Ólíklegt að allir komist heim fyrir jól Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 18:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna gríðarlega alvarlega. Vísir/Vilhelm Icelandair segir það ólíklegt að allir farþegar komist á áfangastað fyrir jól að öllu óbreyttu. Er það vegna verkfalls flugumferðastjóra sem hefur valdið umtalsverðri truflun og töfum á flugáætlun flugfélagsins. Frekari verkföll hafa verið boðuð í næstu viku og munu þau hafa áhrif á flugátlanir á flugvellinum. Aðgerðirnar hafa þegar haft áhrif á ferðalög um þrettán þúsund farþega Icelandair og ætla þeir að í næstu viku muni 23 þúsund farþegar verða fyrir áhrifum. Allt að milljarðs króna tjón Icelandair gerir ráð fyrir allt að milljarða króna tjóni vegna yfirstandandi verkfalls flugumferðarstjóra. Vegna aukins farþegafjölda yfir hátíðirnar muni frekari aðgerðir leiða til enn meiri raskana með tilheyrandi kostnaði. Núverandi áætlanir Icelandair gera ráð fyrir því að beinn kostnaður gæti numið 700 milljón krónum og allt upp að milljarði. Icelandair segist munu leita allra leiða til að fá tjónið bætt af hendi Isavia. Áríðandi að samkomulag náist Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í dag kemur fram að verkfallið standi yfir á milli klukkan fjögur og tíu að morgni og er það þegar flestar flugvélar Icelandair frá Norður-Ameríku lendi á Keflavíkurflugvelli og flestar flugvélar til Evrópu taka á loft. Því verða íslensk flugfélög frekar fyrir áætlunarröskunum en erlend. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna sem komin er upp vera alvarlega og að það sé mjög áríðandi að samkomulag náist sem allra fyrst. „Verkfallsaðgerðirnar hafa þegar valdið fjárhagslegu tjóni sem mun aukast verulega þegar nær dregur jólum ef samningar nást ekki. Aðgerðirnar bitna mest á þeim sem síst skyldi – fólki sem er að ferðast til að hitta fjölskyldu og vini á þessum mikilvæga tíma ársins,“ segir Bogi. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðalög Jól Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Frekari verkföll hafa verið boðuð í næstu viku og munu þau hafa áhrif á flugátlanir á flugvellinum. Aðgerðirnar hafa þegar haft áhrif á ferðalög um þrettán þúsund farþega Icelandair og ætla þeir að í næstu viku muni 23 þúsund farþegar verða fyrir áhrifum. Allt að milljarðs króna tjón Icelandair gerir ráð fyrir allt að milljarða króna tjóni vegna yfirstandandi verkfalls flugumferðarstjóra. Vegna aukins farþegafjölda yfir hátíðirnar muni frekari aðgerðir leiða til enn meiri raskana með tilheyrandi kostnaði. Núverandi áætlanir Icelandair gera ráð fyrir því að beinn kostnaður gæti numið 700 milljón krónum og allt upp að milljarði. Icelandair segist munu leita allra leiða til að fá tjónið bætt af hendi Isavia. Áríðandi að samkomulag náist Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í dag kemur fram að verkfallið standi yfir á milli klukkan fjögur og tíu að morgni og er það þegar flestar flugvélar Icelandair frá Norður-Ameríku lendi á Keflavíkurflugvelli og flestar flugvélar til Evrópu taka á loft. Því verða íslensk flugfélög frekar fyrir áætlunarröskunum en erlend. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna sem komin er upp vera alvarlega og að það sé mjög áríðandi að samkomulag náist sem allra fyrst. „Verkfallsaðgerðirnar hafa þegar valdið fjárhagslegu tjóni sem mun aukast verulega þegar nær dregur jólum ef samningar nást ekki. Aðgerðirnar bitna mest á þeim sem síst skyldi – fólki sem er að ferðast til að hitta fjölskyldu og vini á þessum mikilvæga tíma ársins,“ segir Bogi.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðalög Jól Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira