„Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 15. mars 2023 23:15 Hörður Axel, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var ekki beinlínis brosandi út að eyrum en augljóslega ánægður með sigur síns liðs gegn Val, 70-55, í toppslag deildarinnar fyrr í kvöld. Í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik lýsti hann fyrst yfir ánægju með varnarleik síns liðs. „Varnarlega fyrir mér, „outstanding“. Þær hittu ekki vel heldur, Valur, sem að auðvitað hjálpar til en varnarlega mjög mikil ákefð, allar tilbúnar að taka við af næstu ef hún missti mann frá sér. Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr, fannst mér, í dag.“ Hörður sagði fyrir leik að liðið myndi breyta út af vananum þegar kom að pressu í varnarleiknum. „Við vorum að pressa aðeins öðruvísi. Við vorum meira frá miðju. Við munum alltaf spila af „aggression“ og ákefð. Það er það sem við stöndum fyrir en við vorum kannski ekki að opna okkur eins mikið á fullan völl eins og við höfum verið að gera. En að halda þessu liði í 55 stigum er bara frábært.“ Hörður er mjög ánægður með þá breidd sem hann hefur yfir að ráða í sínum leikmannahóp. „Við erum með mjög djúpan hóp og eins og er eru allar að skila sínu. Í hverjum einasta leik er einhver ný sem stígur upp. Það er æðislegt fyrir liðið en erfitt fyrir mig að finna mínútur fyrir allar sem eiga það skilið. Eins og til dæmis Hjördís sem er búin að standa sig frábærlega í allan vetur en fær ekki að koma inn á völlinn í dag sem mér þykir rosalega erfitt.“ „Auðvitað er ég að reyna að finna mínútur sem allar eiga skilið og á sama tíma er ég stelpunum mjög þakklátur fyrir það að hvort sem þær eru innan eða utan vallar þá eru þær í þessu saman og styðja hvor aðra og leggja sig fram hundrað prósent. Meira getur maður ekki farið fram á.“ Hörður virðist eitthvað vera farinn að huga að úrslitakeppninni sem er skammt undan en það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. „Við spiluðum við Hauka, Njarðvík og Val allt í einni röð í fyrsta sinn í vetur. Við settum þetta upp svolítið eins og úrslitakeppni og að undirbúa okkur undir að hún kæmi. Ég gerði það líka eftir að við töpuðum á móti Njarðvík og lagði áherslu á að vera tilbúin, þegar úrslitakeppnin kemur, að tapa leikjum. Þá þarf maður að vera með gullfiskaminni til að fara með inn í næsta leik. Mér fannst við gera það í þessum leik.“ Hörður passar sig þó á að hann og liðið fari ekki of geyst og hugsi fyrst um þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni. „Deildin er ennþá í gangi og við ætlum að gera okkar besta í öllum leikjum þangað til og ekkert að fara fram úr sjálfum okkur. Það eru þrír leikir eftir við byrjum á ÍR á sunnudaginn og eins og er er það mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
„Varnarlega fyrir mér, „outstanding“. Þær hittu ekki vel heldur, Valur, sem að auðvitað hjálpar til en varnarlega mjög mikil ákefð, allar tilbúnar að taka við af næstu ef hún missti mann frá sér. Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr, fannst mér, í dag.“ Hörður sagði fyrir leik að liðið myndi breyta út af vananum þegar kom að pressu í varnarleiknum. „Við vorum að pressa aðeins öðruvísi. Við vorum meira frá miðju. Við munum alltaf spila af „aggression“ og ákefð. Það er það sem við stöndum fyrir en við vorum kannski ekki að opna okkur eins mikið á fullan völl eins og við höfum verið að gera. En að halda þessu liði í 55 stigum er bara frábært.“ Hörður er mjög ánægður með þá breidd sem hann hefur yfir að ráða í sínum leikmannahóp. „Við erum með mjög djúpan hóp og eins og er eru allar að skila sínu. Í hverjum einasta leik er einhver ný sem stígur upp. Það er æðislegt fyrir liðið en erfitt fyrir mig að finna mínútur fyrir allar sem eiga það skilið. Eins og til dæmis Hjördís sem er búin að standa sig frábærlega í allan vetur en fær ekki að koma inn á völlinn í dag sem mér þykir rosalega erfitt.“ „Auðvitað er ég að reyna að finna mínútur sem allar eiga skilið og á sama tíma er ég stelpunum mjög þakklátur fyrir það að hvort sem þær eru innan eða utan vallar þá eru þær í þessu saman og styðja hvor aðra og leggja sig fram hundrað prósent. Meira getur maður ekki farið fram á.“ Hörður virðist eitthvað vera farinn að huga að úrslitakeppninni sem er skammt undan en það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. „Við spiluðum við Hauka, Njarðvík og Val allt í einni röð í fyrsta sinn í vetur. Við settum þetta upp svolítið eins og úrslitakeppni og að undirbúa okkur undir að hún kæmi. Ég gerði það líka eftir að við töpuðum á móti Njarðvík og lagði áherslu á að vera tilbúin, þegar úrslitakeppnin kemur, að tapa leikjum. Þá þarf maður að vera með gullfiskaminni til að fara með inn í næsta leik. Mér fannst við gera það í þessum leik.“ Hörður passar sig þó á að hann og liðið fari ekki of geyst og hugsi fyrst um þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni. „Deildin er ennþá í gangi og við ætlum að gera okkar besta í öllum leikjum þangað til og ekkert að fara fram úr sjálfum okkur. Það eru þrír leikir eftir við byrjum á ÍR á sunnudaginn og eins og er er það mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum