Íslensku félögin munu líka græða á miklu hærri tekjum UEFA af Meistaradeildinni Knattspyrnusamband Evrópu býst við því að tekjur frá sölu sjónvarpsréttar og auglýsinga vegna Meistaradeildarinnar muni hækka um 33 prósent þegar nýir samningar verða gerðir. Íslenski boltinn 10. maí 2023 09:30
Finna hrútalykt af Íslenskum toppfótbolta og skora á KSÍ Íslenskur toppfótbolti hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum á síðustu misserum og nú síðast frá Byggðaráði Skagafjarðar sem furðar sig á þeim ójöfnuði sem ríkir í Bestu deild kvenna og karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 10. maí 2023 07:30
Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 0-6 | Risasigur skaut Blikum á toppinn Keflavík tók á móti Breiðablik í sínum fyrsta heimaleik í Bestu deild kvenna í kvöld. Breiðabliksstelpur mættu vel búnar í þessa viðureign og unnu leikinn 6-0. Breiðablik skoraði sitt fyrsta mark á upphafsmínútu leiksins og það varð áhorfendum strax ljóst hvort liðið færi héðan með þrjú stig. Með þessum sigri fer Breiðablik upp í efsta sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 9. maí 2023 22:09
Besta upphitunin: Gunnhildur Yrsa í tveimur vinnum auk fótboltans Þriðja umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld. Til að hita upp fyrir hana fékk Helena Ólafsdóttir til sín góða gesti, Stjörnukonuna Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Þróttarann Sæunni Björnsdóttur. Íslenski boltinn 9. maí 2023 15:01
Stúkan ræddi stöðuna á KR: Rúnar á skilið meiri stuðning Stúkan fór yfir sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta og í Uppbótatímanum var full ástæða til að ræða stöðuna á karlaliði KR. Íslenski boltinn 9. maí 2023 10:31
„Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“ Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup. Íslenski boltinn 9. maí 2023 10:00
Sjáðu flautumark Víkinga og grátlega endinn fyrir Fylkismenn Víkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bestu deild karla í fótbolta í gær eftir dramatískan sigur í Vestmannaeyjum. Íslenski boltinn 9. maí 2023 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 1-2 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Fylkis í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-1, Breiðablik í vil, og óhætt að tala um torsóttan sigur gestanna. Íslenski boltinn 8. maí 2023 22:57
„Djöfull er ég fúll“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var að vonum svekktur eftir að ÍBV hafði haldið hreinu í 95 mínútur gegn Víking, heitasta liði landsins, en tapa samt. Íslenski boltinn 8. maí 2023 22:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - Keflavík 2-1 | FH-ingar áfram með fullt hús stiga á heimavelli FH bar sigurorð af Keflavík þegar liðin áttust við í sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld. Íslenski boltinn 8. maí 2023 21:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur 0-1 | Dramatík í Eyjum Víkingur endurheimti toppsæti Bestu deildar karla í knattspyrnu með dramatískum 1-0 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í fyrsta leik dagsins. Sigurmarkið kom þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Íslenski boltinn 8. maí 2023 20:00
Toppliðið fær meistarana í heimsókn og Lengjudeildarlið fer áfram Að minnsta kosti eitt lið úr næstefstu deild verður með í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta en það varð ljóst þegar dregið var í 16-liða úrslit í dag. Einn stórleikur er á dagskrá. Íslenski boltinn 8. maí 2023 12:45
Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. Íslenski boltinn 8. maí 2023 11:00
KR-ingar slógu 42 ára félagsmet í markaleysi á Hlíðarenda í gær KR-ingar hafa ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð en það hefur aldrei gerst áður í nútímafótbolta eða frá því að deildin varð fyrst tíu liða árið 1977. Íslenski boltinn 8. maí 2023 10:31
Sá markahæsti í Bestu deildinni fékk verðlaun úti í Bandaríkjunum Blikinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar karla í fótbolta og var markahæsti leikmaður fyrstu fimm umferða deildarinnar. Íslenski boltinn 8. maí 2023 09:00
Þór/KA stelpurnar skiluðu klefanum tandurhreinum eftir leikinn í Eyjum í gær Húsverðir landsins fagna því eflaust að fá Þór/KA stelpurnar í heimsókn í sumar. Húsvörðurinn í Vestmannaeyjum í gær kvartar örugglega ekki eftir gærdaginn. Íslenski boltinn 8. maí 2023 08:31
Sjáðu „Vindinn“ gefa þrjár stoðsendingar og öll mörkin þegar Valur lék sér að KR Valsmenn fóru illa með nágranna sína í KR í Bestu deild karla í fótbolta í gær og héldu þar áfram að raða inn mörkum. Íslenski boltinn 8. maí 2023 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. Íslenski boltinn 7. maí 2023 21:08
Ásgeir: Hugarfarið allt annað í seinni hálfleik Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, var að vonum ánægður eftir sigur liðsins gegn HK í Bestu deild karla í dag en hann kom inná sem varamaður og skoraði bæði mörk gestanna. Fótbolti 7. maí 2023 19:48
Umfjöllun og viðtöl: HK - KA 1-2 | Ásgeir hetja KA í endurkomusigri KA kom til baka og bar sigur úr býtum gegn HK í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 2-1 en það var Ásgeir Sigurgeirsson sem skoraði bæði með KA eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Íslenski boltinn 7. maí 2023 19:09
Umfjöllun: Tindastóll - FH 1-1 | Nýliðarnir sættust á skiptan hlut Tindastóll og FH gerðu jafntefli í Bestu deild kvenna í dag þegar liðin mættust á Sauðárkróki. Lokatölur 1-1 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 7. maí 2023 17:59
Sandra María himinlifandi með sprungna vör Sandra María Jessen, hetja Þórs/KA gegn ÍBV í Bestu deild kvenna í dag, var að vonum ánægð eftir að liðið tryggði sér stigin þrjú sem í boði voru í Vestmannaeyjum í dag. Íslenski boltinn 7. maí 2023 16:53
Umfjöllun: Sandra María tryggði Þór/KA sigur í Eyjum Þór/KA vann í dag góðan útisigur á ÍBV er liðin mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Sandra María Jessen skoraði sigurmark leiksins í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 7. maí 2023 13:15
Býst við dýrvitlausum KR-ingum í kvöld Sannkallaður stórleikur er á dagskrá Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar að Valur og KR mætast á Origovellinum að Hlíðarenda. Íslenski boltinn 7. maí 2023 12:15
Þórsarar hirtu stigin þrjú gegn Vestra Fyrstu umferð Lengjudeildar karla lauk í dag með einum leik. Á Akureyri unnu heimamenn í Þór sigur á Vestra í Boganum. Íslenski boltinn 6. maí 2023 15:55
Ummæli Ágústs komu Lárusi á óvart: „Hef ekki tekið eftir þessu“ Ágúst Gylfason, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Bestu deildinni segir það hundfúlt að heyra skilaboð frá þjálfurum annarra liða í deildinni sem skipi sínum leikmönnum að sparka niður ungu leikmenn Stjörnunnar. Leikmenn séu sparkaðir út úr leikjum liðsins. Íslenski boltinn 6. maí 2023 10:30
Stórt skarð að fylla: Átján ára í marki Íslandsmeistara | „Betra að þetta sé erfiðara“ Fanney Inga Birkisdóttir 18 ára markvörður Vals í fótboltanum hefur vakið mikla athygli í Bestu deild kvenna. Fanney sem er mikið efni er spennt fyrir framhaldinu en hún þarf að fylla upp í stórt skarð. Íslenski boltinn 6. maí 2023 07:00
Örvar bestur í Bestu deildinni í apríl Lesendur Vísis völdu Örvar Eggertsson, sóknarmann HK, besta leikmann Bestu deildar karla í aprílmánuði. Greint var frá valinu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Íslenski boltinn 5. maí 2023 22:01
Grindvíkingar sóttu stigin þrjú á Skagann Lengjudeild karla í knattspyrnu hófst í kvöld með fimm leikjum. Stórleikur umferðarinnar fór fram á Akranesi þar sem Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sóttu stigin þrjú. Íslenski boltinn 5. maí 2023 21:16
Víkingar komust alla leið upp í fjórða sætið á sögulegum lista Víkingar héldu marki sínu hreinu fram í seinni hálfleik á sínum fimmta leik í Bestu deild karla í fótbolta í ár og því hafa ekki mörg félög náð í sögu efstu deildar karla. Íslenski boltinn 5. maí 2023 13:01