„Hef aldrei séð markmann fá gult spjald fyrir leiktöf eftir átta sek“ Árni Gísli Magnússon skrifar 5. maí 2024 20:05 KR hefur ekki unnið síðan í 2. umferð. vísir/anton brink Gregg Ryder, þjálfari KR, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn KA á Akureyri í dag en KR-ingar voru 1-0 yfir þegar stundarfjóðungur lifði leiks en misstu mann af velli og fengu jöfnunarmark á sig í kjölfarið. „Vonsvikinn. Okkur finnst auðvitað eins og við hefðum átt að vinna leikinn, frammistaðan verðskuldaði þrjú stig, þannig við erum með vonsviknir á endanum að hafa ekki unnið. Í vissum aðstæðum verður maður að sætta sig við eitt stig, þegar við missum mann af velli, við tökum stigið og stórt hrós á strákana fyrir hugarfarið þegar við erum orðnir einum færri því við aðlöguðumst aðstæðum vel og grófum djúpt og er virkilega stoltur af þeim.“ Leikurinn var endanna á milli og alltaf mikið í gangi á vellinum hvort sem boltinn var í leik eða ekki. „Ég hefði reyndar viljað hafa smá meiri ákefð í leiknum á köflum en heilt yfir held ég að þetta sé góð frammistaða hjá okkur. Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við góðir en duttum kannski aðeins niður í seinni hálfleik, ég þarf að skoða það aftur, en við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik, við erum vonsviknir að svo var ekki, við gerðum ekki mikið af mistökum í seinni hálfleik en við þurfum bara að klára leikinn.“ Guy Smit fékk sitt seinna gula spjald á 73. mínútu fyrir leiktöf en aðeins tveimur mínútum áður fékk hann gult spjald fyrir brot utan teigs sem hefði auðveldlega getað kostað liðið mark eða jafnvel verið beint rautt spjald. Gregg hafði sitt hvað að segja um málið. „Ég hef aldrei nokkurn tíma á ævinni séð markmann fá gult spjad fyrir leiktöf eftir átta sekúndur, átta sekúndur á milli þess sem hann setur boltann niður og fær svo sitt seinna gula spjald, aldrei hef ég nokkurn tíma séð þetta. Þegar lið er 1-0 yfir og 75 mínútur búnar mun markmaðurinn auðvitað taka 8,9,10 sekúndur, og það er ekki of langt vegna þess að við gerðum það út leikinn og hinn markmaðurinn okkar fékk ekki spjald. Þetta er brjáluð ákvörðun.“ Hvað getur Gregg tekið jákvætt út úr leiknum? „Fullt af jákvæðum hlutum. Frammistaðan í fyrri hálfleik mjög góð, fótboltalega séð litum við við mjög vel út og sýndum flotta hluti, vörðumst vel stóran hluta leiksins. Varnarlega þegar við lentum manni færri, ég veit við fengum á okkur mark og erum vonsviknir með það, en við hentum okkur fyrir allt og sýndum alvöru ástríðu til að verja það sem við höfðum. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum að ég vorkenni strákunum að hafa ekki fengið það sem þeir verðskulduðu.“ Besta deild karla KR KA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
„Vonsvikinn. Okkur finnst auðvitað eins og við hefðum átt að vinna leikinn, frammistaðan verðskuldaði þrjú stig, þannig við erum með vonsviknir á endanum að hafa ekki unnið. Í vissum aðstæðum verður maður að sætta sig við eitt stig, þegar við missum mann af velli, við tökum stigið og stórt hrós á strákana fyrir hugarfarið þegar við erum orðnir einum færri því við aðlöguðumst aðstæðum vel og grófum djúpt og er virkilega stoltur af þeim.“ Leikurinn var endanna á milli og alltaf mikið í gangi á vellinum hvort sem boltinn var í leik eða ekki. „Ég hefði reyndar viljað hafa smá meiri ákefð í leiknum á köflum en heilt yfir held ég að þetta sé góð frammistaða hjá okkur. Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við góðir en duttum kannski aðeins niður í seinni hálfleik, ég þarf að skoða það aftur, en við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik, við erum vonsviknir að svo var ekki, við gerðum ekki mikið af mistökum í seinni hálfleik en við þurfum bara að klára leikinn.“ Guy Smit fékk sitt seinna gula spjald á 73. mínútu fyrir leiktöf en aðeins tveimur mínútum áður fékk hann gult spjald fyrir brot utan teigs sem hefði auðveldlega getað kostað liðið mark eða jafnvel verið beint rautt spjald. Gregg hafði sitt hvað að segja um málið. „Ég hef aldrei nokkurn tíma á ævinni séð markmann fá gult spjad fyrir leiktöf eftir átta sekúndur, átta sekúndur á milli þess sem hann setur boltann niður og fær svo sitt seinna gula spjald, aldrei hef ég nokkurn tíma séð þetta. Þegar lið er 1-0 yfir og 75 mínútur búnar mun markmaðurinn auðvitað taka 8,9,10 sekúndur, og það er ekki of langt vegna þess að við gerðum það út leikinn og hinn markmaðurinn okkar fékk ekki spjald. Þetta er brjáluð ákvörðun.“ Hvað getur Gregg tekið jákvætt út úr leiknum? „Fullt af jákvæðum hlutum. Frammistaðan í fyrri hálfleik mjög góð, fótboltalega séð litum við við mjög vel út og sýndum flotta hluti, vörðumst vel stóran hluta leiksins. Varnarlega þegar við lentum manni færri, ég veit við fengum á okkur mark og erum vonsviknir með það, en við hentum okkur fyrir allt og sýndum alvöru ástríðu til að verja það sem við höfðum. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum að ég vorkenni strákunum að hafa ekki fengið það sem þeir verðskulduðu.“
Besta deild karla KR KA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira