Steven Lennon ekki meira með á tímabilinu Framherjinn Steven Lennon verður ekki með FH-ingum í lokaleikjum tímabilsins eftir að hann meiddist á ökkla gegn Keflvíkingum um síðustu helgi. Íslenski boltinn 25. ágúst 2021 18:51
Þórsarar tóku illa í beiðni stuðningssveitar Blika Stuðningsfólk Þórs Akureyrar hefur lítinn áhuga á að styðja lið Breiðabliks í leiknum gegn KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Svo virðist sem bæjarstoltið toppi ríginn sem ríkir á milli félaganna. Íslenski boltinn 25. ágúst 2021 15:01
Vængbrotið lið KA getur blandað sér í toppbaráttuna Í kvöld mætast KA og Breiðablik á Greifavellinum á Akureyri í leik sem gæti skipt sköpum í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 25. ágúst 2021 14:31
Valskonur geta orðið meistarar í tólfta sinn í kvöld Valskonur eiga góða möguleika á að fagna Íslandsmeistaratitli í kvöld þegar þær mæta botnliði Tindastóls á Hlíðarenda í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 25. ágúst 2021 10:31
Stuðningssveit Blika biður Þórsara um hjálp Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefur beðið um aðstoð fyrir leikinn mikilvæga gegn KA í kvöld. Sveitin hefur beðið gallharða Þórsara um að mæta með sér í stúkuna og styðja við bakið á Blikum er liðið mætir á Greifavöll í dag. Íslenski boltinn 25. ágúst 2021 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-0 | Hildigunnur þrumaði yfir Fylki Fylkir er áfram í fallsæti eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í Garðabæ í kvöld, þegar liðin eiga aðeins þrjá leiki eftir á tímabilinu. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmark leiksins. Íslenski boltinn 24. ágúst 2021 20:50
„Ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst“ Kristján Guðmundsson var í ákveðnum „djammgír“ eftir 1-0 sigur Stjörnunnar gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Sigurinn var afar verðskuldaður en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið þegar korter var til leiksloka með föstu skoti utan teigs. Íslenski boltinn 24. ágúst 2021 20:38
Kristinn framlengir til ársins 2023 Kristinn Steindórsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til ársins 2023. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins í dag. Íslenski boltinn 24. ágúst 2021 19:30
Eldskírn í bakverði í sex stiga fallslag: „Var bara frábær í þessum leik“ Hinn ungi og efnilegi Óli Valur Ómarsson lék í stöðu hægri bakvarðar í fallslag Stjörnunnar og Fylkis í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Óli Valur, sem leikur vanalega mun framar á vellinum, stóð sig með sóma en farið var yfir frammistöðu hans í Stúkunni að leik loknum. Íslenski boltinn 24. ágúst 2021 13:00
„Átti erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum“ Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, þurfti að fara af velli í 2-0 sigri Garðabæjarliðsins á Fylki í Pepsi Max-deild karla í gær vegna heilahristings. Íslenski boltinn 24. ágúst 2021 12:01
Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. Íslenski boltinn 24. ágúst 2021 08:31
Slysið haft mikil áhrif á feril Sölva: „Bíllinn flaug 40 metra“ Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings Reykjavíkur, tilkynnti í viðtali við Stöð 2 í gær að yfirstandandi leiktíð væri hans síðasta á ferlinum. Sá ferill hefur að miklu leyti einkennst af meiðslum sem rekja má aftur til bílslyss sem hann lenti í ungur að árum. Íslenski boltinn 24. ágúst 2021 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 22:10
„Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Þór/KA 1-0 | Þróttarar sigruðu í kaflaskiptum leik Þróttur og KA/Þór mættust í 15. umferð Pepsi Max deildar kvenna á Eimskipsvellinum í kvöld. Kaflaskiptur leikur þar sem bæði lið skiptust á að taka frumkvæði. Þróttur kom sér yfir um miðbik seinni hálfleiks og lokatölur því 1-0. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 21:28
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0 | Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 21:12
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 21:07
Nik Chamberlain: Við spiluðum mjög vel og pressuðum vel Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var sáttur með baráttusigur sinna kvenna er þær tóku á móti Þór/KA í 15. umferð Pepsi Max deildar kvenna í kvöld. Kaflaskiptur leikur sem endaði með eins marks sigri Þróttar, 1-0. Fótbolti 23. ágúst 2021 20:58
Birkir: Við erum bara í bullandi fallbaráttu Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, stýrði liðinu gegn Selfyssingum í kvöld. Hann var ósáttur með leik liðsins í en ÍBV tapaði 6-2. Hann segir liðið vera í bullandi fallbaráttu. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 20:35
Leiknir voru með flest alla sína leikmenn fyrir aftan miðju í seinni hálfleik HK sótti stig á Domusnovavellinum gegn Leikni. Fyriliði HK Leifur Andri Leifsson var ánægður með að liðið hélt hreinu en var svekktur að ná ekki inn einu marki. Sport 23. ágúst 2021 20:34
„Þetta er svolítið glórulaust hjá mér“ „Þetta gerðist svo fljótt að það eina sem mér datt í hug var að henda hausnum fyrir þetta. sagði Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings, um björgun sína á marklínu með höfðinu er lið hans vann Val 2-1 í toppslag í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. Sölvi Geir segist ætla að hætta eftir tímabilið og vill kveðja með Íslandsmeistaratitli. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 19:00
Ekki háskaleikur hjá Sölva: „Held að maður hefði alltaf leyst þetta eins“ Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, telur að ekki hafi verið um háskaleik að ræða þegar Sölvi Geir Ottesen bjargaði á línu í leik Víkings og Vals í Pepsi Max-deild karla í gær. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 13:59
ÍTF vill fleiri en tvö hundruð í hverju hólfi og grímurnar burt Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna, telur rétt að endurskoða reglur um sóttvarnir á kappleikjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 13:30
Erlingur fann fyrir óþægindum og var tekinn af velli Erlingur Agnarsson, leikmaður Víkings, var tekinn af velli í fyrri hálfleik á 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Erlingur og Haukur Páll Sigurðsson skullu saman með þeim afleiðingum að Erlingur þurfti að yfirgefa völlinn snemma leiks. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 13:00
Um ótrúlega björgun Sölva Geirs: Talandi um að vera stríðsmaður og fórna sér fyrir málstaðinn Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, var óvænt í stöðu hægri bakvarðar í stórleik Víkings og Vals í Pepsi Max deild karla. Þessi 37 ára gamli leysti það verkefni óaðfinnanlega að mati Reynis Leóssonar, sérfræðings Pepsi Max Stúkunnar. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 09:45
Stoltur og „ligeglad“ Ísak Óli spenntur fyrir framhaldinu þrátt fyrir undarlegar fyrstu vikur hjá Esbjerg Ísak Óli Ólafsson, miðvörður danska knattspyrnuliðsins Esbjerg, hefur staðið í ströngu í ár. Hann hóf það í frystinum hjá SønderjyskE, fór á EM U-21 árs landsliða, lék sinn fyrsta A-landsleik, spilaði með uppeldisfélaginu Keflavík, fór til Esbjerg og nokkrum vikum síðar sagði þjálfarinn upp sem sótti hann til félagsins. Fótbolti 23. ágúst 2021 09:00
Sjáðu mörkin er Víkingur jafnaði Val að stigum á toppi deildarinnar Víkingur lagði Íslandsmeistara Val 2-1 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Valsarar voru heppnir að tapa með aðeins einu marki og halda í toppsætið sem stendur þökk sé markatölu. Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem skoruð voru. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. Íslenski boltinn 22. ágúst 2021 22:05
Formaður knattspyrnudeildar Fram segir að ný aðstaða félagsins verði sú glæsilegasta á Íslandi Fram tryggði sér á dögunum sæti í Pepsi Max deild karla í fyrsta skipti síðan 2014. Liðið lék heimaleiki sína í sumar á gervigrasinu í Safamýri, en á næstu leiktíð mun liðið færa sig í Úlfarsárdal, þar sem að nýja svæðið þeirra hefur verið í byggingu í mörg ár. Íslenski boltinn 22. ágúst 2021 19:01
Áslaug Munda á leið í Harvard - Kvaddi Blika með glæsimarki Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir átti stórleik, líkt og flestir aðrir leikmenn Breiðabliks, er liðið vann sannfærandi 8-1 sigur á Gintra í úrslitaleik um sæti í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Litáen í gær. Áslaug var að leika sinn síðasta leik fyrir Blikakonur í bili. Íslenski boltinn 22. ágúst 2021 14:00