Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 13:10 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. Þetta segir í tilkynningu frá Icelandair um verkfallið. Samningaviðræður Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, runnu út í sandinn í gær og annar fundur ekki boðaður fyrr en síðdegis á morgun. Því er ljóst að til vinnustöðvunar kemur klukkan 04 í nótt. „Verkfallið mun hafa þó nokkur áhrif á flugáætlun Icelandair. Þannig mun flugi sem er á áætlun snemma í fyrramálið frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu seinka. Sömuleiðis mun verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Starfsfólk Icelandair fylgist náið með stöðunni og mun hafa samband við farþega með hefðbundnum samskiptaleiðum ef breyting verður á flugi,“ segir í tilkynningu. Við breytingar á flugáætlun hafi starfsfólk Icelandair það að markmiði að allir farþegar komist á áfangastað innan sama ferðadags og að halda keðjuverkandi áhrifum á flugáætlunina í lágmarki. Flugáætlunin 14. desember sé umfangsmikil og gert sé ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um sextíu flugferðir og þar með ferðalög um 8.300 farþega Icelandair. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu.“ Yfirlit yfir helstu aðgerðir Icelandair: Flug frá Norður-Ameríku sem átti að lenda um og upp úr klukkan sex í fyrramálið er nú á áætlun á milli 10:30-11:00. Flug til Evrópu sem átti að fara í loftið á bilinu 7:20-8:40 er nú á áætlun á milli klukkan 09:45-11:45. Flug til London Gatwick í fyrramálið verður sameinað flugi til London Heathrow. Tvær ferðir til Amsterdam verða sameinaðar. Flugi til Frankfurt og Berlínar verður aflýst og farþegar endurbókaðir í gegnum Munchen og Zurich. Flugi til Stokkhólms og Óslóar verður aflýst og farþegar endurbókaður í gegnum Helsinki. Í vikunni hefur farþegum sem eiga bókað flug á verkfallsdögum verið boðið að færa flugið sitt og ferðast þannig einum degi fyrr eða síðar. Hluti tengifarþega hefur verið endurbókaður með öðrum flugfélögum á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Morgunflugi til Akureyrar er aflýst og farþegum boðið að ferðast með öðru flugi innan dagsins. Morgunflugi til Egilsstaða seinkar. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Icelandair um verkfallið. Samningaviðræður Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, runnu út í sandinn í gær og annar fundur ekki boðaður fyrr en síðdegis á morgun. Því er ljóst að til vinnustöðvunar kemur klukkan 04 í nótt. „Verkfallið mun hafa þó nokkur áhrif á flugáætlun Icelandair. Þannig mun flugi sem er á áætlun snemma í fyrramálið frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu seinka. Sömuleiðis mun verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Starfsfólk Icelandair fylgist náið með stöðunni og mun hafa samband við farþega með hefðbundnum samskiptaleiðum ef breyting verður á flugi,“ segir í tilkynningu. Við breytingar á flugáætlun hafi starfsfólk Icelandair það að markmiði að allir farþegar komist á áfangastað innan sama ferðadags og að halda keðjuverkandi áhrifum á flugáætlunina í lágmarki. Flugáætlunin 14. desember sé umfangsmikil og gert sé ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um sextíu flugferðir og þar með ferðalög um 8.300 farþega Icelandair. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu.“ Yfirlit yfir helstu aðgerðir Icelandair: Flug frá Norður-Ameríku sem átti að lenda um og upp úr klukkan sex í fyrramálið er nú á áætlun á milli 10:30-11:00. Flug til Evrópu sem átti að fara í loftið á bilinu 7:20-8:40 er nú á áætlun á milli klukkan 09:45-11:45. Flug til London Gatwick í fyrramálið verður sameinað flugi til London Heathrow. Tvær ferðir til Amsterdam verða sameinaðar. Flugi til Frankfurt og Berlínar verður aflýst og farþegar endurbókaðir í gegnum Munchen og Zurich. Flugi til Stokkhólms og Óslóar verður aflýst og farþegar endurbókaður í gegnum Helsinki. Í vikunni hefur farþegum sem eiga bókað flug á verkfallsdögum verið boðið að færa flugið sitt og ferðast þannig einum degi fyrr eða síðar. Hluti tengifarþega hefur verið endurbókaður með öðrum flugfélögum á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Morgunflugi til Akureyrar er aflýst og farþegum boðið að ferðast með öðru flugi innan dagsins. Morgunflugi til Egilsstaða seinkar.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira