Áströlsku gróðureldarnir taldir hafa skaðað þrjá milljarða dýra Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 12:54 Vallabíar eru á meðal þeirra dýrategunda sem urðu einna verst úti í gróðureldunum miklu í Ástralíu síðasta suðurhvelssumar. Vísir/EPA Tæplega þrír milljarðar dýra drápust eða þurftu að yfirgefa búsvæði sín vegna gróðureldanna miklu sem geisuðu í Ástralíu síðasta sumar. Alþjóðanáttúrusjóðurinn (WWF) segja eldana verstu hamfarir fyrir dýralíf á síðari tímum. Að minnsta kosti 33 manns fórust í eldunum í Ástralíu. Þeir höfðu enn verri afleiðingar fyrir lífríkið þar sem ógrynni spendýra, skriðdýra, fugla og froska drápust eða töpuðu búsvæðum sínum vegna eyðileggingarinnar. Áætlað hefur verið að 1,25 milljarða dýra hafi drepist í Nýja Suður-Wales og Viktoríu einum saman. Í nýju mati ástralskra háskóla á umfangi og áhrifum eldanna telja vísindamenn að um 11,46 milljónir hektarar lands, svæði á stærð við England, hafi brunnið frá september í fyrra þar til í febrúar á þessu ári. Áætlaður fjöldi dýra sem drápust eða urðu fyrir skaða byggist á stofnstærð og þéttleika dýrategunda fyrir hamfarirnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar dýrategundir, hryggleysingjar, fiskar og skjaldbökur, eru ekki inn í matinu vegna ófullnægjandi gagna um þær. Áströlsk stjórnvöld sögðu 113 dýrategundir þurfa á aðstoð að halda eftir eldana í febrúar. Flestar tegundirnar höfðu tapað tæpum þriðjungi búsvæða sinna í eldunum í skógum og gresjum á sunnan- og austanverðri Ástralíu. Kóalabirnir, vallabíar og sumar fugla-, fisk- og froskategundir þurftu sérstaka aðstoð. Opinber rannsókn stendur yfir á eldunum og er niðurstaðna hennar að vænta í október. Vísindamenn hafa sagt að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi leitt til fordæmalausri tíðni og ákefð gróðureldanna. Talið er reykur frá eldunum hafi átt þátt í dauða á fimmta hundrað manna til viðbótar við þá sem fórust í bálinu. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Dýr Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Tæplega þrír milljarðar dýra drápust eða þurftu að yfirgefa búsvæði sín vegna gróðureldanna miklu sem geisuðu í Ástralíu síðasta sumar. Alþjóðanáttúrusjóðurinn (WWF) segja eldana verstu hamfarir fyrir dýralíf á síðari tímum. Að minnsta kosti 33 manns fórust í eldunum í Ástralíu. Þeir höfðu enn verri afleiðingar fyrir lífríkið þar sem ógrynni spendýra, skriðdýra, fugla og froska drápust eða töpuðu búsvæðum sínum vegna eyðileggingarinnar. Áætlað hefur verið að 1,25 milljarða dýra hafi drepist í Nýja Suður-Wales og Viktoríu einum saman. Í nýju mati ástralskra háskóla á umfangi og áhrifum eldanna telja vísindamenn að um 11,46 milljónir hektarar lands, svæði á stærð við England, hafi brunnið frá september í fyrra þar til í febrúar á þessu ári. Áætlaður fjöldi dýra sem drápust eða urðu fyrir skaða byggist á stofnstærð og þéttleika dýrategunda fyrir hamfarirnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar dýrategundir, hryggleysingjar, fiskar og skjaldbökur, eru ekki inn í matinu vegna ófullnægjandi gagna um þær. Áströlsk stjórnvöld sögðu 113 dýrategundir þurfa á aðstoð að halda eftir eldana í febrúar. Flestar tegundirnar höfðu tapað tæpum þriðjungi búsvæða sinna í eldunum í skógum og gresjum á sunnan- og austanverðri Ástralíu. Kóalabirnir, vallabíar og sumar fugla-, fisk- og froskategundir þurftu sérstaka aðstoð. Opinber rannsókn stendur yfir á eldunum og er niðurstaðna hennar að vænta í október. Vísindamenn hafa sagt að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi leitt til fordæmalausri tíðni og ákefð gróðureldanna. Talið er reykur frá eldunum hafi átt þátt í dauða á fimmta hundrað manna til viðbótar við þá sem fórust í bálinu.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Dýr Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira