Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Zlatan í uppáhaldi hjá nýliðanum í landsliðinu en felur stælana betur

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nítján ára framherji Þróttar, er eini nýliðinn í íslenska fótboltalandsliðinu sem keppir á Pinatar-mótinu á Spáni síðar í mánuðinum. Hún er búin að jafna sig að fullu á hnémeiðslunum sem plöguðu hana í fyrra og ætlar sér að keppa á toppi Bestu deildarinnar með Þrótti í sumar. Eftirlætis leikmaður hennar er Svíinn kokhrausti, Zlatan Ibrahimovic.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þriðji táningurinn frá Ítalíu til Vals

Hlynur Freyr Karlsson er genginn í raðir knattspyrnuliðs Vals. Hlynur, sem verður 19 ára í apríl, kemur til félagsins frá Bologna á Ítalíu þar sem hann lék fyrir U19-liðið. Hann er fyrirliði U19-landsliðs Íslands.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ef ég hefði þann eigin­leika líka væri ég mögu­lega að spila á hærra getu­stigi“

Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Til Vals eftir verkfallið

Lúkas Logi Heimisson, 19 ára knattspyrnumaður úr Grafarvogi, er genginn í raðir Vals frá Fjölni eftir að félögin komust að samkomulagi um kaupverð. Valsmenn tilkynntu um tvo nýja leikmenn í dag sem báðir eru ungir og hafa verið á mála hjá ítölsku félagi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristjana aftur til Eyja

Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún þekkir vel til í Vestmannaeyjum eftir að hafa leikið með liðinu 2020 og 2021.

Íslenski boltinn