Wall fetar í fótspor Harden og Westbrook | Leitar á ný mið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 23:30 Eftir aðeins hálft ár í herbúðum Houston Rockets mun John Wall leita á önnur mið. Michael Reaves/Getty Images John Wall hefur náð samkomulagi við forráðamenn Houston Rockets um að yfirgefa félagið þegar nægilega gott tilboð berst. Hann mun ekki leika með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta í vetur. Lið NBA-deildarinnar eru að skríða saman eftir sumarfrí og eru æfingaleikir eru á dagskrá í upphafi októbermánaðar. Þann 20. október fer boltinn svo á loft er meistarar Milwaukee Bucks mæta Brooklyn Nets. Síðar sömu nótt mætast Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Nets og Lakers eiga það sameiginlegt að vera bæði með fyrrum stórstjörnur Houston Rockets innanborðs, þá James Harden og Russell Westbrook. Nú hefur verið greint frá því að John Wall, núverandi ofurstjarna Rockets, sé á leið frá félaginu og muni ekki spila með því í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN ætla Houston að leggja traust sitt á hina ungu og efnilegu Kevin Porter Jr. og Jalen Green í vetur. Það þýðir að Wall, sem kom til Houston í skiptum fyrir Westbrook á síðasta ári, er ekki með neitt hlutverk hjá liðinu. Breaking: The Rockets and John Wall have agreed to work together in an attempt to find a trade destination, sources told @espn_macmahon. https://t.co/hYP02G2KMp pic.twitter.com/2wPttuKw5y— SportsCenter (@SportsCenter) September 14, 2021 Hinn 31 árs gamli Wall er á himinháaum samning og hefur aðeins spilað 113 leiki á síðustu fjórum tímabilum vegna meiðsla. Þar á meðal meiðslum á hásin sem þýddu að hann missti af öllu 2019-2020 tímabilinu með Wizards. Wall náði aðeins 40 leikjum með Houston í vetur en stóð sig vel þegar hann spilaði. Skoraði hann 20,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 6,9 stoðsendingar. Á vef Complex eru alls átta lið nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir fyrir Wall. Líkurnar er þó mismiklar. Philadelphia 76ers kemur til greina, þá mögulega með skiptum á Ben Simmons. Það er þó ekki talið líklegt. Los Angeles Clippers væri mun líklegra ef launapakki Wall væri ekki jafn hár og raun ber vitni. Miami Heat þyrfti einnig að fara í fjármálafimleika til þess að búa til pláss fyrir Wall. Dallas Mavericks gæti virkað þar sem það myndi gefa Luka Doncic þá hjálp sem hann þarf en það er talið ólíklegt þar sem Houston og Dallas eru í sömu deild. Detroit Pistons gæti verið góð lausn. Að fá mann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma til að leiðbeina drengnum sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali væri ekki alvitlaus hugmynd. Cleveland Cavaliers hafa verið nefndir til sögunnar en enginn virðist vita af hverju þeir ættu að reyna við Wall. New Orleans Pelicans eru einnig ekki líklegir til að vilja taka á sig þann launapakka sem fylgir Wall þó að liðið þurfi á einhverjum jákvæðum fréttum að halda eftir skelfilegt sumar á leikmannamarkaðnum. Að lokum er Oklahoma City Thunder nefnt til sögunnar þar sem liðið hefur efni á leikmanninum en það eru engar líkur á að leikmaðurinn vilji fara þangað. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Lið NBA-deildarinnar eru að skríða saman eftir sumarfrí og eru æfingaleikir eru á dagskrá í upphafi októbermánaðar. Þann 20. október fer boltinn svo á loft er meistarar Milwaukee Bucks mæta Brooklyn Nets. Síðar sömu nótt mætast Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Nets og Lakers eiga það sameiginlegt að vera bæði með fyrrum stórstjörnur Houston Rockets innanborðs, þá James Harden og Russell Westbrook. Nú hefur verið greint frá því að John Wall, núverandi ofurstjarna Rockets, sé á leið frá félaginu og muni ekki spila með því í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN ætla Houston að leggja traust sitt á hina ungu og efnilegu Kevin Porter Jr. og Jalen Green í vetur. Það þýðir að Wall, sem kom til Houston í skiptum fyrir Westbrook á síðasta ári, er ekki með neitt hlutverk hjá liðinu. Breaking: The Rockets and John Wall have agreed to work together in an attempt to find a trade destination, sources told @espn_macmahon. https://t.co/hYP02G2KMp pic.twitter.com/2wPttuKw5y— SportsCenter (@SportsCenter) September 14, 2021 Hinn 31 árs gamli Wall er á himinháaum samning og hefur aðeins spilað 113 leiki á síðustu fjórum tímabilum vegna meiðsla. Þar á meðal meiðslum á hásin sem þýddu að hann missti af öllu 2019-2020 tímabilinu með Wizards. Wall náði aðeins 40 leikjum með Houston í vetur en stóð sig vel þegar hann spilaði. Skoraði hann 20,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 6,9 stoðsendingar. Á vef Complex eru alls átta lið nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir fyrir Wall. Líkurnar er þó mismiklar. Philadelphia 76ers kemur til greina, þá mögulega með skiptum á Ben Simmons. Það er þó ekki talið líklegt. Los Angeles Clippers væri mun líklegra ef launapakki Wall væri ekki jafn hár og raun ber vitni. Miami Heat þyrfti einnig að fara í fjármálafimleika til þess að búa til pláss fyrir Wall. Dallas Mavericks gæti virkað þar sem það myndi gefa Luka Doncic þá hjálp sem hann þarf en það er talið ólíklegt þar sem Houston og Dallas eru í sömu deild. Detroit Pistons gæti verið góð lausn. Að fá mann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma til að leiðbeina drengnum sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali væri ekki alvitlaus hugmynd. Cleveland Cavaliers hafa verið nefndir til sögunnar en enginn virðist vita af hverju þeir ættu að reyna við Wall. New Orleans Pelicans eru einnig ekki líklegir til að vilja taka á sig þann launapakka sem fylgir Wall þó að liðið þurfi á einhverjum jákvæðum fréttum að halda eftir skelfilegt sumar á leikmannamarkaðnum. Að lokum er Oklahoma City Thunder nefnt til sögunnar þar sem liðið hefur efni á leikmanninum en það eru engar líkur á að leikmaðurinn vilji fara þangað. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira