Andrea á batavegi: „Gott fyrir alla að sjá hana brosandi“ Aron Guðmundsson skrifar 4. maí 2024 12:22 Eðlilega fór um marga þegar að Andrea hneig niður í leik Breiðabliks og FH í gær. Það er því gott að fá fréttir af því núna að hún sé á batavegi Vísir/Anton Brink Andrea Marý Sigurjónsdóttir, leikmaður kvennaliðs FH í fótbolta sem hneig niður í leik liðsins gegn Breiðabliki í gær, er á batavegi. Hún undirgekkst rannsóknir í gær og í nótt og heilsaði svo upp á liðsfélaga sína í morgun. Frá þessu greinir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við Vísi en eðlilega fór um marga sem fylgdust með leiknum á Kópavogsvelli í gær þegar að Andrea Marý hneig niður. Hún var með meðvitund og settist upp áður en sjúkrabíll flutti hana á brott. „Andrea Marý er á batavegi. Hún var í rannsóknum í gærkvöldi og eitthvað inn í nóttina,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þær rannsóknir munu svo bara halda áfram á næstu dögum. Þetta er eitthvað sem hún er að fást við. Ákveðinn hjartagalli sem við vissum af og lýsir sér þannig að hjartað fer bara á yfirsnúning. Hún er með alls konar ráð til að ná því niður en það gekk engan veginn í gær. Hún átti bara mjög erfitt með sig.“ Það hefur því verið mikill léttir fyrir þjálfara og liðsfélaga Andreu hjá FH að sjá hana í morgun er hún kíkti við á æfingu liðsins. „Hún kíkti aðeins á okkur áðan og bar sig bara vel. Eðlilega er hún mjög þreytt. Talaði um að henni liði eins og hún væri búin að hlaupa þrjú maraþon. Þetta voru mikil átök fyrir hjartað, líkama og sál í gærkvöldi. Þreyta er því eðlileg eftirköst af því. En hún ber sig bara ótrúlega vel stelpan. Er bara brött á þessari stundu.“ Gott fyrir alla að sjá hana brosandi. Ég vona svo innilega að einhver lausn komi á hennar málum. Þetta er eilífðar barátta hjá henni að reyna að fá bót sinna mála hvað þetta varðar. Ég vona að núna leiði rannsóknir eitthvað jákvætt í ljós. Að það verði hægt að hjálpa henni. Með lyfjagjöf eða öðrum ráðum.“ Besta deild kvenna FH Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Frá þessu greinir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við Vísi en eðlilega fór um marga sem fylgdust með leiknum á Kópavogsvelli í gær þegar að Andrea Marý hneig niður. Hún var með meðvitund og settist upp áður en sjúkrabíll flutti hana á brott. „Andrea Marý er á batavegi. Hún var í rannsóknum í gærkvöldi og eitthvað inn í nóttina,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þær rannsóknir munu svo bara halda áfram á næstu dögum. Þetta er eitthvað sem hún er að fást við. Ákveðinn hjartagalli sem við vissum af og lýsir sér þannig að hjartað fer bara á yfirsnúning. Hún er með alls konar ráð til að ná því niður en það gekk engan veginn í gær. Hún átti bara mjög erfitt með sig.“ Það hefur því verið mikill léttir fyrir þjálfara og liðsfélaga Andreu hjá FH að sjá hana í morgun er hún kíkti við á æfingu liðsins. „Hún kíkti aðeins á okkur áðan og bar sig bara vel. Eðlilega er hún mjög þreytt. Talaði um að henni liði eins og hún væri búin að hlaupa þrjú maraþon. Þetta voru mikil átök fyrir hjartað, líkama og sál í gærkvöldi. Þreyta er því eðlileg eftirköst af því. En hún ber sig bara ótrúlega vel stelpan. Er bara brött á þessari stundu.“ Gott fyrir alla að sjá hana brosandi. Ég vona svo innilega að einhver lausn komi á hennar málum. Þetta er eilífðar barátta hjá henni að reyna að fá bót sinna mála hvað þetta varðar. Ég vona að núna leiði rannsóknir eitthvað jákvætt í ljós. Að það verði hægt að hjálpa henni. Með lyfjagjöf eða öðrum ráðum.“
Besta deild kvenna FH Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira