

Körfubolti
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Valskonur endurheimta þrjár af þeim bestu í deildinni: Þetta breyttist á 102 dögum
Domino´s deild kvenna í körfubolta hefst á nýjan leik í kvöld með heilli umferð. Þetta verða fyrstu leikir deildarinnar í 102 daga.

99 dagar og veiran var vandamálið
Í dag er sannkallaður gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf þegar keppni í íþróttum hefst að nýju eftir lengsta bann við keppni í sögu þjóðarinnar.

James með stæla og Harden búinn að gefast upp
Los Angeles Lakers styrktu stöðu sína á toppi vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta þegar þeir rúlluðu yfir Houston Rockets, 117-100, í nótt. Algjör uppgjafartónn var í James Harden, stjörnuleikmanni Houston.

Dagskráin í dag: Körfuboltinn fer aftur af stað á Íslandi
Íslenskt íþróttalíf fer aftur af stað í kvöld er tveir leikir í Dominos-deild kvenna sem og Dominos Körfuboltakvöld eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport.

Valencia tapaði stórt á Ítalíu
Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu með fimmtán stiga mun gegn Olimpia Milano á útivelli í EuroLeague í kvöld, lokatölur 95-80. Valencia er þar með ekki lengur meðal átta efstu liða deildarinnar.

Logi Gunnars fékk fiskikar við hliðina á heita pottinum
Það verður væntanlega mikið um „heitt og kalt“ hjá aldursforseta Njarðvíkurliðsins á þeim krefjandi vikum sem eru framundan í körfuboltanum.

NBA dagsins: Beal naut sín í „klikkuðum slag“
Bradley Beal stal senunni í NBA-deildinni í nótt með stórleik í öruggum sigri Washington Wizards á Phoenix Suns, 128-107. Flottustu NBA-tilþrifin frá því í nótt má sjá í meðfylgjandi klippu.

Grindvíkingar missa Sigtrygg Arnar í atvinnumennsku á Spáni
Grindvíkingar missa einn besta leikmann liðsins nokkrum dögum fyrir fyrsta leik en ætla að finna nýjan leikmann í staðinn fyrir hann.

Burstaði pabba sinn í sögulegum leik
Maureen Magarity fór heldur betur illa með föður sinn í fyrsta uppgjöri þjálfarafeðgina í sögu fyrstu deildar bandaríska háskólakörfuboltans.

„Það mun enginn vorkenna okkur“
Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna.

Dagskráin í dag: Spænskar íþróttir
Tvær beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag og hliðarrásum; ein úr spænska körfuboltanum og ein úr fótboltanum á Spáni.

Möguleiki á að færa bikarkeppnina ef KKÍ lendir í vanda
Körfuknattleikssamband Íslands er undir það búið að gera þurfi hlé á Íslandsmótinu í körfubolta sem hefst aftur í þessari viku. Meðal aðgerða sem hægt er að grípa til að færa bikarkeppnina.

NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað
Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt.

Vandræðin aukast vegna veirunnar en NBA heldur áfram
Þó að leikmannahópar nokkurra NBA-liða hafi þynnst og að í gær hafi þurft að fresta leik Boston Celtics og Miami Heat, vegna kórónuveirusmita eða gruns um smit, stendur ekki til að stöðva keppni í deildinni.

Elvar Már með tvöfalda tvennu í sigri
Elvar Már Friðriksson skoraði ellefu stig og gaf sömuleiðis ellefu stoðsendingar í 94-88 sigri Siauliai á Neptunas í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta. Elvar leikur með fyrrnefnda liðinu.

Sjö leikmenn Philadelphia töpuðu gegn Denver | Myndbönd
Það var næg spenna í mörgum NBA leikjunum í nótt en alls voru átta leikir á dagskrá. Einungis þrír af leikjunum tíu enduðu með meira en tíu stiga mun svo dramatíkin var mikil á flestum stöðum.

Dagskráin í dag: Ítalski boltinn, enska bikarkeppnin og amerískar íþróttir
Það er heldur betur nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Leikmenn smeykir við leikjaálagið framundan
Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals í Domino's deild kvenna í körfubolta, segir leikmenn þurfa að vera vel undirbúna fyrir það mikla leikjaálag sem verður í deildinni er hún hefst á ný í næstu viku.

Martin með sjö stoðsendingar í stórsigri
Martin Hermannsson spilaði 17 mínútur í stórsigri Valencia á Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Hann skoraði fimm stig og gaf sjö stoðsendingar.

Curry og LeBron í banastuði | Myndbönd
Stórskytturnar LeBron James og Steph Curry voru í miklu stuði í NBA körfuboltanum í nótt. LeBron var stigahæstur í sigri Lakers gegn Chicago og Curry skoraði flest stig Golden State í sigri á Clippers.

Bestu miðherjarnir mætast í Fíladelfíu
Það er engum ofsögum sagt að Nikola Jokic og Joel Embiid séu tveir af bestu miðherjum NBA, og kannski þeir tveir bestu, sérstaklega ef Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er flokkaður sem kraftframherji frekar en miðherji.

Allt mótahald á dagskrá: „Þurfum að passa okkur vel svo að við fáum ekki aftur á okkur keppnis- og æfingabann“
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var eðlilega himinlifandi með fréttir dagsins en í dag var tilkynnt að keppni í íslenskum íþróttum má fara af stað á nýjan leik frá og með næsta miðvikudegi.

Phoenix Suns sterkt í ár: „Ég veit að Ólafur Ingi Skúlason er sáttur“
Það er auðvitað von á nýjum spútnikliðum í NBA deildinni í ár eins og vanalega og þeir sem halda með liði Phoenix Suns gæti fengið ástæðu til að kætast í vetur.

Fóru á leik Raptors og Pacers en horfðu á Lakers gegn Celtics
Kjartan Atli Kjartansson bauð upp á nýjung í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi en þar fóru NBA þríburarnir svokölluðu yfir öll liðin í NBA-deildinni.

Kallar eftir skýrari áætlun lendi lið í sóttkví
Darri Freyr Atlason, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segir vissulega gleðiefni að keppni geti hafist að nýju í Dominos-deildunum í næstu viku. Fyrirvarinn sé hins vegar skammur og því verði KR ekki með fullskipað lið í fyrstu leikjunum eftir hléið langa.

NBA dagsins: Doncic vann júróslaginn gegn Jokic
Tveir af bestu evrópsku leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta fóru mikinn þegar Dallas Mavericks sigraði Denver Nuggets í nótt, 117-124.

Sammála um Lakers: „Kæmi mér rosalega á óvart ef þetta lið myndi ekki vinna í ár“
NBA-deildin er til umræðu í nýjasta þætti Sportsins í dag og eru menn þar á bær sammála um að Los Angeles Lakers séu með besta lið deildarinnar.

Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda
Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik.

Doncic magnaður í sigri Dallas og San Antonio vann aftur í Los Angeles
Luka Doncic átti stórkostlegan leik þegar Dallas Mavericks sigraði Denver Nuggets eftir framlengingu, 117-124, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

NBA dagsins: Íhuguðu að mæta ekki til leiks í mótmælaskyni en unnu sætan sigur
Úrslitin réðust á lokandartökunum þegar Miami Heat tók á móti Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.