

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Körfuknattleiksdeild KR sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af skuld félagsins við KKÍ. Þar er nafntogun félagsins af hálfu formanns KKÍ hörmuð.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Subway-deild karla í körfubolta, býst ekki við því að Pavel Ermolinskij muni leika með liðinu á næstu leiktíð. Finnur Freyr tekur þó fram að Pavel, sem var aðstoðarþjálfari liðsins í vetur, sé velkomið að halda áfram óski hans þess.
Öll lið hafa gengið frá skráningargjaldi til Körfuknattleikssambands Íslands fyrir þátttöku í deildum sambandsins í vetur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ staðfestir að KR var of seint að borga, sem kostaði Vesturbæinga skildinginn.
Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100.
LeBron James, leikmaður LA Lakers, hefur aftur kveikt í þeirri vangaveltu að hann og Stephen Curry gætu spilað í sama liði einn daginn.
Ólafur Ingi Styrmisson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Fjölni.
Kiana Johnson mun leika með Val í Subway-deild kvenna í körfubolta á komandi leiktíð. Hún lék með liðinu við góðan orðstír frá 2019 til 2021.
Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir mun spila með liði Faenza í ítölsku A-deildinni í körfubolta næsta vetur. Hún lék með Phoenix Constanta í Rúmeníu við góðan orðstír á síðustu leiktíð.
Jayson Tatum, stjörnuleikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, segir það frábært ef hann getur verið fyrirmynd fyrir unga feður.
Darvin Ham tók við sem aðalþjálfari Los Angeles Lakers, eins sögufrægasta íþróttaliðs allra tíma, á dögunum. Á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari liðsins opinberaði hann skelfilega lífsreynslu frá því hann var aðeins 14 ára gamall.
Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, segist vilja útiloka alla möguleika erlendis áður en hann íhugi að koma heim í Subway-deildina. Hann var nálægt því að skrifa undir hjá uppeldisfélagi sínu, Grindavík, fyrr í sumar, en stefnir nú á Sumardeild NBA.
Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa samið við bakvörðinn Bríeti Sif Hinriksdóttur um að leika með liðinu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð.
Valskonur hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Subway-deild kvenna í körfubolta. Eín Sóley Hrafnkelsdóttir mun leika með liðinu næstu tvö ár. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við uppeldisfélag sitt Hamar og mun leika með liðinu í 1. deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Hann var orðaður við ýmis lið í Subway deildinni en ákvað á endanum að söðla um og halda heim á leið.
Fotios Lampropolus er nýjasti leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn samkvæmt tilkynningu liðsins á facebook í kvöld.
Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar í körfubolta, er mjög stoltur af þeirri staðreynd að tæplega helmingur allra aðalþjálfara í deildinni sé svartur á hörund. Hann vonast þó að í framtíðinni að slík staðreynd verði ekki fréttnæm.
Golden State Warriors jafnaði metin gegn Boston Celtics í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta. Eftir erfiðar upphafsmínútur settu Stríðsmennirnir frá San Francisco í fimmta gír og unnu 19 stiga sigur, lokatölur 107-88.
Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil.
Körfuknattleiksmaðurinn Hlynur Bæringsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun taka slaginn með liðinu í Subway deildinni á næstu leiktíð.
Besti leikmaður nýliðins tímabils, Valsarinn Kristófer Acox, er ekki á leiðinni út í atvinnumennsku strax. Kristófer er með samning við Val til ársins 2024.
LeBron James er samkvæmt Forbes formlega orðinn milljarðamæringur, í dollurum talið. Með þessu er hann fyrsti NBA leikmaðurinn sem nær þessari stöðu á meðan hann er enn þá að spila í deildinni.
Stephen Curry var sjóðandi heitur framan af fyrsta leik Golden State Warriors og Boston Celtics í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt. Það dugði ekki til þar sem Boston vann leikinn 120-108.
Silfurlið Tindastóls hefur samið við þrjá af helstu lykilleikmönnum sínum sem og þjálfarann Baldur Þór Ragnarsson um að gera aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.
Jóhann Þór Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur í Subway-deild karla. Staðfesti körfuknattleiks félagsins þetta í gærkvöld. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en verður án Martins Hermannssonar í leikjum sínum í sumar eftir að hann sleit krossband í hné í vikunni.
Boston Celtics leiðir 1-0 gegn Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik virtist sem Stríðsmennirnir væru betur stemmdir og leiddu þeir með allt að 15 stigum í þriðja leikhluta. Ótrúlegur fjórði leikhluti tryggð Boston hins vegar 120-108 sigur.
„Það kemst upp í smáæfingu að vaka eftir NBA og núna er ærið tilefni til að vaka fram eftir,“ segir Kjartan Atli Kjartansson sem stýra mun umfjöllun í veglegum útsendingum frá úrslitaleikjunum í NBA-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 2.
Körfuboltaþjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson er snúinn aftur til Keflavíkur og verður aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins á næstu leiktíð.
Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld.
Boston Celtics samfélagið á Íslandi, og víðar, gladdist mjög þegar liðið komst í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í tólf ár eftir sigur á Miami Heat í oddaleik aðfaranótt sunnudags. Í úrslitaeinvíginu, sem hefst í nótt, mætir Boston Golden State Warriors.