Bikarmeistarar Víkings fara í Mosfellsbæinn og mæta þar Aftureldingu sem leikur í Lengjudeildinni.
Auk leiks Stjörnunnar og Breiðabliks eru tveir aðrir innbyrðis leikir liða úr Bestu deildinni á dagskrá í sextán liða úrslitunum. Tindastóll fær Þór/KA í heimsókn í Norðurlandsslag og Fylkir sækir Þrótt heim.
Leikinir í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins fara fram 18. og 19. maí.
Leikirnir í sextán liða úrslitum
- Stjarnan - Breiðablik
- Tindastóll - Þór/KA
- FH - FHL
- Afturelding - Víkingur
- Þróttur - Fylkir
- Grótta - Keflavík
- Grindavík - ÍA
- Valur - Fram