Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Marinó tekur við Mílu af Marion

Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku banka, hefur verið kjörinn stjórnarformaður Mílu. Hann tekur við hlutverkinu af Marion Calcine, sem sinnti hlutverkinu tímabundið en situr áfram í stjórn félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er­lend­ir grein­end­ur lækk­a verð­mat á Mar­el en Ber­en­berg mæl­ir með kaup­um

Erlendir greinendur hafa lækkað verðmat sitt á Marel eftir uppgjör þriðja ársfjórðungs sem olli mörgum vonbrigðum en sumir benda á að minnkandi kostnaður gefi til kynna að undirliggjandi rekstur sé að batna. Hlutabréfaverð Marels, sem er komið á sömu slóðir og snemma árs 2018, hefur fallið um sjö prósent á síðustu tveimur viðskiptadögum.

Innherji
Fréttamynd

Fram­legð Ís­fé­lagsins minnkar lítil­lega í að­draganda skráningar á markað

Eftir metafkomu í fyrra er útlit fyrir að framlegðarhlutfall í rekstri útgerðarrisans Ísfélagsins muni minnka nokkuð á þessu ári samhliða erfiðari aðstæðum en EBITDA-hagnaður félagsins var samt yfir fjórir milljarðar króna á fyrri árshelmingi. Ísfélagið, sem varð til við sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma um miðjan júní, boðaði lífeyrissjóði og aðra fjárfesta til kynningarfunda í liðinni viku en félagið stefnir að skráningu í Kauphöllina undir lok ársins.

Innherji
Fréttamynd

Af­koman undir væntingum en Marel skilaði „fram­úr­skarandi“ sjóð­streymi

Afkoma Marels á þriðja fjórðungi var nokkuð undir væntingum greinenda á alla helstu mælikvarða en á móti benda stjórnendur á „framúrskarandi“ sjóðstreymi, sem var yfir 60 milljónir evra, og lægri kostnaðargrunn eftir hagræðingaraðgerðir. Hlutfall pantana á móti tekjum stóð í stað frá fyrri fjórðungi en horfur eru taldar fara „batnandi“ samhliða bættu ytra umhverfi. Fjármagnskostnaður Marels hefur meira en þrefaldast á fyrstu níu mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Seldi í Hamp­iðjunni á níu prósenta „af­slætti“ skömmu eftir að sölubann rann út

Aðeins rétt ríflega tveimur mánuðum eftir að sölubann á liðlega sjö prósenta hlut FSN Capital í Hampiðjunni rann út, sem það fékk sem greiðslu fyrir sölu á Mørenot fyrr á árinu, hefur norski fjárfestingasjóðurinn selt um tvo þriðju af stöðu sinni til hóps íslenskra fjárfesta fyrir vel á fjórða milljarð. Væntingar um að sjóðurinn sé enn með talsvert framboð af bréfum til sölu gæti haldi niðri gengi bréfa Hampiðjunnar.

Innherji
Fréttamynd

Út­lit fyrir að EBIT-hlut­fall Marels verði undir tíu prósent á krefjandi fjórðungi

Gangi spár greinenda eftir verður samdráttur á flestum sviðum Marels á milli ára þegar félagið birtir uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung eftir lokun markaða í dag og að  framlegðarhlutfallið muni vera um rétt tæplega tíu prósent. Hlutabréfaverð Marels hefur fallið um liðlega fjórðung á innan við tveimur mánuðum og ekki verið lægra frá því snemma árs 2018.

Innherji
Fréttamynd

Biðja starfs­fólk að láta yfir­menn vita

Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum.

Innlent
Fréttamynd

Greinandi Citi hækkar verð­mat sitt á Al­vot­ech um hundrað prósent

Greinandi bandaríska fjárfestingabankans Citi, sem hefur mælt með sölu á bréfum í Alvotech frá því um haustið 2022, hefur nú uppfært verðmat sitt á íslenska líftæknilyfjafélaginu um hundrað prósent og ráðleggur fjárfestum að halda í bréfin. Hann er vongóður um að Alvotech verði fyrsta fyrirtækið til að komast inn á Bandaríkjamarkað með hliðstæðu við Humira, mesta selda lyf í heimi, í háum styrk og með útskiptileika.

Innherji
Fréttamynd

Kaup Sýnar á Já frágengin

Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Festi hækkar af­komu­spá um hundruð milljóna

Samkvæmt drögum að uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2023 nemur hagnaður Festi, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta á fjórðungnum 3,9 milljörðum króna samanborið við 3,1 milljarð króna árið áður, sem er aukning um 0,8 milljarða króna milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nær öllu flugi af­lýst vegna ó­veðursins

Nær öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í nótt og fram að hádegi á morgun hefur verið aflýst. Þá hefur einhverjum flugferðum verið frestað. Gul viðvörum tekur gildi á Suðurlandi og Faxaflóa klukkan tíu í kvöld og mun standa yfir í tæpan sólarhring. 

Innlent
Fréttamynd

Þurf­um að læra af vand­ræð­um Bret­a sem kæfð­u hlut­a­bréf­a­mark­að­inn

Við þurfum að læra af vandræðum Breta sem gengur illa að fjármagn vöxt fyrirtækja þar í landi því það er búið að kæfa innlenda hlutabréfamarkaðinn. Í draumaheimi gætu íslenskir lífeyrissjóðir eflaust fjárfest meira og minna erlendis og á móti flæddi erlent fjármagn inn í íslenskt atvinnulíf. Því miður er það ekki þannig. Litla Ísland lendir yfirleitt neðarlega á forgangslista erlendra fjárfesta þótt það séu vissulega jákvæð teikn á lofti í þeim efnum, segir framkvæmdastjóri hjá Kauphöllinni.

Innherji
Fréttamynd

Gefum skulda­bréfum gaum

Ég lærði nokkuð snemma að til að sjá hvað er í gangi í hagkerfinu er nærtækt að horfa á skuldabréfamarkaðinn. Skuldabréfum má líkja við hjarta- og æðakerfi sem sér um að dreifa súrefni til atvinnugeira og heimila. Þegar vextir eru hækkaðir er það til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og öfugt þegar þeir eru lækkaðir.

Skoðun
Fréttamynd

Skulda­bréfa­markaðurinn verið að dýpka og veltu­hlut­fallið ekki hærra um ára­bil

Framkvæmdastjóri eins af stærstu lífeyrissjóðum landsins furðar sig á umræðu um grunnan skuldabréfamarkað hérlendis, sem veltutölur sýni að hafi í reynd verið að dýpka fremur en hitt að undanförnu, en stjórnendur Seðlabankans hafa sagt ekki hægt að draga of miklar ályktanir til skemmri tíma um verðbólguálagið byggt á viðskipum á þeim markaði. „Hvenær var það þá síðast hægt?“, spyr hann og segir mikilvægt að bæta upplýsingamiðlun þegar rætt sé um skilvirkni markaða.

Innherji
Fréttamynd

Verð­mat Brims lækkar um fimmtung og horfurnar sagðar „ekki sér­lega bjartar“

Fátt fellur með sjávarútvegsfélögunum um þessar mundir, meðal annars hækkandi olíuverð, sterkt gengi krónunnar og enginn loðnukvóti, sem þýðir að verðmat Brims hefur verið lækkað um tæplega fimmtung. Hlutabréfagreinandi Jakobsson Capital gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að hafa ætlað að taka að sér verktöku fyrir matvælaráðuneytið, sem eðlilegra væri að ráðgjafafyrirtæki myndi gera, og þannig fara í „samkeppni við lítilmagnann.“

Innherji