

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Á dögunum sýndi Stöð 2 Sport mynd um feril körfuboltamannsins Justin Shouse hér á landi. Hann kom frá Bandaríkjunum og spilaði með Drangi á Vík í Mýrdal. Þaðan fór hann til Snæfells í Stykkishólmi þar sem þjálfarinn virtist ekki muna hvað hann hét fyrstu vikurnar.
Leikur San Antonio Spurs og Los Angeles Lakers var merkilegur fyrir margar sakir. Þó Lakers hafi unnið leikinn og afmælisbarnið LeBron James stolið fyrirsögnunum þá skráði Becky Hammon sig í sögubækur NBA-deildarinnar.
Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets unnu ótrúlegan sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik. LeBron James er hvergi nærri hættur þrátt fyrir að vera á 18. árinu sínu í deildinni og Miami Heat lagði Milwaukee Bucks.
Fyrsta tímabilið sitt á Íslandi lék Justin Shouse með Drangi í Vík í Mýrdal. Byrjunarlið Drangs var nokkuð athyglisvert eins og hann sagði frá í heimildarmyndinni Justin Shouse: Kjúklingur og körfubolti sem var sýnd á Stöð 2 Sport.
Milwaukee Bucks liðið setti nýtt þriggja stiga met í stórsigri á Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors vann annan leikinn í röð, Los Angeles Clippers svaraði fyrir stórtap og þrennur tveggja leikmanna dugði ekki.
Martin Hermannsson skoraði níu stig er Valencia tapaði með minnsta mun fyrir Baskonia í EuroLeague-deildinni í körfubolta í kvöld, 71-70.
Meistarar Los Angeles Lakers réðu ekki við Portland menn á lokakaflanum og urðu að sætta sig við tap á heimavelli í NBA-deildinni í nótt.
Fréttaveitan Associated Press, AP, valdi í dag tennisstjörnuna Naomi Osaka sem íþróttakonu ársins og körfuboltakappann LeBron James sem íþróttamann ársins. Eru verðlaunin veitt fyrir árangur innan sem utan vallar á árinu sem er að líða.
Thomas Bryant, miðherji Washington Wizards, var kannski aðeins of gjafmildur yfir jólahátíðina.
Heimildaþáttur um hinn magnaða Justin Shouse verður á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræðir við þennan frábæra leikmann og mikla karakter. Þar kemur ýmislegt í ljós.
Justin Shouse kom til Íslands fyrir fimmtán árum og er einn af eftirminnilegustu körfuboltamönnum sem leikið hafa í efstu deild á Íslandi. Hann átti skilið að fá um sig heimildarmynd sem verður frumsýnd í kvöld.
Golden State Warriors færði stuðningsmönnum sínum smá jólagjöf í formi magnaðar skotsýningar hjá stórstjörnunni Stephen Curry.
Þrjú lið eru frekar óvænt ósigruð í þremur fyrstu leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta eftir leiki næturinnar.
Valencia vann stórsigur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld er liðið tók á móti Acunsa á heimavelli sínum. Lokatölur 101-75.
Haukur Helgi Pálsson skoraði fimmtán stig fyrir Andorra í tólf stiga tapi gegn Tenerife í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.
Það fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í gær.
Þrír leikir í ACB deildinni í körfubolta verða í beinni á sportstöðvunum í dag en öll Íslendingaliðin þrjú spila þá í sextándu umferð spænska körfuboltans.
Það er að venju nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag.
Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt.
Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag.
Fjórir leikir eru á dagskrá í NBA-deildinni í beinni á Stöð 2 Sport í dag.
Kjartan Atli Kjartansson er spenntur fyrir NBA-deildinni í vetur enda má segja að það sé evrópskt yfirbragð á henni að mörgu leyti.
NBA-deildin í körfubolta snýr aftur heim á Stöð 2 Sport um jólin. Sýndur verður fjöldi leikja í beinni útsendingu þann 25. desember, jóladag. Síðan verður sýnt jafnt og þétt frá þessari bestu körfuboltadeild í heimi í allan vetur.
NBA meistarar hafa aldrei fengið eins dýra meistarahringa og leikmenn Los Angeles Lakers fengu afhenta fyrir fyrsta leikinn sinn á nýju tímabili.
NBA deildin í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum þar sem lið Brooklyn Nets og Los Angeles Clippers fögnuðu sigri.
Það hefur fækkað um eitt lið í hópi liðanna sem koma til greina sem framtíðargriðarstaður fyrir NBA stórstjörnuna James Harden.
Valencia vann í kvöld mikilvægan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta til að lyfta sér upp töfluna. Valencia vann sigur á Murcia, 89-78.
Íslensku landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson og Tryggvi Snær Hlinason voru í eldlínunni með liðum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.
Boðið verður upp á tólf beinar útsendingar á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag og óhætt að segja að fjölbreytileikinn ráði för.
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson var allt í öllu þegar lið hans, Fraport Skyliners, vann góðan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.