LeBron James ætlar að skipta um treyjunúmer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 15:31 LeBron James spilaði alltaf númer sex hjá Miami Heat. EPA/RHONA WISE Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James datt á dögunum í fyrsta sinn út úr úrslitakeppni NBA deildarinnar í fyrstu umferð og hann er byrjaður að breyta hlutum fyrir næsta tímabil. James spilaði í treyju númer 23 á þessum tímabili með Los Angeles Lakers en svo verður ekki á næstu leiktíð. James hefur tekið þá ákvörðun að skipta í treyju númer sex. Liðsfélagi hans Anthony Davis ætlar að vera áfram númer þrjú. Los Angeles Lakers star LeBron James is changing his jersey number from No. 23 to No. 6 next season, sources tell me and @tim_cato. Anthony Davis is expected to remain No. 3.https://t.co/GyQy5s9bVu— Shams Charania (@ShamsCharania) June 9, 2021 Forráðamenn Lakers og treyjusöludeildar félagsins fagna þessu örugglega því þetta ætti að þýða stóraukna treyjusölu. James hefur verið vinsælasti körfuboltamaður Bandaríkjanna í langan tíma en hann hefur spilað í NBA deildinni frá árinu 2003. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem James spilar í treyju sex því hann hann spilaði í þessu númeri með bandaríska landsliðinu og vann tvo fyrstu meistaratitlana sína með Miami Heat í treyju númer sex. James gat ekki spilað númer 23 með Miami Heat því félagið hafði hætt að nota það treyjunúmer til heiðurs Michael Jordan. Breaking: LeBron James is changing his number back to 6 next season after Space Jam.Sources tell @ShamsCharania and @tim_cato. pic.twitter.com/bRT5kiCKAW— The Athletic (@TheAthletic) June 9, 2021 LeBron ætlaði að skipta yfir í sexuna sumarið 2019 þegar Lakers fékk til sín Davis af því að Anthony Davis var búinn að spila í númer 23 allan sinn feril fram að því. Nike kom í veg fyrir þá breytingu. James valdi að spila í 23 á sínum tíma vegna Michael Jordan en vildi síðan fara í sexuna vegna þeirra Bill Russell og Julius "Dr. J" Erving sem spiluðu alltaf í númer sex. James heldur upp á 37 ára afmælið sitt í desember næstkomandi en hann var með 25,0 stig, 7,7 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í deildinni á þessu tímabili. Í einvíginu sem tapaðist á moti Phoenix Suns þá dugði það ekki Lakers liðinu að Lebron bauð upp á 23,3 stig, 7,2 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum sex. NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
James spilaði í treyju númer 23 á þessum tímabili með Los Angeles Lakers en svo verður ekki á næstu leiktíð. James hefur tekið þá ákvörðun að skipta í treyju númer sex. Liðsfélagi hans Anthony Davis ætlar að vera áfram númer þrjú. Los Angeles Lakers star LeBron James is changing his jersey number from No. 23 to No. 6 next season, sources tell me and @tim_cato. Anthony Davis is expected to remain No. 3.https://t.co/GyQy5s9bVu— Shams Charania (@ShamsCharania) June 9, 2021 Forráðamenn Lakers og treyjusöludeildar félagsins fagna þessu örugglega því þetta ætti að þýða stóraukna treyjusölu. James hefur verið vinsælasti körfuboltamaður Bandaríkjanna í langan tíma en hann hefur spilað í NBA deildinni frá árinu 2003. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem James spilar í treyju sex því hann hann spilaði í þessu númeri með bandaríska landsliðinu og vann tvo fyrstu meistaratitlana sína með Miami Heat í treyju númer sex. James gat ekki spilað númer 23 með Miami Heat því félagið hafði hætt að nota það treyjunúmer til heiðurs Michael Jordan. Breaking: LeBron James is changing his number back to 6 next season after Space Jam.Sources tell @ShamsCharania and @tim_cato. pic.twitter.com/bRT5kiCKAW— The Athletic (@TheAthletic) June 9, 2021 LeBron ætlaði að skipta yfir í sexuna sumarið 2019 þegar Lakers fékk til sín Davis af því að Anthony Davis var búinn að spila í númer 23 allan sinn feril fram að því. Nike kom í veg fyrir þá breytingu. James valdi að spila í 23 á sínum tíma vegna Michael Jordan en vildi síðan fara í sexuna vegna þeirra Bill Russell og Julius "Dr. J" Erving sem spiluðu alltaf í númer sex. James heldur upp á 37 ára afmælið sitt í desember næstkomandi en hann var með 25,0 stig, 7,7 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í deildinni á þessu tímabili. Í einvíginu sem tapaðist á moti Phoenix Suns þá dugði það ekki Lakers liðinu að Lebron bauð upp á 23,3 stig, 7,2 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum sex.
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira