

Leikjavísir
Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Star Wars Jedi: Survivor - Enn einn góður en ókláraður leikur
Jedi-riddarinn Cal Kestis er snúinn aftur en kannski aðeins of snemma. Leikurinn hefði þurft lengri framleiðslutíma og þá sérstaklega PC útgáfa hans. Jedi Survivor er þó skemmtilegur leikur sem ég sé ekki eftir að hafa spilað til enda.

Starfsmenn CCP fögnuðu tuttugu árum af EVE
EVE Online fagnar 20 ára afmæli í dag en af því tilefni var boðað til veislu í höfuðstöðvum CCP í Grósku í Vatnsmýri í seinni partinn gær þar sem fyrrverandi og núverandi starfsmenn komu saman til að fagna þessum tímamótunum.

Horizon Forbidden West: Burning Shores - Hin fínasta viðbót við góðan leik
Horizon Forbidden West er einhver fallegasti leikur samtímans og Burning Shores, nýr aukapakki leiksins, skemmir þar ekki fyrir. Aloy þarf núna að elta einn af hinum ódauðlegu Zeniths til rústa Los Angeles og bjarga þar heiminum, í bili, enn eina ferðina.

Gameveran í sumargír
Það verður sumarstemning hjá Gameverunni í streymi kvöldsins. Þetta er lokastreymi hennar fyrir sumarfrí en hún fær Fuglaflensu og Óðinn í heimsókn og ætla þau meðal annars að gefa áhorfendum glaðninga.

Ævintýri Grimsby halda áfram
Óli Jóels mætir aftur á hliðarlínuna í Grimsby í Stjóranum í kvöld. Nú fer að koma í ljós hvort hann komi liðinu upp um deild í Football Manager eða renni á rassinn í slorinu.

Gamestöðin færir sig úr Kringlunni yfir í netheima
Gamestöðin mun loka verslun sinni í Kringlunna næstkomandi sunnudag. Eigandi verslunarinnar segir að ekki sé hægt að keppa við netverslunina í leikjatölvunum sjálfum. Gamestöðin er þó ekki hætt í rekstri þar sem hún lætur til skarar skríða á heimavelli - í netheimum.

Stefnumótakvöld hjá Gameverunni
Marín Gamevera er með stefnumótakvöld í kvöld. Þá mun hún hjálpa vini sínum í gegnum stefnumátalífið í leiknum Ten Dates.

Söfnuðu sjötíu og fimm milljónum í leikinn Dig in
Tölvuleikjafyrirtækið Vitar Games safnaði 75 milljónum króna í fyrstu fjármögnun þess. Hún var framkvæmd með sjóðunum Behold Ventures og Brunnur vaxtarsjóður II. Peningarnir verða notaðir til framleiðslu leiksins Dig in, sem er sá fyrsti sem fyrirtækið gerir.

Opið hús hjá Babe Patrol
Það er opið hús hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Þær ætla að halda eigin leiki í Warzone og fá áhorfendur að vera með.

Bretar hafna stærsta samruna leikjaiðnaðarins
Samkeppniseftirlit Bretlands hefur ákveðið að meina bandaríska tæknifyritækinu Microsoft að festa kaup á leikjarisanum Activision Blizzard fyrir 69 milljarða Bandaríkjadollara. Ákvörðunin er áfall fyrir forsvarsmenn fyrirtækisins sem hyggjast áfrýja.

Hryllingur hjá GameTíví
Strákarnir í GameTíví stíga í spor draugabana í kvöld. Þeir munu etja kappi við illa anda og alls konar kvikyndi í leiknum Demonologist.

Babe Patrol sameinaðar á ný
Stelpurnar í Babe Patrol eru loks sameinaðar á ný og er hefðbundinn dagur á skrifstofunni. Sá dagur felur í sér læti og skothríð í Warzone.

GameTíví: Ævintýrið í Tamriel heldur áfram
Strákarnir í GameTíví halda ævintýrinu í Tamriel áfram í kvöld en þeir ætla að spila Elder Scrolls Online. Að þessu sinni setja strákarnir stefnuna á High Isle þar sem þeir munu berjast við alls kyns ófreskjur og sömuleiðis gefa áhorfendum gjafir.

Partý hjá Babe Patrol og þér er boðið
Stelpurnar Í Babe Patrol halda sannkallað partýstreymi í kvöld þar sem áhorfendum verður boðið að spila með þeim Warzone. Heppnir áhorfendur munu einnig fá glaðninga.

Gameveran fer á skrímslaveiðar
Marín Gamevera fær til sín góðan gest á skrímslaveiðar í kvöld. Þær veiðar fara fram í hinum vinsæla leik Hunt Showdown.

Lifa af á rokgjörnum og hverfulum tíma
Íslenska tölvuleikafyrirtækið Mussila fékk á dögunum verðlaun á hinni alþjóðlegu verðlaunahátíð Bett Awards sem afhent voru í Bretlandi í liðinni viku.

Stjórinn: Dustar rykið af takkaskónum
Óli Jóels, annar stjóranna, ætlar að dusta rykið af takkaskónum og keyra Grimsby í gegnum annað tímabil hjá fiskiborginni frægu í kvöld.

Kettir og álfar snúa bökum saman
Kettir og álfar snúa bökum saman í GameTíví í kvöld. Í tilefni af níu ára afmæli Elder Scrolls Online ætla strákarnir að rifja upp gamla takta í leiknum góða.

Hætta við eina stærstu leikjasýningu ársins
Ekkert verður af tölvuleikjasýningunni E3 2023. Þetta var tilkynnt í gær eftir að ljóst var að stærstu leikjaframleiðendur heimsins myndu ekki mæta á ráðstefnuna. Sýningin, sem halda átti í júní, hefði verið sú fyrsta frá 2019 þar sem gestur hefðu fengið að mæta.

Fuglaflensan mætir aftur til Gameverunnar
Gameveran fær Fuglaflensu aftur í heimsókn í kvöld. Saman ætla þau að rífa í lyklaborðin og spila leiki.

Babe Patrol leita að fyrsta sigrinum
Stelpunar í Babe Patrol leita enn að fyrsta sigrinum í Warzone. Það gæti gerst í kvöld en til þess þurfa þær að láta byssurnar tala.

Pub Quiz og FM með Stjórunum
Stjórarnir Hjálmar Örn og Óli Jóels verða í beinni útsendingu frá Arena Gaming í kvöld, þar sem þeir ætla að halda Pub Quiz um fótbolta og spila einvígi í Football Manager.

GameTíví spila með áhorfendum
Strákarnir í GameTíví ætla ða verja kvöldinu með áhorfendum. Þess vegna munu þeir spila leiki eins og GeoGuessr, Golf with your friends og Fall guys.

Daníel kíkir á Resident Evil 4
Þátturinn Spilaðu með Daníel Rósinkrans er á Twitchrás GameTíví í kvöld. Þá ætlar Daníel að spila nýju endurgerð hryllingsleiksins Resident Evil 4.

Stefnumótakvöld hjá Gameverunni
Það er stefnumótakvöld hjá Gameverunni Marín í kvöld. Hún tekur á móti Odinzki og ætla þau að spila leikinn ten dates.

Allir geta spilað Warzone með Babe Patrol
Stelpurnar í Babe Patrol ætla að opna einkavefþjón í kvöld og spila með áhorfendum. Hver sem er getur því stokkið í leik með stelpunum.

Lokaþáttur Stjórans: Geta enn haldið sér í efstu deild
Það er komið að lokaþætti Stjórans í kvöld. Þeir Hjálmar Örn og Óli berjast í bökkum en geta enn haldið sér í efstu deild, tæknilega séð.

CCP tryggir sér 5,6 milljarða fyrir bálkakeðjuleik
Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CCP hafa tryggt félaginu 5,6 milljarða króna í fjármögnun vegna þróunar nýs tölvuleiks sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þróun leiksins er þegar hafinn í höfuðstöðvum CCP í Reykjavík.

Gameveran og vinir kíkja á Counter Strike
Marín í Gameverunni ætlar að kíkja Counter Strike GO í kvöld. Þá mun hún njóta aðstoðar vina sinna við að kíkja á hinn sí vinsæla leik.

Leitin að fyrsta sigrinum heldur áfram
Eru þetta fuglar eða flugvélar? Nei, þetta eru stelpurnar í Babe Patrol á leið til Al Mazrah þar sem þær leita enn að fyrsta sigrinum í Warzone.