Það er ekki unnt að taka rangar ákvarðanir til baka. Það er ekkert tiltækt eða endanlegt próf til að meta hvort vandamálið sé leyst heldur er aðeins unnt að meta hvort tilteknar aðgerðir hafi haft áhrif. Sérhver andstyggðarvandi er mikið til einstakur og forskriftir til að leysa hann eru ekki tiltækar. Lausnir á andstyggðarvanda eru ekki réttar eða rangar, þær eru annað hvort góðar eða slæmar. Það er almennt ekki ásættanlegt (fyrir almenning) að þeir sem eru að leysa vandann hafi rangt fyrir sér, þar sem afleiðingarnar geta haft víðtæk áhrif á líf og lífsgæði almennings. Þau vandamál sem teljast til andstyggðarvanda eru t.d. ákvarðanir varðandi landnotkun og skipulag, en geta verið samfélagsleg mál eins og kynja og kynþáttamismunun. Nefna má tvö athyglisverð dæmi hér heima um útkomu úr skipulagsvinnu sem voru ekki í samræmi við væntingar – enda við andstyggðarvanda að fást. Á síðasta fjórðungi liðinnar aldar leitaði bæjarstjórn Seltjarnarness eftir áliti íbúa á því hvernig nýr miðbær Seltjarnarness ætti að vera. Bæjaryfirvöld reistu síðan yfirbyggðan miðbæ í samræmi við óskir íbúa. (Mbl. 19. maí 1983). Þeir eru fáir sem telja að sú framkvæmd hafi heppnast vel, enda er húsnæðið ekki nýtt sem slíkt . Á sjötta áratug síðustu aldar komu fram hugmyndir að unnt væri að leysa umferðarteppur vegna þrengsla hjá Slippnum við höfnina með loftbrú. (Vísir 27. júlí 1967). Tollsstöðvahúsið var byggt með það í huga og var hluti af þaki þess hugsað sem brúargólf. Hraðbraut á þakinu án upphafs og endis er árið 2020 hálf hjárænuleg og úr samhengi við umhverfi sitt. Kórónufaraldurinn er augljóslega andstyggðarvandi eins og víða er fjallað um í riti og ræðu erlendis, sjá t.d. Coronavirus Crisis Communication: a Wicked Problem The “Wicked Problem” of the Covid-19 Pandemic How to tame 'wicked problems' like COVID-19 After COVID-19: What Can We Learn About Wicked Problem Governance? Líkt og sóttvarnarlæknir hefur bent á stendur hann og embætti hans fyrir aðgerðum sem miða að því að draga úr áhættu varðandi smit. Það er ákaflega mikilvægur þáttur og sóttvarnarlæknir og raunar þríeykið allt hafa staðið sig gífurlega vel í því hlutverki að mati þorra landsmanna. Viðfangsefnið er hins vegar flóknara en það. Meðan líkur eru á að faraldurinn gangi hratt yfir er nærtækast að ganga hratt fram og loka flestu því sem líkur eru á að geti stuðlað að smiti og standa af sér storminn. Standi álagið hins vegar yfir í lengri tíma koma upp aðrar forsendur. Það kemur þreyta í almenning og líkur eru á að samhugurinn dvíni. Þá þarf að finna ásættanlegt jafnvægi milli þess að draga úr hættu á smiti og að unnt sé að halda öðrum þáttum samfélagsins gangandi. Slík umræða þarf að vera opin og með almennri þátttöku. Almenningur og raunar samfélagið allt þarf að upplifa sig sem þátttakendur og hluta af lausninni. Í þeim efnum má segja að Þríeykinu hafi tekist sérlega vel upp fram til þessa. Það sjónarmið hefur hins vegar komið fram hjá sóttvarnalækni að verði endurtekin áhlaup sem berast út í samfélagið og kalla á áframhaldandi og jafnvel langvarandi aðhaldsaðgerðir mætti huga að því að opna umræðuna og fá fleiri að. Við lausn á andstyggðarvanda er ósjaldan byrjað að leiða saman aðila með mismunandi reynslu og sjónarhorn. Viðfangsefnið er að reyna að byggja upp sameiginlega sýn innan samfélagsins, sem innifelur þau gildi sem aðilar vilja búa við og lifa í samræmi við. Vinnan felst í að sannmælast um þau gildi sem samfélagið telur skipta máli, skilgreina getu samfélagsins til að ráða við vandamálið ásamt að benda á leiðir til úrlausna og hvers megi vænta af þeim. Yrði þessi leið farin varðandi kórónufaraldurinn, og ef vel tekst til, gæti vinna sem þessi orðið ákveðinn samfélagssáttmáli, enda skiptir málið að þetta samráð sé víðtækt og nái til sem flestra þátta innan samfélagsins. Undir lokin er mikilvæg að átta sig á að flækjustigið eykst enn til muna þegar andstyggðarvandinn er kominn á það stig að: Tími til aðgerða er orðinn hættulega naumur. Ekkert miðlægt stjórnvald er virkt. Þeir sem eru að reyna að leysa vandann eru einnig hluti af honum. Aðilar taka tilviljunarkenndar ákvarðanir milli skammtíma og langtímalausna. Undir þennan þátt falla alvarlegustu áskoranir sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir, svo sem loftslagsvandinn, hlýnun og mengun sjávar, fátæktargildrur og það sem er kallað harmleikur sameignarinnar (e. Tragedy of the Commons). Þau vandamál kallast á ensku „Super Wicket problems“ og mætti þýða sem „risa-andstyggðavandi“. Slík vandamál eru verulega yfirgripsmeiri en Covid kreppan og mun lengra í að unnt sé að fá persónur og leikendur að því borði. Höfundur hefur starfað að umhverfismálum um árabil Grunnheimildir: Rittel, H. and Webber, M. (1973). "Dilemmas in a General Theory of Planning," pp. 155–169, Policy Sciences, Vol. 4, Elsevier Scientific Publishing Company, Inc., Amsterdam. Andrejs Skaburskis (2008)The Origin of “Wicked Problems”,Planning Theory & Practice,9:2,277-280,D OI:10.1080/14649350802041654
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun