Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Kristinn Albertsson hefur samkvæmt heimildum Vísis ákveðið að bjóða sig fram til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Körfubolti 18. febrúar 2025 14:17
Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Stjörnukonan Diljá Ögn Lárusdóttir var allt í öllu þegar Stjörnuliðið endaði tíu leikja sigurgöngu Þórsara í Bónus deild kvenna í körfubolta um helgina og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Þórskonur á þeirra eigin heimavelli í vetur. Körfubolti 18. febrúar 2025 13:31
Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Skagamenn hafa ekki átt lið í efstu deild karla í körfubolta í aldarfjórðung. Það gæti breyst á næstunni því ÍA hefur unnið níu leiki í röð og er á toppi 1. deildarinnar. Þjálfari Skagamanna segir að mikil körfuboltastemmning hafi myndast á Akranesi og vel hafi tekist að setja saman lið. Hann segir þó að árangur vetrarins hafi komið jafnvel honum á óvart. Körfubolti 18. febrúar 2025 10:01
„Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfuboltakvöld ræddi lið Keflavíkur, sem hefur tekið miklum framförum eftir þjálfarabreytingar. Körfubolti 17. febrúar 2025 22:47
Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Stjörnuleikur NBA deildarinnar hefur dvínað verulega í vinsældum undanfarin ár. Deildin bryddar sífellt upp á nýjungum en það hefur ekki borið árangur í áhorfstölum. Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo eru hrifnir af hugmyndinni um leik milli bandarískra leikmanna og leikmanna frá öðrum löndum. Körfubolti 17. febrúar 2025 20:02
Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, kallaði eftir því í viðtali eftir síðasta leik að íslensku leikmenn liðsins myndu stíga meira upp. Körfuboltakvöld ræddi ummælin og velti fyrir sér vandamálum Þórs, sem er í tíunda sæti deildarinnar eins og er. Körfubolti 17. febrúar 2025 18:01
Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Heppinn áhorfandi á Stjörnuleiknum í NBA fékk rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna fyrir að vinna Damian Lillard í skotkeppni. Körfubolti 17. febrúar 2025 17:32
„Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Þótt Stjörnuleikurinn í NBA hafi ef til vill ekki verið rismikill var troðslukeppnin vel heppnuð að mati strákanna í Lögmáli leiksins. Körfubolti 17. febrúar 2025 15:31
„Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Haukakonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi eftir sigur í spennuleik í Keflavík. Körfubolti 17. febrúar 2025 13:31
Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Hjólastólakörfubolti var kynntur fyrir almenningi á laugardaginn í Kringlunni í tilefni þess að opnað var fyrir æfingar fyrir fötluð börn um helgina. Körfubolti 17. febrúar 2025 12:31
Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er komið saman til að undirbúa sig fyrir tvo gríðarlega mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins. Þetta eru leikir þar sem íslensku strákarnir geta tryggt sig inn á Eurobasket 2025. Körfubolti 17. febrúar 2025 12:00
Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Það er allt annað yfirbragð fyrir liði Álftaness á nýju ári. Sumir ganga svo langt að tala um nýtt Álftaneslið því áherslurnar hafa breyst það mikið. Körfubolti 17. febrúar 2025 10:33
Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Þetta átti að vera stórt kvöld fyrir fyrrum leikmanns skólans en breyttist fljótt í það að vera aðhlátursefni á netmiðlum. Körfubolti 17. febrúar 2025 09:00
Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Darrell Armstrong, aðstoðarþjálfari hjá NBA körfuboltaliðinu Dallas Mavericks, kom sér í mikil vandræði um helgina. Körfubolti 17. febrúar 2025 08:26
Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann Gömlu karlarnir hans Shaquille O'Neal fögnuðu sigri í nótt í Stjörnuleik NBA deildarinnar sem fór fram með nýju fyrirkomulagi. Körfubolti 17. febrúar 2025 06:16
„Erum ekkert að fara slaka á“ Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97. Körfubolti 16. febrúar 2025 21:55
Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Njarðvík lagði Val með tveggja stiga mun í æsispennandi leik að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Bónus deild kvenna í körfubolta, lokatölur 76-78. Körfubolti 16. febrúar 2025 21:17
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Keflavík tók á móti Haukum í toppslag Bónus deild kvenna þegar liðin áttust við í Blue höllinni í kvöld. Haukar sitja á toppi deildarinnar og gátu með sigri gefið sér smá andrými þar á meðan Keflavík gat sett alvöru pressu á gestina á toppi deildarinnar. Það fór svo að Haukar hafði betur með minnsta mun 96-97. Körfubolti 16. febrúar 2025 18:31
Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Victor Wembanyama og Chris Paul fóru óhefðbundna og, eins og þeir vita núna, ólöglega leið í skotþrautinni í gær, á stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 16. febrúar 2025 15:03
Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Martin Hermannsson snýr aftur í íslenska landsliðshópinn í körfubolta fyrir leikina sem ráða því hvort Ísland verður með í lokakeppni EM sem hefst í lok ágúst. Körfubolti 16. febrúar 2025 11:40
Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Það voru vægast sagt spennandi leikir sem fóru fram í Bónus deild kvenna í körfubolta á Akureyri og Sauðárkróki í dag. Körfubolti 15. febrúar 2025 21:15
Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Grindavík vann 15 stiga sigur á botnliði Aþenu í fallbaráttuslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 105-90. Körfubolti 15. febrúar 2025 17:59
Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Gríðarleg orka og ákefð í hinum 18 ára gamla Arnóri Tristan Helgasyni heillaði sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds upp úr skónum. Þeir hældu Grindvíkingnum í þætti gærkvöldsins, eftir frammistöðu hans gegn Álftanesi í vikunni. Körfubolti 15. febrúar 2025 11:02
Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Tvö íþróttafélög brjóta blað í íslenskri íþróttasögu þegar þau opna fyrir æfingar í hjólastólakörfubolta um helgina. Verkefnið verður kynnt með pompi og prakt í Kringlunni í dag. Körfubolti 15. febrúar 2025 10:00
Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum Björn Kristjánsson sá ekki fyrir sér að spila körfubolta aftur þegar nýru hans gáfu sig veturinn 2022 og hann á leið í aðgerð. Fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kom honum hins vegar til aðstoðar. Körfubolti 15. febrúar 2025 08:04
„Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Valur vann KR á Meistaravöllum eftir framlengdan leik 89-96. Þetta var fimmti sigur Vals í röð í Bónus deildinni og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn gegn sínu gamla félagi. Sport 14. febrúar 2025 22:16
„Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ „Niðurstaðan er svekkjandi, ekki spurning, en þetta var frábær leikur, fallegur körfubolti fyrir áhorfendurna. Eins og yfirleitt þá réðust úrslitin á einu atviki, einu skoti og frákasti, varnarlegum mistökum, og því miður urðum við fyrir því en ekki þeir í kvöld,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir 91-95 tap gegn Njarðvík í miklum spennuleik í átjándu umferð Bónus deildar karla. Körfubolti 14. febrúar 2025 21:47
Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram eftir endurkomu Kristófers Acox og unnu í kvöld sjö stiga sigur á KR, 96-89, í framlengdum Reykjavíkurslag í Vesturbænum í Bónus deild karla í körfubolta. Valsemnn hafa unnið fimm leiki í röð og hafa komið sér vel fyrir í fjórða sætinu. Körfubolti 14. febrúar 2025 21:24
Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Njarðvík sótti sterkan sigur í Skógarselið í átjandu umferð Bónus deildar karla. 91-95 varð niðurstaðan gegn ÍR eftir hörkuspennandi leik sem réðst ekki fyrr en á lokamínútunni. Njarðvíkingar styrkja þar með stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en ÍR-ingar missa af mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Körfubolti 14. febrúar 2025 21:00
Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Franski körfuboltamaðurinn Steeve Ho You Fat verður ekkert meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Bónus deild karla í körfubolta eftir að hafa meiðst illa á hné Körfubolti 14. febrúar 2025 18:31