Skömmuðust sín eftir stærsta tap tímabilsins Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 07:31 Chris Paul kominn í skotfæri en Facundo Campazzo reynir að verjast. AP/Matt York Hinn 36 ára gamli Chris Paul átti annan stórleik þegar Phoenix Suns komst í 2-0 í einvígi sínu við Denver Nuggets í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Phoenix vann leikinn af afar miklu öryggi en lokatölur urðu 123-98. Það er stærsta tap Denver á allri leiktíðinni og ekki laust við að þjálfari liðsins, Michael Malone, og hans menn skömmuðust sín hreinlega að tapa svo illa á þessu stigi keppninnar. „Þessi frammistaða var til skammar fyrir mig og alla mína leikmenn. Við förum út héðan niðurlútir og það með réttu. Það er ástæða fyrir því að fólkið á pöllunum kallaði „Suns í fjórum!“ og kalli eftir því að okkur verði sópað út því ef við spilum svona í Denver þá verður þetta mjög stutt sería,“ sagði Malone. Einvígið færist nú yfir til Denver þar sem Nikola Jokic, nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, og félagar þurfa að svara fyrir sig. Jokic skoraði 24 stig og tók 13 fráköst en fékk lítinn stuðning. Chris Paul hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrsta leik einvígisins og bætti um betur. Hann átti heilar 15 stoðsendingar án þess að tapa boltanum einu sinni, og skoraði 17 stig. Axlarmeiðsli sem trufluðu hann í einvíginu við LA Lakers virðast ekki há honum lengur. Devin Booker skoraði 18 stig og tók 10 fráköst. Phoenix var tíu stigum yfir í hálfleik og jók muninn í 86-67 fyrir lokaleikhlutann. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi en heimamenn slökuðu samt ekki á klónni og unnu 25 stiga sigur. Liðin mætast næst í Denver seint á föstudagskvöld. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Phoenix vann leikinn af afar miklu öryggi en lokatölur urðu 123-98. Það er stærsta tap Denver á allri leiktíðinni og ekki laust við að þjálfari liðsins, Michael Malone, og hans menn skömmuðust sín hreinlega að tapa svo illa á þessu stigi keppninnar. „Þessi frammistaða var til skammar fyrir mig og alla mína leikmenn. Við förum út héðan niðurlútir og það með réttu. Það er ástæða fyrir því að fólkið á pöllunum kallaði „Suns í fjórum!“ og kalli eftir því að okkur verði sópað út því ef við spilum svona í Denver þá verður þetta mjög stutt sería,“ sagði Malone. Einvígið færist nú yfir til Denver þar sem Nikola Jokic, nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, og félagar þurfa að svara fyrir sig. Jokic skoraði 24 stig og tók 13 fráköst en fékk lítinn stuðning. Chris Paul hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrsta leik einvígisins og bætti um betur. Hann átti heilar 15 stoðsendingar án þess að tapa boltanum einu sinni, og skoraði 17 stig. Axlarmeiðsli sem trufluðu hann í einvíginu við LA Lakers virðast ekki há honum lengur. Devin Booker skoraði 18 stig og tók 10 fráköst. Phoenix var tíu stigum yfir í hálfleik og jók muninn í 86-67 fyrir lokaleikhlutann. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi en heimamenn slökuðu samt ekki á klónni og unnu 25 stiga sigur. Liðin mætast næst í Denver seint á föstudagskvöld.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira