Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Farþegatekjur Icelandair 54 milljarðar og aldrei verið meiri á einum fjórðungi

Icelandair skilaði rekstrarhagnaði (EBIT) upp á 92,7 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 12,3 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um 11,2 milljarða frá sama tímabili í fyrra. Forstjóri flugfélagsins segir að með því að skila svo góðu uppgjöri á þessum tímapunkti á grundvelli sterkrar tekjumyndunar sýni „augljóslega að viðskiptalíkan félagsins sé að sanna gildi sitt.“

Innherji
Fréttamynd

Sækir yfir tvo milljarða til íslenskra fjárfesta fyrir skráningu á markað

Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem hefur meðal annars uppi stórtæk áform um gullvinnslu á Grænlandi, hefur klárað hlutafjáraukningu frá breiðum hópi íslenskra fjárfesta og sjóða í lokuðu hlutafjárútboði sem hefur staðið yfir síðustu daga samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Í kjölfarið verður félagið skráð á markað á núverandi ársfjórðungi í Kauphöllinni hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Munu fljúga til Aþenu næsta sumar

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­formar að styrkja fjár­hags­stöðuna eftir helmings­lækkun á Marel

Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, vinnur nú að því með ráðgjöfum að styrkja eiginfjárstöðu sína frekar þar sem til greina kemur að fá inn nýtt hlutafé í félagið, samkvæmt heimildum Innherja. Stjórnarformaður fjárfestingafélagsins segir að verið sé að „skoða fjármögnun“ Eyris en telur að sama skapi að hlutabréfaverð Marels sé búið að lækka „óeðlilega“ mikið að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

Innlausnir í hlutabréfasjóðum drifnar áfram af útflæði fjárfesta hjá Akta

Meirihluti stærstu hlutabréfasjóða landsins hafa horft upp á hreint útflæði fjármagns á árinu samhliða því að fjárfestar flýja áhættusamari eignir á tímum þegar óvissa og miklar verðlækkanir hafa einkennt hlutabréfamarkaði. Úttekt Innherja leiðir í ljós að innlausnir á fyrri árshelmingi voru einkum drifnar áfram af sölu hlutabréfafjárfesta hjá stærsta sjóðnum í stýringu Akta.

Innherji
Fréttamynd

Daginn sem Icelandair skaut sig í fótinn

Á þessum degi í október fyrir 20 árum kynnti Icelandair „Netsmellur“ til sögunnar, helmingi lægri fargjöld en áður höfðu þekkst hjá félaginu. Þessi fargjöld stóðu engan veginn undir kostnaði Icelandair af flugferðunum. Enda var tilgangur þeirra ekki sá, heldur að fórna tekjum með stórfelldum undirboðum til að drepa fyrirhugaða samkeppni frá Iceland Express.

Skoðun
Fréttamynd

Arion banki hækkar vexti

Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banka­skýrslan loks komin í um­sagnar­ferli

Ríkisendurskoðun hefur nú sent fjármála- og efnahagsráðuneyti, Bankasýslu ríkisins og stjórn hennar drög að skýrslu embættisins um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka til umsagnar. Ríkisendurskoðun hefur veitt aðilum frest til miðvikudagsins 19. október til að skila umsögnum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá því að verð­bólga haldi á­­fram að minnka

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki.

Neytendur
Fréttamynd

30 prós­ent­a vöxt­ur á mill­i ára hjá Icel­and Spring

Framleiðsla á vatninu Iceland Spring jókst um 30 prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Framleiddum einingum fjölgaði úr 12 milljónum á fyrri helmingi ársins í fyrra í 16 milljónir á fyrri helmingi ársins í ár. Þetta sagði forstjóri Ölgerðarinnar á kynningarfundi þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt eftir lok markaðar í gær.

Innherji